Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 9

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 9
UM ÁÆTLUNARGEKÐ aðila, sem heildaráætlanirnar semur, og of lít- il áherzla á starfsemi hinna einstöku eininga. Miklu frekar væri hægt að halda því fram, að of langt hefði verið gengið í gagnstæða átt í þeim löndum, sem lengi vel fólu ekki sérstök- um og varanlegum stofnunum að sjá um gerð áætlana til langs tíma. I hópi þessara landa eru bæði Noregur og Svíþjóð. Áætlun og framkvæmd Hvert er samhengið á milli áætlunar og framkvæmdar? Hver eru áhrif áætlana á raun- verulegar ákvarðanir og framkvæmd þeirra ákvarðana, og á hvern hátt gætir þessara áhrifa? Að hvaða leyti geta áætlanir falið í sér bein fyrirmæli um tilteknar aðgerðir og að hvaða leyti eru áhrif áætlana óbein frekar en bein? Þegar þessar spurningar eru ræddar, verð- ur að sjálfsögðu að gera greinarmun á áhrifum áætlana á þær einingar efnahagslífsins, sem liggja utan hins beina valdsviðs ríkisins, og á þær einingar, sem liggja innan þess. I fyrri flokknum eru í vestrænum löndum flest at- vinnufyrirtæki og samtök þeirra. í síðari flokknum eru ráðuneyti, ríkisstofnanir og rík- isfyrirtæki. Loks er allstór milliflokkur, sem ekki er beinlínis innan valdsviðs ríkisins, en er þó undir miklum beinum áhrifum þess. I þessum flokki eru sveitarfélög og stofnanir þeirra, ríkisfyrirtæki og ríkisstofnanir, sem njóta mikils sjálfstæðis, og loks atvinnufyrir- tæki, sem njóta beins stuðnings ríkisvaldsins. Aætlanir geta ekki falið í sér bein fyrirmæli til þeirra eininga, sem liggja utan valdsviðs ríkisins. Stjórnendur þessara eininga, og þá alveg sérstaklega stjórnendur atvinnufyrir- tækja, taka ákvarðanir sínar á grundvelli mark- aðsaðstæðna og mats á þróun þessara að- stæðna. Áhrif áætlana hljóta á þessu sviði fyrst og fremst að vera óbein. Þau geta í fyrsta lagi komið fram í því, að áætlanir stuðli að mótun stefnu ríkisvaldsins í efnahagsmálum, og þá einkum í peningamálum, fjármálum og við- skiptamálum. I þeim löndum, þar sem ríkis- valdið hefur sérstaklega mikil ítök í fjármagns- markaðinum, t. d. með því að reka fjárfesting- arbanka, geta áætlanir haft mikil áhrif utan ríkisgeirans, að því leyti sem þær stuðla að mótun þeirrar stefnu, sem fylgt er við stjórn fjármagnsmarkaðarins. í öðru lagi geta áhrif- in komið fram í því, að áætlanir veiti stjórn- endum hinna einstöku eininga upplýsingar um þróun og horfur í efnahagsmálum. Áætlanir koma hér til viðbótar þeim upplýsingum, sem markaðurinn sjálfur getur gefið á hverjum tíma. Þessar upplýsingar áætlananna hafa áhrif á ákvarðanir stjórnenda hinna einstöku ein- inga og stuðla að samræmingu þessara ákvarð- ana. Þau áhrif áætlunargerðar, sem hér hefur verið lýst, eru ekki aðeins fólgin í áhrifum hinnar endanlegu áætlunar. Þau stafa ekki síð- ur frá því sambandi, sem skapast á milli hinna einstöku eininga og þess aðila, sem um heild- aráætlunina sér, meðan á sjálfum undirbún- ingi áætlunarinnar stendur. Áætlunargerðin stuðlar þannig að áætlunarframkvæmdinni. Ég hefi hér að framan rætt áhrif áætlana á þær einingar afnahagslífsins, sem liggja utan hins eiginlega valdsviðs ríkisins. Svo gæti virzt, að þegar kemur að þeim einingum, sem liggja innan þessa valdsviðs, væru viðhorfin allt önnur. Hér væru áhrif áætlana bein en ekki óbein, áætlanir sýndu endanlegar ákvarð- anir og fælu jafnvel í sér bein fyrirmæli. I reyndinni hafa áætlanir í vestrænum löndum þó yfirleitt ekki verið notaðar á þennan hátt. Það hefur verið litið á áætlanir innan ríkisgeir- ans sem eins konar viðmiðun, þegar ákvarð- anir væru teknar, en ekki sem beinar ákvarð- anir eða fyrirmæli. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst nauðsyn þess, að hægt sé að endur- skoða fyrirætlanir eftir því, sem aðstæður og horfur breytast. Af þessari ástæðu má ekki móta áætlanir sem föst og ákveðin fyrirmæli, allra sízt til langs tíma. Þess vegna er lögð 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.