Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 28
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
mögulegt verði að leggja niður einhverja minni
flugvelli. Nefna má eftirfarandi flugvelli, sem
myndu fá styrkta aðstöðu við endurbætur
vegakerfisins.
1) ísafjarðarflugvöllur, með góðum vetrar-
vegi frá Skutulsfirði til Onundarfjarðar
og Dýrafjarðar.
2) Akureyrarflugvöllur, þegar fengist hefur
vegasamband um vesturströnd Eyjafjarð-
ar til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar með ör-
um ferðum almenningsbíla til þessara
kaupstaða, svo og til Sauðárkróks og
Húsavíkur.
3) Egilsstaðaflugvöllur með endurbótum á
vegum til bæjanna frá Vopnafirði suður
til Djúpavogs.
4) Hornafjarðarflugvöllur með vegi vestur
um til Öræfasveitar.
Sú stefna að safna umferðinni að fáum aðal-
flugvöllum mun bæta verulega nýtingu flug-
vélanna og gera tíðari og öruggari flugferðir
mögulegar. Fáir flugvellir með mikilli umferð
gera og mögulegt að endurbæta vellina veru-
lega, en það dregur úr sliti flugvélanna og
lækkar viðhaldskostnað.
Eins og áður er sagt fær Flugfélag íslands
nú senn nýja flugvél, sem kosta mun yfir 40
m.kr. Ef gengið er út frá 50% sætanýtingu sem
lágmarks meðalnýtingu, þarf meðalfarþega-
fjöldi að vera 22 í ferð í stað 14 með DC-3.
Ekki nær nokkurri átt að nota slíka vél nema á
aðalflugleiðunum, og jafnvel þar er starfs-
grundvöllur vélarinnar veikur. Reiknað er með,
að DC-3 vélamar verði áfram notaðar sem
varavélar, til flugs til hinna þýðingarminni
flugvalla og til uppfyllingar. Þessar flugvélar
eru nú að fullu afskrifaðar. Kostnaðarins vegna
þarf því ekki að horfa í það, þótt þær séu
látnar standa lítið sem ekki notaðar mestan
hluta ársins. I hinni nýju flugvél verður hins
vegar bundið svo mikið fjármagn, að hún verð-
ur að hafa nægum verkefnum að sinna árið
um kring.
Uppbygging flugvallanna.
Af því, sem sagt hefur verið hér að framan,
má draga þá ályktun að áætlunarflug fram-
tíðarinnar hljóti fyrst og fremst að fara fram
um fáa aðalflugvellli. Fjárfesting í þessum
flugvöllum hlýtur að beinast að nokkru að
aukningu öryggis, en að öðru leyti að því að
draga úr rekstrarkostnaði, t. d. með malbikun
brauta.
Raunar er erfitt að draga skýra línu á milli
fjárfestingar til aukins öryggis og til sparn-
aðar. Bygging ratsjárstöðvar eykur flugöryggi
mjög, en kemur ef til vill einnig oft í veg fyrir,
að flugvélarnar þurfi að snúa við vegna slæmra
lendingarskilyrða, sem er dýrt bæði fyrir flug-
félag og farþega. Malbikun flugbrauta dreg-
ur úr hjólbarðasliti flugvéla og kemur í veg
fyrir skemmdir vegna steinkasts, en eykur
einnig öryggi af sömu ástæðum. Má því telja,
að líta megi á alla fjárfestingu í flugvöllum
frá því sjónarmiði, hversu mikinn kostnað hún
spari í rekstri véla og fyrir farþega.
Framar í þessari skýrslu hefur verið rætt
um, hvernig fjárfesting í vegum geti sparað
þjóðfélaginu fé með sparnaði á eldsneyti,
gúmmíi, viðgerðum og tíma þeirra, sem um
vegina fara. A sama hátt getur fjárfesting í
flugbrautum orðið þjóðfélaginu arðbær. Svo
virðist sem sú fjárfesting geti orðið verulega
arðbær, þar eð seinkanir og ferðaföll geta orð-
ið mjög dýr. Að öðru jöfnu verður sparnaður
mestur þar, sem umferð er mest. Ef umferð
er lítil, eru það öryggisatriðin, sem ákvarðandi
eru um fjárfestingu. Rétt er að framkvæmdir
séu arðsemi útreikningar fyrir hugsanlegar
framkvæmdir í flugvöllum. Ætti þá að bera
framkvæmdirnar saman við framkvæmdir í
öðrum greinum í samgöngumálum, sérstak-
lega vegaframkvæmdir, og gera sömu kröfu til
arðsemi og gerðar eru í þeim greinum.
Af framansögðu má draga þá ályktun, að
ekki sé rétt að byggja nýja flugvelli, sem ætl-
aðir eru til áætlunarflugs. Betra er að festa
fé í vegakerfinu og bæta samgöngur á landi
26