Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 17

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 17
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI í tímann, verður að miða við hina nýju tækni. En eigi ákvörðunin að vera rétt miðuð við allra næstu ár, má gera ráð fyrir að miða verði við hina gömlu tækni. Kostnaðarverð og styrkveitingar. Af framansögðu er ljóst, að verðlagning samgönguþjónustu í samræmi við kostnað tryggir bezt hagkvæma verkaskiptingu sam- göngutækjanna. Neytandinn sér þá sjálfur um valið. Auk sjálfs verðsins tekur hann gæða- mismun samgöngutækjanna einnig með í reikninginn. Velji hann flugvélina umfram bíl eða skip, metur hann tímann, sem hann spar- ar með fluginu, og aukin þægindi meira en það, sem flugið kostar hann umfrarn bíl eða skipsferð. Ekki er auðvelt að koma á réttu verðkerfi í flutningum. Koma þar bæði til greina fram- kvæmdaerfiðleikar og erfiðleikar, sem sprottn- ir eru af stjórnmálalegum ástæðum. Þannig er ekki hægt að gera ráð fyrir, að unnt sé að hafa verðlagningu flutninga mjög breytilega eftir landshlutum og árstíma, enda þótt þetta gæti verið sú verðlagning, sem væri í mestu samræmi við kostnaðarsjónarmið. Grundvöllur verðlagningarinnar verður þó ætíð að vera sá, að tekjur nægi til greiðslu breytilegs kostnað- ar og til afskrifta og vaxta af bundnu fé. Jafn- framt á að vera hægt að haga verðlagningu þannig, að kostir sveigjanlegrar verðmyndun- ar njóti sín að nokkru. Þetta má gera með hækkunum verðs á annatímum og afslætti til örvunar flutninga og aukinnar nýtingar á öðr- um tímum o. s. frv. í nútímaþjóðfélagi getur engum haldist uppi að neyta einokunaraðstöðu í flutningum til óréttmæts ábata. Þegar sérleyfi eru gefin til reksturs samgöngutækis á ákveðinni leið, verð- ur því jafnframt af opinberri hálfu að fylgjast með verðlaginu. En segja má, að samkeppni sé öruggasta leiðin til að koma í veg fyrir einokunarverðmyndun og of dýra flutninga, og þess vegna beri yfirvöldunum að stuðla að virkri samkeppni. Nauðsynlegt getur verið að styrkja samgöngur innan mjög strálbýlla héraða, svo að þær verði ekki allt of dýrar. Akvörðun um, hve langt skuli gengið í slíkum styrkveitingum, getur ekki byggzt á hagræn- um atriðum einum saman, heldur kemur stjórn- málalegt mat hér einnig til sögunnar. Á hinn bóginn skiptir miklu máli, að glögg grein sé gerð fyrir því, hve miklu styrkveitingar í raun og veru nema, og athugað sé á hvern hátt sé réttast að veita þær, og þá einkum, hvort bein- ar styrkveitingar séu ekki heppilegri en óbein- ar. Að öðru leyti en þessu á stefnan að vera sú, að flutningastarfsemin sé eins óháð opin- berum styrkjum og unnt er, bæði beinum styrkjum og óbeinum. Greiði opinberir aðilar halla flutningafyrirtækja ár eftir ár, missa fyr- irtækin áhugann fyrir nýjungum og framför- um, bæði í tæknibúnaði og rekstri. Þegar til lengdar lætur leiðir slík styrkjastefna til óhag- kvæms og dýrs samgöngukerfis. Áhrif verðkerfisins á samgöngurnar Á grundvelli þess, sem hér að framan hefur verið sagt um kostnað við flutninga og verð- lagningu flutningaþjónustu, munu hér rædd- ar nokkrar þær greinar flutninga, þar sem rétt- ari verðmyndun myndi geta stuðlað að hag- kvæmari flutningum og lækkun flutningskostn- aðar. Er hér um að ræða millilandasiglingar, strandsiglingar og flutninga með vörubifreið- um. Farmgjöld í millilandasiglingum. Um árabil voru farmgjöld í millilandasigl- ingum háð verðlagsákvæðum. Farmgjöldum á sekkjavörum var haldið sérstaklega lágum í þeim tilgangi að halda framfærslukostnaði í skefjum. Oft námu farmgjöld á þessum vörum til íslands aðeins um fjórðungi af því, sem tíðkaðist á heimsmarkaði, og stundum svöruðu þau ekki einu sinni til út- og uppskipunar- 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.