Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 42

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 42
Fjármunamyndunin 1963 Grein þessi er rituð í Efnahagsstofnuninni af Eyjólfi Björgvinssyni. Efnahagsstofnunin hefur nýlega lokið við að áætla fjármunamyndun ársins 1963. Verð- ur hér á eftir gerð grein fyrir þeim niðurstöð- um, er fengizt hafa. Með fjármunamyndun er hér átt við verga aukningu nýrra varanlegra fjármuna á mark- aðsverði. Tillit er því ekki tekið til rýmunar eða viðhalds eldri fjármuna. Heildarfj ármunamy ndunin Heildarfjármunamyndun áranna 1960—1963 er sýnd í töflu 1, bæði á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 1960. Sundurliðun er gerð á þrjá vegu: eftir atvinnuvegum, geirum og tegundum fjármuna. Tafla 2 sýnir hlutfallslega skiptingu fjármunamyndunarinnar og tafla 3 magnþróun hennar þessi sömu ár. Loks er í töflu 4 sundurliðað yfirlit eftir atvinnugrein- um. Árið 1963 nam heildarfjármunamyndun 3.842 millj. kr. á verðlagi þess árs, og varð magnaukning frá árinu áður 30.3%. Hefur fjár- munamyndunin aldrei áður verið meiri. Nem- ur aukningin frá árinu 1960 um 18.5%, en það ár hafði fjármunamyndunin orðið mest áður. í þjóðhags- og framkvæmdaáætluninni var gert ráð fyrir, að fjármunamyndun ykist um 19% milli áranna 1962 og 1963. Aukningin hef- ur því í reynd orðið talsvert meiri. Fram- kvæmdir hins opinbera voru þó í heild svip- aðar því, er áætlunin gerði ráð fyrir, sömu- leiðis fjármunamyndun í fiskveiðum og vinnslu fiskafurða. í öðrum greinum var fjármuna- myndun meiri en framkvæmdaáætlunin gerði ráð fyrir. Ef miðað er við verðlag hvers árs, voru 52.1% af fjármunamyndun ársins 1963 í at- vinnuvegunum, 22.4% í byggingu íbúðarhúsa og 25.5% í framkvæmdum hins opinbera. Er þetta svipuð hlutfallsleg skipting og árið 1960. Árin 1961 og 1962 var hlutfall atvinnuveganna nokkru lægra, en opinberu framkvæmdirnar voru þeim mun hærri hlutfallslega. Hlutdeild íbúðarhúsabygginga í heildarfjármunamynd- uninni hefur verið mjög stöðug árin 1960— 1963, frá 22.1 til 23.1%. Fjármunamyndun í einstökum atvinnugreinum er nokkru óstöð- ugri, en stórvægilegar sveiflur verða þar ekki frá ári til árs nema í fiskveiðum. Árið 1963 varð magnaukning í fjármuna- myndun atvinnuveganna frá árinu áður 39.5%, íbúðarhúsabyggingar ukust um 28.1%, og fram- kvæmdir hins opinbera urðu 15.7% meiri. Byggingarframkvæmdir í heild ukust um 21%, þ. e. nokkru minna hlutfallslega en íbúðar- húsabyggingar. Landbúnaður Fjármunamyndun í landbúnaði 1963 varð 17.9% meiri að magni en árið áður. Þessi aukn- ing stafar eingöngu af auknum búvélakaup- um bænda, en önnur fjármunamyndun var 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.