Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 25
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI
mestur hluti farþegaflutninga á milli staða
norðanlands fara fram landleiðis. Þegar opn-
ast hafa öruggir vetrarvegir til staðanna um-
hverfis Akureyri, er sennilegt að núverandi
flutningar M/S Drangs leggist niður að mestu,
og er þá athugandi að láta hann þjóna öðr-
um höfnum.
í töflum 7 til 13 gefur að líta skiptingu far-
þegaflutninga á landi á milli landshluta sam-
kvæmt umferðartalningu sumarið 1963. Reikna
má með um 20% meiri umferð um helgar á
talningarstöðunum. Vetrarumferð er að sjálf-
sögðu mjög frábrugðin sumarumferð, en ekki
hefur verið hægt að framkvæma umferðar-
talningar sem þessar að vetrarlagi.
Tafla 15 sýnir vöruflutninga Skipaútgerðar-
innar 1962 með áætlaðri skiptingu samkvæmt
framansögðu. Um 70% flutninganna eru frá
Reykjavík. Illutfallslega mikill hluti varanna
fer til Austfjarða. Næst mestir vöruflutningar
fara um Akureyri. Vörumagn frá Vestfjörðum
til annarra íslenzkra hafna er mjög lítið.
Eitt vandamál flutninga til og frá Vest- og
Austfjörðum er, hve lítið vörumagn er flutt
frá höfnum í þessum landshlutum. Ef skip eru
byggð, sem hæfa flutningsmagni frá Reykja-
vík til þessara landshluta, nýtist vörurými
þeirra mjög illa á bakaleið. Vörumagn frá
Reykjavík til hafnanna frá Hornafirði til
Vopnafjarðar er 10.250 tonnn, en á bakaleið
2250 tonn, eða 22%. Þetta hlutfall myndi breyt-
ast til batnaðar, ef beinir flutningar frá út-
löndum ykjust til ákveðinna aðalhafna í þess-
um landshlutum.
Eimskipafélag Islands hefur hug á að miða
flutninga sína við nokkrar aðalhafnir utan
Reykjavíkur, eina í hverjum landshluta. Þess-
ar hafnir eru ísafjörður, Akureyri, Reyðar-
fjörður og e. t. v. Vestmannaeyjar. Miðað við
hæfilega stærð skipa getur borgað sig að flytja
vörur beint til þessara hafna fremur en að
umskipa vörunum í Reykjavík. Væri mjög
æskilegt, að skipafélögin hæfu samstarf um
dreifingu vara um landið.
Samanborið við sjóflutninga eru vöruflutn-
ingar á landi tiltölulega litlir bæði hvað
snertir Vestfirði og Austfirði. Ef reiknað er
með, að vegurinn um Grímsstaði og Möðru-
dalsöræfi sé opinn 100 daga á ári, getur heild-
arvörumagn, sem flutt er þá leið verið um
4800 tonn.
I töflu 16 er sýnd skipting vöruflutninga
skipa og bíla eftir vörutegundum. Sjá má, að
um flutning ýmissa vörutegunda er samkeppni
á milli skipa og bíla. Reikna má með„ að sú
samkeppni harðni í framtíðinni.
Niðurstöður.
Eins og að framan var getið, er erfitt að
áætla það vörumagn, sem flutt verður í strand-
flutningum í framtíðinni, fyrr en reynsla er
fengin af raunverulegri samkeppnishæfni skip-
anna við eðlilegar aðstæður. Auk þess mundi
aukinn fjöldi innflutningshafna hafa áhrif til
breytinga á vörustraumunum. Heildarvöru-
magn mun þó aukast með vaxandi þjóðarfram-
leiðslu. Ekki er unnt að segja fyrir um fjár-
festingarþörf í strandferðum fyrr en meira er
vitað um áðurnefnd atriði. Hér á eftir fara
tillögur, sem að mestu eru byggðar á því, sem
sagt er hér að framan í þessum kafla.
1) Semja ætti nýja reglugerð um farmgjöld,
sem miðuð sé við landshluta. Vöruflokkun
sé sú sama hvað snertir farm- og hafnar-
gjöld. Höfð sé hliðsjón af raunverulegum
kostnaði.
2) Flekakerfið sé reynt á Skjaldbreið eða
Herðubreið, og síðan á öðrum skipum
Skipaútgerðarinnar.
3) Sé reynslan af notkun vörufleka hagstæð,
verði reyndar siglingar með föstum brott-
ferðartímum.
4) Þessar breytingar eiga að leiða í ljós hina
raunverulegu samkeppnishæfni skipanna
gagnvart vörubílunum. Með hliðsjón af
þeirri reynslu, sem fæst af vöruflutningum
í þessu formi, er hægt að ákveða hvort rétt
23