Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 29

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 29
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDl við aðalflugvellina. Þetta verður að hafa í huga í sambandi við áætlanir um lagningu vega. Stjómun og þjálfun Almennt. í nútímaþjóðfélagi er síhækkandi fjárhæð- um ráðstafað til samgangna. Vörumagn í flutn- ingum vex yfirleitt örar en framleiðslan, vegna vaxandi sérhæfingar og síaukinna vöruskipta. Neyzluathuganir hafa leitt í Ijós, að eftir því, sem tekjur vaxa, verða útgjöld almennings til ferðalaga stærri hluti heildarútgjaldanna en áður. Hreyfanleiki innan þjóðfélagsins verður æ meiri. Fyrrum var tækniþróun hæg og hagkerfið lítt breytilegt. Á sviði samgangna voru þær kröfur einar gerðar, að skapa samband manna í milli á þann hátt, sem var tæknilega einfald- astur og ódýrastur. Oft lá í augum uppi, hvar vegur skyldi lagður eða höfn byggð. Nú á tím- um býður hin háþróaða tækni upp á fjölda lausna á hverju samgönguvandamáli. Hlutverk hagfræðingsins, sem starfar á sviði samgöngu- mála, er að meta, hvaða lausn sé hagkvæmust. I því starfi koma fram samræmingarvandamál, sem gera nauðsynlegt að fá yfirsýn yfir mildnn hluta samgöngukerfisins. Höfuðvandamál sam- göngumálanna eru í senn tæknilegs og hag- ræns eðlis, og lausn þeirra krefst samstarfs margskonar sérfræðinga. Sérstök nauðsyn er á því, að auka fjölda þeirra hagfræðimennt- uðu manna og manna með almenna verk- fræðimenntun, sem starfa að samgöngumálum á íslandi. Nauðsynlegt er að búa slíkum mönn- um þau lífskjör, að þeir vilji binda framtíðar- afkomu sína slíkum störfum. Oft mun þörf á, að senda menn utan til að kynnast nýrri tækni, starfsaðferðum eða nýjum hugsunarhætti. En nauðsynlegt er einnig, að innan landsins sjálfs þróist sérfræðileg hæfni til lausnar sérstæð- um íslenzkum vandamálum, sem þjóðin mun stöðugt eiga við að stríða. Erlend sérfræðiað- stoð getur stundum verið nauðsynleg, en flest grundvallarvandamálin verða innlendir menn sjálfir að leysa. Við ráðningu nýrra starfsmanna þarf að leggja áherzlu á fræðilegan áhuga, aðlögunar- hæfni og samstarfsvilja. Fyrri reynsla á sviði samgöngumála hefur í sjálfu sér ekki þýðingu. Þörf er á kennslu í samgöngumálafræðum inn- an Viðskiptadeildar Háskólans. Með bættum kennsluaðferðum mun unnt að finna heppilegt fólk til þessara starfa á meðan það er enn við nám. Svipuðu máli gegnir um kennslu í tækni- legum efnum. Samgöngumálaráðuneytið. Með tilliti til hinna miklu fjárhæða, sem varið verður til samgöngumála í framtíðinni, er æskilegt, að sérstakur ráðherra fari með öll samgöngumál, án þess að þurfa að sinna öðr- um málaflokkum. Ef þetta er ekki kleift, væri æskilegast, að sá ráðherra, sem með sam- göngumál fer, fari með þá málaflokka aðra, sem samöngumálunum eru skyldastir, svo sem viðskiptamál. Hin mikla utanríkisverzlun landsins og mikilvægi vörudreifingar innan- lands gerir slíka sameiningu málaflokka eðli- lega. Innan samgöngumálaráðuneytisins þarf að stofna samræmingardeild, sem hafi að verkefni samræmingu fjárfestingar í samgöngukerfinu og eftirlit með því að samkeppni í samgöngum sé raunhæf. Þýðingarmikið hlutverk er að taka afstöðu til þeirra tillagna, sem fram koma í þessari skýrslu, og undirbúa til framkvæmd- ar þær þessara tillagna, sem tekin verður já- kvæð afstaða til. Samgöngumálaráðuneyti má ekki helga sig því einu, að afgreiða mál og meta tillögur, sem koma utan að. Það verður að fram- kvæma eigin athuganir og líta á málin í sam- hengi. Annars er hætta á að mikil verðmæti fari forgörðum. Þessi atriði verður að taka til athugunar við endurskipulagningu ráðuneytis- ins og val starfsmanna. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.