Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 24
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
meiriháttar höfnin, þar sem taka verður tillit
til flóðs og fjöru. Þótt veður séu oft vond
undan ströndum Islands og þar af leiðandi
geti stundum verið erfitt að halda áætlun, eru
aðstæður ekki erfiðari hér en t. d. undan
ströndum Finnmerkur. Þar hafa strandferða-
skip og flóabátar fastar áætlanir, og mestan
hluta ársins er unnt að halda þær áætlanir.
Aðstæður benda því til, að rétt sé að gera til-
raunir með fastar áætlunarferðir hér á landi.
Avinningur við fastar áætlunarferðir er
mikill. Hvað vöruflutninga snertir skiptir
miklu máli, að auðveldara er bæði fyrir send-
anda og móttakanda að hagnýta sér ferðirnar.
Sennilegt er, að vöruflutningar skipanna auk-
ist eftir því, sem notendur venjast hinum föstu
áætlunum. Vörugeymslur þurfa og ekki að
vera eins stórar. Þetta á sérstaklega við í
Reykjavík, þar sem vörur eru oft farnar að
hrúgast upp í vörugeymslum Skipaútgerðar-
innar mörgum dögum fyrir brottför. Með föst-
um áætlunarsiglingum er og hugsanlegt, að
hægt sé að komast hjá að hafa fleiri en eitt
til tvö skip í Reykjavíkurhöfn samtímis, sem
hefur verulega þýðingu vegna þrengsla í höfn-
inni.
Ilvað farþega áhrærir hefur föst áætlun enn
meira gildi. Farþegarnir eiga auðveldara með
ráðstöfun tíma síns og mun auðveldara er um
tengingu við áætlunarferðir bifreiða.
Rannsóknir á farþega og vöruflutningum
Skipaútgerðar ríkisins.
Við gerð skýrslu þessarar var framkvæmd
rannsókn á farþega- og vöruflutningum Skipa-
útgerðar ríkisins. Gerð var athugun á farmiða-
heftum og farmskrám skipanna fyrir tvær ferð-
ir vestur um land og tvær ferðir austur um á
tímabilinu febrúar—marz 1963. Auk þessa var
samsvarandi athugun gerð á flutningum M/S
Herjólfs á 14 daga tímabili þessa sömu mán-
uði. Samsvarandi athugun, en nokkuð um-
fangsminni, var gerð fyrir júní. A grundvelli
þessara rannsókna var reiknuð hlutfallsleg
skipting flutninga á milli landshluta. í þeim
útreikningum var vetrarathugunin látin vega
/3 á móti sumarathuguninni %. Skipting heildar-
flutninga Skipaútgerðarinnar árið 1962 var
áætluð eftir þessum niðurstöðum.
Tafla 14 sýnir skiptingu farþegafjölda á
eftir landshlutum. Kemur í ljós, að veru-
legir farþegaflutningar eiga sér stað til ein-
ungis þriggja landshluta,, þ. e. Vestfjarða,
Vestmannaeyja og Austfjarða. Það er því ein-
ungis til þessara landshluta, sem útgerð far-
þegaskipa mun eiga rétt á sér í framtíðinni.
Til Norðurlandshafna allra á milli Isafjarðar
og Vopnafjarðar er því rétt að gera út skip,
sem fyrst og fremst eru gerð til vöruflutninga.
Umferð til og frá Vestfjörðum er meiri en
til og frá Austfjörðum enda fjarlægðin minni.
Enda þótt samgöngur á landi á milli Vest-
fjarða og Reykjavíkur færu batnandi, er sjó-
ferðin það stutt, að hún mundi ekki taka mik-
ið lengri tíma en bílferðin. Hraðskreitt far-
þegaskip ætti að hafa góða samkeppnisað-
stöðu á þessari leið. Slíkt skip ætti einnig að
geta tekið léttar vörur.
Erfiðara er að fullnægja þörf farþegaflutn-
inga á milli Reykjavíkur og Austfjarða sjó-
leiðis. Landsamgöngur skipta og litlu máli á
þessari leið vegna vegalengdar og erfiðra
landfræðilegra aðstæðna. Margt bendir til, að
rétt sé að tengja Austfirðina betur við Akur-
eyri með góðum vetrarvegi og örum flugsam-
göngum. Slíkt mundi ýta undir þróun Akur-
eyrar, með örvun viðskipta og þjónustustarf-
semi þar. Vegalengdin til Akureyrar er ein-
ungis helmingur vegalengdarinnar til Reykja-
víkur, hvort sem er á landi eða í lofti. Efling
Akureyrar mundi og draga úr ferðaþörf Norð-
lendinga til Reykjavíkur. Rétt er að veita þessu
máli nána athygli í framtíðinni.
Hægt er að fullnægja þeirri farþegaflutn-
ingaþörf, sem enn er til og frá Norðurlands-
höfnum og í milli þeirra, með vöruflutninga-
skipum, sem hefðu takmarkað farþegarými.
Þegar vegakerfi á Norðurlandi batnar, mun
22