Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 26

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 26
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM sé að leysa Skjaldbreið og Herðubreið af hólmi með smíði 700—800 tonna skips. 5) Haldið sé áfram rannsóknum á farþega- og vöruflutningum. Athuga þarf hve mikið sé um farþegaflutninga með fiskiskipum, sér- staklega á leiðum frá Reykjavík til Snæfells- ness og Vestfjarða. 6) I Ijósi áframhaldandi rannsókna má sjá, hvort rétt sé að afla hraðskreiðs skips til Vestfjarðasiglinga, sem ætlað sé til far- þegaflutninga og flutninga á léttum vörum. Um leið og slíkt skip væri tekið í notkun myndi Esja eða Hekla hætta strandsigling- um. 7) Esja eða Hekla sigli á leiðinni Reykjavík— Vestmannaeyjar— Austfirðir. Athuga ætti hvort unnt sé og rétt að auka farmrými á kostnað farþegarýmis. Herjólfur haldi áfram siglingum til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Innanlandsflug. Þróun flugsins. Innanlandsflug hefur þróast mjög ört, og miðað við íbúafjölda er hér meira flogið en í nokkru landi öðru. Reynzt hefur tiltölulega ódýrt að gera nothæfa flugvelli, en fjarlægðir miklar á landi og sjó. Af þessum ástæðum hefur reynzt kleift að gera flugvelli á ýmsum stöðum, þar sem íbúafjöldi er lítill. Tafla 19 sýnir farþegafjölda í innanlandsflugi 1950— 1963. Aukningin á tímabilinu er 103%. Flugferðafjöldi er mjög mismunandi á hin- um ýmsu flugleiðum, svo og farþegafjöldi í hverri ferð. Tafla 18 sýnir tölu flugferða til hinna ýmsu flugvalla svo og meðalfarþegatölu og meðal flutningsmagn í hverri ferð. Víða er farþegatalan mjög lág. Auk farþega flytur Flugfélag íslands tals- vert vörumagn innanlands. Töflur 19 og 20 sýna skiptingu vörumagns þess, sem Flug- félagið flutti til og frá Reykjavík 19., 20. og 21. júní 1963. Talið er, að tölur þessar gefi sæmilega mynd af venjulegum flutningum F. I. I þeim er verulegt magn smásendinga, sem fljótt þurfa að komast til viðtakanda. Ekki er hægt að tala um verulega samkeppni af hálfu flugsins við bíla og skip. Heildarvöru- magnið er lítið, alls um 1000 tonn á ári. Notkun flugvéla eða bíla á stuttum leiðum. Víða hérlendis er fjarlægð lítil á milli flug- valla. Margir flugvellir eru fyrst og fremst byggðir fyrir sjúkraflug og ef til vill leigu- flug. Vegir lokast oft víða um landið á vetr- um, og fjöldi byggðarlaga einangrast stund- um mikinn hluta ársins. Flugvélar eru dýr flutningatæki til notk- unar á stuttum leiðum t. d. 30—50 km. Til þess að gefa glögga mynd af þessu er hér gerður samanburður á flutningakostnaði með flugvél og bíl á þremur leiðum (sjá töflu 21). Hvað flugvélina snertir eru notaðar tölur úr ársreikningum Flugfélagsins fyrir DC-3 flugvélar. Utkoman yrði flugvélum eitthvað hagstæðari, ef miðar væri við smærri vélar, en reikningar fyrir rekstur slíkra flugvéla hafa ekki verið fáanlegir. Breytilegur kostnaður er talinn frá því, að brautarakstur hefst á aðal- flugvelli, þar til lent er á minni flugvelli. Reiknað er og með flutningskostnaði að og frá flugvöllum. Ekki er reiknað með afskriftum á flugvélum, þar eð þessar vélar eru nú að mestu afskrifaðar. Aðalkostnaðarliðir flug- ferðarinnar verða þá viðhald, flugvallarkostn- aður, eldsneyti, laun og flutningar til og frá flugvelli. Hvað almenningsbílnum viðvíkur eru helztu kostnaðarliðirnir laun, eldsneyti, afskriftir og viðhald. Greinilegt er á tölunum í töflu 22, að flutn- ingskostnaður almenningsbílsins er mildð lægri á þessum stuttu vegalengdum. Kostnaður flug- vélarinnar við að athafna sig á flugvellinum og að ná flughæð er mjög mikill að tiltölu, þegar um svo stuttar leiðir er að ræða. Flug- vélin notar meira eldsneyti til aksturs á flug- 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.