Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 23
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI
ákvörðun framkvæmda. Fleiri atriði skipta og
máli. En matskerfi þetta gefur mjög góða
heildarmynd af vegakerfinu, og þótt tekið sé
tillit til fleiri atriða, skapar það grundvöll til
flokkunar framkvæmdanna á mjög hagkvæm-
an hátt.
Strandsiglingarnar.
Samkeppnisaðstaða strandsiglinganna.
Næstum 90% íslenzku þjóðarinnar búa inn-
an 10 kílómetra frá höfn. Af því, sem að fram-
an var sagt um byggðaþróun landsins, má
draga þá ályktun, að þetta hlutfall fari frek-
ar vaxandi en lækkandi. Því virðist, að í grund-
vallaratriðum ættu strandsiglingar í framtíð-
inni að hafa góða samkeppnisaðstöðu gagn-
vart öðrum greinum samgöngukerfisins. A
hinn bóginn fer vegakerfi landsins fram á
hverju ári. Burðarþol veganna eykst, en það
auðveldar notkun stærri og hagkvæmari vöru-
bíla. Vaxandi hluti þjóðarinnar hefur og eigin
bíl til umráða, en það dregur úr stuttum sjó-
ferðum. Einnig virðist augljóst, að almenn
tekjuaukning muni smám saman bæta sam-
keppnisaðstöðu flugsins á langleiðum, þar eð
menn munu þá meta tímasparnað og þægindi
meira en nú er.
Tafla 5 sýnir annars vegar tölu skrásettra
vörubíla og áætlað burðarþol þeirra alls, og
hinsvegar vöruflutninga helztu skipafélaga
með ströndum fram. Tafla 6 sýnir farþega-
flutninga Skipaútgerðar ríkisins og Flugfélags
Islands til Vestfjarða og Austfjarða. Greini-
legt er, að ferðalög á sjó standa í stað en flug-
ferðum fjölgar mjög.
Þrennt er það, sem torveldar Skipaútgerð
ríkisins að sýna raunverulega samkeppni-
hæfileika sína gagnvart öðrum greinum sam-
gangna. í fyrsta lagi farmgjöldin, í öðru lagi
aðferðirnar við meðferð varanna og í þriðja
lagi hinar óreglulegu áætlanir. Farmgjöldin
eru rædd í sérstökum kafla hér að framan, en
hin atriðin tvö skulu rædd hér á eftir.
Vörumeðferð.
Nútíma vörumeðferð er að mildu leyti
byggð á einingaförmum, þar sem vörueining-
arnar eru annaðhvort vöruflekar eða stórir
vörugeymar. Flekar og geymar eru fluttir til
algjörlega vélrænt, með gaffallyfturum, á sér-
stökum vöruvögnum o. þ. h. Kostir þessa eru,
að ferming og afferming verða mun ódýrari
og taka skemmri tíma, og vörurnar verða síð-
ur fyrir skemmdum en ella. Aðalgallinn er sá,
að farmrými skipanna nýtist ver. Utilokar það
notkun fleka eða geyma í löngum sjóferðum,
þar sem flutningskostnaðurinn sjálfur er til-
tölulega hár í hlutfalli við heildarkostnað. Á
hinum tiltölulega stuttu leiðum í strandsigl-
ingum skiptir þetta hinsvegar mun minna
máli. Annar galli flekakerfisins er sá, að
nauðsynlegt er að hafa birgðir fleka í hverri
höfn, svo vörur séu tilbúnar til útskipunar
þegar skip koma. Þetta getur leitt til tiltölu-
lega mikils kostnaðar við flekana, ef mikill
mismunur er á flutningamagni á millli ferða,
eða á milli lestunar- og losunarmagns. Til þess
að kerfi sem þetta njóti sín sem bezt, þurfa
bæði sldp, vörugeymslur og vélbúnaður, að
henta kerfinu. Farið hefur fram athugun á
hagnýtingu þessarar tækni hjá Skipaútgerð
ríkisins. Hefur verið lagt til að gerð verði
tilraun til notkunar fleka í þeim skipum, sem
nú eru í notkun. Verulega þýðingu hefur að
öðlast reynzlu í notkun þessarar tækni hér-
lendis. En hinir raunverulegu yfirburðir fleka-
kerfisins koma bezt í Ijós, þegar byggð hafa
verið skip, sem henta því sérstaklega.
Þýðing fastra áætlana.
Skip Skipaútgerðar ríkisins hafa hingað til
ekki haft raunverulega fasta áætlun. Bæði í
hringferðum og í styttri ferðum, til dæmis til
Vestfjarða og Akureyrar, hefur brottfarardag-
ur og tími verið breytilegur. Hinar tíðu breyt-
ingar á áætlunum hafa í för með sér stöðugar
breytingar á komu- og brottfarartímum í öll-
um höfnum. Höfn í Hornafirði er nú eina
21