Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 7

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 7
UM ÁÆTLUNARGERÐ Kostir áætlunargerðar Gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlana er þannig tæknileg aðferð við að beita ákveðnum tækjum til að ná tilteknum markmiðum. Rétt er, einmitt í grein, sem fjallar um áætlunar- gerð, að benda á, að markmiðin og tækin eru þýðingarmeiri en aðferðin við að beita tækj- unum. Það skiptir miklu meira máli, að alls staðar á Vesturlöndum er nú stefnt að sömu markmiðum í efnahagsmálum og notuð í stór- um dráttum sömu tækin til að ná þeim mark- miðum, heldur en hitt, hvort aðferðirnar, sem beitt er við notkun tækjanna, hafa að meira eða minna leyti búning áætlunargerðar. Hin miklu tímamót urðu, þegar ríkisvaldið tók á sig þá skyldu, að stefna að fullri atvinnu, al- mennri velmegun, örum hagvexti og efnahags- jafnvægi, en ekki þegar farið var að beita áætlunargerð til þess að stuðla að því, að þessi markmið næðust. Það er heldur ekki hægt að færa rök fyrir því, að þau lönd, sem beitt hafa áætlunargerð í ríkum mæli, hafi enn sem kom- ið er náð betri árangri í að ná þeim markmið- um, sem stefnt var að, heldur en hin, sem beittu áætlunargerð í minna mæli eða alls ekki. Þetta á áreiðanlega bæði við um iðnaðar- löndin og þróunarlöndin. Á hinn bóginn getur verið, að hægt sé að færa fyrir því líkiu-, að betri árangur hafi náðst í tilteknu landi á grundvelli áætlunargerðar, en náðst hefði í því sama landi á grundvelli annarra aðferða, sem til greina kæmi að beita. Eigi að síður hefur áætlunargerð ýmsa aug- Ijósa kosti umfram aðrar óformlegri og óskipu- legri aðferðir. Þessir kostir, ásamt meiri full- komnun og hraða í gerð þjóðhagsreikninga og annars nauðsynlegs talnalegs grundvallar yfir- leitt, munu sjálfsagt stuðla að því, að áætlunar- gerð haldi áfram að aukast og eflast eins og hún hefur gert að undanförnu. Framfarir í ekonometriskum aðferðum munu sennilega stuðla að því sama, enda þótt slíkar aðferðir hafi enn sem komið er aðeins verið notaðar að litlu leyti við gerð þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlana. Kostirnir við notkun þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlana í stjórn efnahagsmála eru fyrst og fremst fólgnir í því, að áætlanir gera það kleift að skoða hugsanlegar ákvarðanir í heildarsamhengi efnahagsmálanna. Þannig er í fyrsta lagi hægt að gera sér ljósari grein en ella myndi fyrir þeim ytri sldlyrðum, sem skapa þróun efnahagsmála ákveðinn ramma. í öðru lagi er á tiltölulega einfaldan og ljósan hátt hægt að sjá, að hve miklu leyti tiltekin efnahagsleg markmið eru samræmanleg. I þriðja lagi skapar áætlunargerð grundvöll til að samræma ákvarðanir og aðgerðir einstakra aðila, tryggja það, að einn viti um annars gerð- ir og geti teldð sínar eigin ákvarðanir í því Ijósi, og að tiltekinni aðgerð sé fylgt eftir með annari aðgerð á öðru sviði, sem nauðsynleg er til þess að tilætlaður árangur náist. Það leiðir svo einnig af þessum sömu kostum, að gerð þjóðhags- og framkvæmdaáætlana getur stuðlað að auknum skilningi á efnahagsmálum hjá stjórnmálamönnum, forustumönnum hags- munasamtaka, embættismönnum og öllum al- menningi, og getur þannig auðveldað stjórn efnahagsmála. Tvö atriði skipta mestu máli í sambandi við áætlunargerð. Þau eru í fyrsta lagi samband- ið á milli þeirra aðila, sem að áætlunargerð standa, og í öðru lagi samhengið á milli áætl- unar og framkvæmdar. Þessi atriði munu nú rædd, hvort í sínu lagi. Aðilar áætlunargerðar Þeir aðilar, sem að áætlunargerð standa, eru annars vegar sú stofnun, sem heildaráætlanir semur, og sú ríldsstjórn, sem að baki þeirrar stofnunar stendur, hins vegar hinar fjölmörgu einingar efnahagslífsins, atvinnufyrirtæki, samtök atvinnufyrirtækja í einstökum grein- um, sveitarfélög og stofnanir þeirra, ríldsfyrir- tæki, ríkisstofnanir og ráðuneyti. Það skiptir 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.