Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 21

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 21
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI spáin til gífurlega mikillar umferðaraukningar í þéttbýli og umhverfis þéttbýlisstaði. Fullvíst er, að núverandi vegakerfi á slíkum svæðum er með öllu ófullnægjandi til að taka á móti þessari umferðaraukningu, og jafnvel þeirri umferðaraukningu, sem fyrirsjáanleg er allra næstu árin. Vegakerfi dreifbýlissvæðanna hef- ur hins vegar nægilega afkastagetu um fyrir- sjáanlega framtíð. Eigi að síður mun þörf ýmissa umbóta á vegakerfi þeirra svæða, þótt þær umbætur séu annars eðlis en á þéttbýlis- svæðunum. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með þróun umferðarinnar, bæði með venjulegum um- ferðartalningum, svo og með fyrirspurnartaln- ingum. Tilgangur slíkra talninga er að fá upp- lýsingar um hvaðan og hvert umferðin fari. Forgangsröðun framkvæmda. Stöðugt koma fram óskir um miklar vega- framkvæmdir. En með hinu takmarkaða fjár- magni, sem til ráðstöfunar er, er einungis unnt að uppfylla lítinn hluta óskanna. Efnahagur landsins setur takmörkin fyrir þeirri heildar- fjárhæð, sem unnt er að verja til framkvæmd- anna. Því er nauðsynlegt að raða þeim fram- kvæmdum, sem til greina koma, í einhvers- konar forgangsröð. Þá röðun verður að fram- kvæma eftir hlutlægum sjónarmiðum. Hér á eftir eru lögð drög að kerfi til flokkunar vega eftir forgangsröð. Hentugt er að flokka vegi landsins í þrjá aðalflokka: a. Vegir umhverfis þýðingarmestu þéttbýlis- staðina. b. Mikilvægir millibyggðavegir. c. Sveitavegir. Hér á eftir skal rætt um röðun framkvæmda í tveimur fyrri flokkunum. a. Vegir í þéttbýli. Hvað snertir vegina í aðalþéttbýlissvæðun- um er aðalkrafan sú, að vegirnir hafi næga afkastagetu til að anna umferðarþörfinni. Ef ófullnægjandi afkastageta veldur daglegum töfum á umferð, þannig, að fólk komi of seint til vinnu og vöruflutningar teppist, verður at- vinnulífið beint og óbeint fyrir miklu tjóni. Endurbætur slíkra vega gefa þess vegna til- tölulega mikið í aðra hönd, en þær eru fólgn- ar í lagningu varanlegs slitlags, fjölgun ak- brauta, endurbótum á gatnamótum, o. s. frv. Fremur auðvelt er að reikna út arðsemi fjár- festingar í slíkum vegum. Að ýmsu leyti er ódýrara að leggja vegi á íslandi en í öðrum löndum vegna lægra landverðs. Á hinn bóginn verður að gera tiltölulega háar kröfur til arð- semi, vegna þeirra miklu óleystu verkefna, sem fyrir hendi eru í landinu, og þess takmarkaða fjármagns, sem er til reiðu til lausnar þessara verkefna. Sennilega þarf arðsemi fjárfestingar í þéttbýlisvegum að vera 12—15% miðað við ársvexti. b. Millibijggðavegir. Um millibyggðavegi gegnir nokkuð öðru máli en þéttbýlisvegina. Vegna lítillar um- ferðar er ekki hægt að grundvalla forgangs- röðina á arðsemi á sama hátt og gert er fyrir þéttbýlisvegina. Hér á eftir mun sýnt, hvernig eigi að síður er hægt að grundvalla forgangs- röðun þessara vega. Endurbætur á millibyggðavegum felast fyrst og fremst í aukningu burðarþols og um- ferðarhraða, endurbótum yfirborðs og upp- byggingar og tryggingu vegasambands á vetr- um. Áður en hægt er að hefjast handa um markvissar og kerfisbundnar endurbætur milli- byggðavega á landinu öllu, er nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir ástandi og gæðum þess vegakerfis, sem fyrir er. I því skyni er nauðsynlegt að koma á kerfisbundnu gæða- mati. Þegar slíku heildarmati er lokið, er unnt að afmarka þá vegarkafla, sem lélegastir eru, og hefja endurbætur þeirra fyrst. Við gæða- mat skipta eftirtalin atriði höfuðmáli: 1. Burðarþol og uppbygging. 2. Ferill vegarins, en með því er átt við 19 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.