Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 15

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 15
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI Dreifing byggðarinnar frá sjónarmiði samgangnanna. Lágmarkskröfur eru gerðar um gerð allra samgöngufjármuna, hversu lítil sem umferð er. Vegir og flugvellir þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur um breidd, lengd og burðar- þol, þótt umferð sé lítil, og tillit verður einn- ig ætíð að taka til öryggis við lagningu vega. Svipuðu máli gegnir um gerð og útbúnað flug- valla og hafna. Til samgöngutækjanna sjálfra eru einnig gerðar kröfur um stærð og tækni- lega eiginleika vegna öryggis og þæginda. Af þessum ástæðum hlýtur kostnaður við samgöngur í strjálbýlu landi sem íslandi að vera mjög hár, bæði hvað snertir stofnkostnað samgöngufjármuna og reglubundinn rekstur samgöngutækja um landið allt. Viðhald vega, hafna og flugvalla verður að takmarka eins og frekast er unnt, en það verður samt sem áður mjög dýrt miðað við hverja umferðar- einingu. Mjög þétt byggð getur hins vegar einnig valdið erfiðleikum og kostnaðarauka í samgöngum. Frá samgöngusjónarmiði séð er því ákjósanlegast, að þéttleiki byggðarinnar sé verulegur, en fari þó ekki yfir ákveðin mörk. Á evrópskan mælikvarða er Noregur mjög strjálbýlt land, en þar búa þó um 10 manns á ferkílómetra til jafnaðar samanborið við 1.8 á íslandi. í Noregi eru um 70 manns á hvem kílómetra vegar, en á íslandi um 16. Auk þess býr um helmingur íslenzku þjóðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu, en í Noregi aðeins um 15%. Jafnvel í þéttbýlustu landbúnaðarhéruðum ís- lands, eins og á Suðurlandi, Vesturlandi og Eyjafirði, býr fólk mjög dreift, og stór land- svæði eru óræktuð, þótt ekki séu þau lakari en þau ræktuðu, hvað landgæði snertir. Hin strjála byggð er alvarlegasti þröskuldur góðs og hagkvæms samgöngukerfis. Að vísu er vegakerfið mikið að vöxtum, mælt í kíló- metrum, og fáir sveitabæir eru nú án vega- sambands í einhverri mynd. Hins vegar er gæðum kerfisins mjög ábótavant. Eftir því, sem bílum fer fjölgandi, verður meiri nauð- syn á auknu viðhaldi og endurbótum vega- kerfisins. Viðhaldskostnaður hlýtur því að auk- ast hröðum skrefum, en veruleg aukning hans getur aftur á móti dregið úr æskilegum ný- byggingum- í töflu 2 er gerður samanburður á útgjöldum til viðhalds og nýbygginga vega í Noregi og íslandi. í Noregi eru útgjöld vegna vegaviðhalds alls um, 32.000 ÍKr. á kílómetra, en á íslandi um 7.000 ÍKr. Að nokkru má skýra þennan mismun með meiri umferð á norskum vegum. En þótt norskir fylkis- og sveitavegir séu ein- ir teknir til samanburðar, er viðhaldskostnaður þeirra norsku samt þrisvar sinnum hærri en þeirra íslenzku. Efnisöflun til vegagerðar mun auðveldari á íslandi en í Noregi, en veiga- mestu kostnaðarliðirnir, vinnuafl og vélar, eru á svipuðu verði í báðum löndunum. Viðhald vega á íslandi virðist því mun lakara en í Noregi, og er vegaviðhald í Noregi þó alls ekki til fyrirmyndar. Ef viðhald vega ætti að vera jafngott á íslandi og í Noregi, færi meira en allt ráðstöfunarfé vegamálanna í hít vega- viðhaldsins. í töflu 3 eru sýndar niðurstöður útreikninga, sem gerðir hafa verið á Vegamálskrifstofunni. Þar sést, að viðhaldskostnaður á kílómetra hef- ur farið lækkandi á tímabilinu 1949—1962. Aukin vélvæðing mun valda nokkru um lækk- unina, en að verulegu leyti stafar hún af versnandi viðhaldi. Er sú þróun hin varhuga- verðasta. Niðurstaða þess, sem að framan er sagt, er sú, að stefna beri að auknum þéttleika byggð- arinnar. í þessu sambandi er sérstaklega þýð- ingarmikið, að þéttbýliskjamar nái að þróast í hverju byggðarlagi. Þetta ætti að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar um hafnargerðir, staðsetningu iðnfyrirtækja, og önnur þau at- riði, sem mikil áhrif hafa á skipun byggðar- innar. Myndun slíkra byggðarkjarna ætti einnig að vera þýðingarmikið markmið stefn- unnar í landbúnaðarmálum. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.