Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 30
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
Vegamálastjomin.
Mildð vantar á að vegamálastjórnin hafi yfir
nægu starfsliði að ráða. Hinn fámenni starfs-
hópur þar á að framkvæma áætlunargerð og
verkumsjón vegna allra vega- og brúafram-
kvæmda á landinu. Þótt hægt sé að fá verktaka
til framkvæmdar verkanna sjálfra, dregur slíkt
ekki úr þörf fyrir sérmenntað starfslið til
áætlunargerðar og eftirlits.
Skortur tæknifræðinga og landmælinga-
mannna er einnig mikill. Slíkt starfslið getur
tekið við miklum hluta hinna einfaldari starfa
verkfræðinganna. Þá gætu verkfræðingar helg-
að sig hinum þýðingarmiklu áætlunargerðar-
og hagræðingarstörfum, en mikil nauðsyn er
á aukningu slíkrar starfsemi. Auk tæknimennt-
aðra manna er þörf á fólki með t. d. verzlunar-
menntun til úrvinnslu úr skýrslum. Slík störf
hafa mikla þýðingu í sambandi við kostnaðar-
reikninga, svo og í sambandi við umferðar-
talningar og gerð umferðaráætlana.
Það er lítil hagsýni í því að auka fjármagn
til vegagerðar frá ári til árs, án þess samtímis
að auka við það starfslið, sem sjá á um ráðstöf-
un peninganna. I nútímavegagerð er ekki
hægt að byrja undirbúningslaust að grafa og
ryðja. Aður en vinna hefst verður að gera ýtar-
legar áætlanir. Þýðingarmikið er, að skilning-
ur aukist á þessum grundvallaratriðum.
Strandferðimar.
í sérstökum kafla hér að framan er greint
frá því, hvaða rannsóknir virðast nauðsynleg-
astar við endurskipulagningu strandferða. Er
þar aðallega um að ræða athuganir á farþega-
og vöruflutningum, þ. e. a. s. hvaðan og hvert
straumarnir liggja.
Ef millilandasiglingum verður breytt
þannig, að inn- og útflutningur fari um fleiri
aðalhafnir en nú er, mun það hafa veruleg
áhrif á vöruflutninga innanlands. Þörf er á
samvinnu hinna ýmsu flutningafyrirtækja til
þess að finna beztu lausn þessa máls.
Hið hlutfallslega mikla vörumagn, sem flutt
er innanlands á ári hverju, gerir það að verk-
um, að mildð er að vinna með hagkvæmari
vörumeðferð. Hér er þörf á sérstökum athug-
unum, byggðum á samstarfi skipafélaganna og
annarra, sem hlut eiga að máli. Ef einingakerfi
í sjóflutningum á að ganga á hagkvæman hátt,
verður að laga allt flutningakerfið, skip, vöru-
geymslur og flutningatæki í höfn, að kerfinu.
Þar sem slíkt kerfi útheimtir ákveðið lágmarks-
vörumagn í hverri höfn, ef það á að vera hag-
kvæmt, hefur það áhrif á skipulagningu sigl-
ingaleiða. Af þessu leiðir, að koma verður á
samvinnu á milli flutningafyrirtækja, við-
skiptavina þeirra og stjórnarvalda, ef hag-
kvæmar og fullnægjandi lausnir eiga að fást.
Flugmálastjómin og Flugfélag Islands.
Nauðsynin á tæknimenntuðu starfsliði er
söm hjá Flugmálastjóminni, og hjá Vegamála-
stjórninni. Nauðsynlegt er að sérmenntaður
starfsmaður geti algjörlega helgað sig áætl-
unarstörfum vegna endurbóta flugvallanna.
Hjá Flugfélagi Islands virðist mest þörf á
ráðningu sérmenntaðs starfsmanns til að sjá
um kostnaðarreikninga. Hér er um að ræða
starf, sem hefur grundvallarþýðingu í sam-
bandi við flugreksturinn, ákvarðanir um gerð
og stærð flugvélastólsins o. s. frv. Sé unnið úr
reikningum og umferðarskýrslum með þetta
fyrir augum, geta þessi gögn orðið þýðingar-
mikil hjálpargögn fyrir stjórn félagsins, bæði
þegar um er að ræða fjárfestingu og daglegan
rekstur.
28