Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 45

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 45
FJÁRMUNAMYNDUNIN 1963 Flutningatæki Fjármunamyndun í flutningatækjum jókst um 32.7% að magni frá 1962 til 1963. Kaup flugvéla og farskipa samtals voru þó heldur minni á árinu 1963 en árið áður, svo að öll aukningin kemur fram á bifreiðum til atvinnu- rekstrar. Farskip. Á árinu 1963 voru keypt til lands- ins 5 farþega- og flutningaskip samtals 5.032 smálestir brúttó að stærð. Auk þess var einum togara breytt í vöruflutningaskip. Flugvélar. Flugvélakaup voru mjög lítil á árinu 1963. Námu þau 10.2 millj. kr. á móti 29.5 millj. kr. árið áður, á verðlagi hvers árs. Atvinnubifreiðar. Fjármunamyndun í at- vinnubifreiðum varð 67.9% meiri að magni 1963 en árið áður. Munar þar mest um auk- inn innflutning vörubifreiða, en innflutnings- verðmæti þeirra um það bil tvöfaldaðist frá árinu 1962. Verzlun, veitingar og skrifstofuhús Töluverð aukning varð á framkvæmdum í þessari grein frá 1962 til 1963. Magnaukning rnilli áranna varð 38.2%. Aukning bygginga í þessari grein á undanförnum árum stendur að miklu leyti í sambandi við tvennt. Annars veg- ar þann skort á húsnæði af þessu tagi, sem langvarandi fjárfestingarhöft höfðu skapað, en þeim var ekki aflétt fyrr en á árinu 1960. Hins vegar þörf á nýju húsnæði vegna aukinnar þjónustu, einkum í nýjum hverfum stækkandi kauptúna og kaupstaða. íbúðabyggingar Mikill fjörkippur varð í byggingu íbúðar- húsa á árinu 1963. Hefur verðmæti íbúða- bygginga verið áætlað 860 millj. kr. á því ári, miðað við verðlag þess árs. Ef miðað er við fast verðlag, er aukningin frá árinu áður 28.1%. Af framkvæmdaupphæð ársins 1963 eru 46.6% í Reykjavík, 29.1% í öðrum kaupstöðum, 18.5% í kauptúnum og 5.8% í sveitum. Framkvæmdir við íbúðarhúsabyggingar í Reykjavík 1963 voru að meirihluta við fjölbýlishús eða 66%. Annars staðar á landinu hefur bygging fjöl- býlishúsa vart verið teljandi, en breyting er að verða á þessu í stærstu kaupstöðunum. í töflu 9 er yfirlit yfir fjölda íbúða, hafinna, fullgerðra og í byggingu árin 1958—1963. Á árinu 1963 var hafin bygging 1773 íbúða, og er það 50.6% íbúðum fleira en árið áður. Mest hlutfallsleg aukning hafinna íbúða var í kaup- stöðum utan Reykjavíkur, enda voru fullgerð- ar íbúðir á þeim stöðum með allra fæsta móti 1963. í 5 stærstu kaupstöðunum utan Reykja- víkur var hafin bygging 467 íbúða á móti 163 árið áður. Fullgerðar íbúðir á öllu landinu árið 1963 voru 1303, og eru þær litlu fleiri en árið áður. Hins vegar hafa hinar mörgu byrjanir leitt til mikillar fjölgunar íbúða í smíðum. í árslok 1963 voru íbúðir í smíðum 3.128, og hafði þeim fjölgað um 17.7% frá næstu áramótum á undan. Áfallinn kostnaður við íbúðir í smíð- um í árslok 1963 er áætlaður 41% af heildar- kostnaðarverði þeirra. í töflu 10 er yfirlit yfir herbergjafjölda full- gerðra íbúða í Reykjavík, kaupstöðum og kauptúnum árin 1962 og 1963. Greinilegur munur er á herbergjafjölda í Reykjavík ann- ars vegar og kaupstöðum og kauptúnum hins vegar. í Reykjavík eru 49.2% fullgerðra íbúða 3 herbergi og minni árið 1962 og 58.8% 1963. í kaupstöðum og kauptúnum er mikill meiri- hluti íbúða 4 herbergi og stærri þessi ár. Með- alstærð fullgerðra íbúða í Reykjavík árið 1963 var 322 m3, en 372 m3 í kauptúnum og 406 m3 í kaupstöðum sama ár. Samgöngumannvirki Til fjármunamyndunar í samgöngumann- virkjum var varið á árinu 1963 439.6 millj. kr. á verðlagi þess árs. Magnaukning frá árinu 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.