Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 18
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
kostnaðar. Fyrirkomulag þetta olli Eimskipa-
félagi íslands miklu tjóni.
Til að vega á móti því tjóni, varð félagið
að leggja mun hærri farmgjöld á aðrar vörur,
svo sem á fiskafurðir í útflutningi og ýmsar
innfluttar vörur. Þetta varð aftur á móti til
þess, að útflytjendur tóku að koma sér upp
eigin skipaflota. Þessi skip höfðu þá einnig
aðstöðu til að taka að sér arðbæra flutninga
frá útlöndum með litlum tilkostnaði. Þetta
hefur veikt hæfni Eimskipafélagsins til sam-
keppni, leitt til lélegrar nýtingar á skipum
þess og hindrað, að floti þess héldi áfram að
þróast í eðlilegu samræmi við vöxt flutninga-
þarfarinnar.
Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er hér þörf
breytinga af tvennum ástæðum fyrst og fremst.
í fyrsta lagi hlýtur þetta fyrirkomulag til
lengdar að leiða til þess, að millilandasigling-
ar dragi til sín meira vinnuafl og fjármagn
en nauðsyn krefur. í öðru lagi er mikil hætta
fólgin í því, að vöruflutningar safnist á hend-
ur fárra út- og innflytjenda, en Eimskipafélag-
ið verði ekki fært um að veita hinum mörgu
smáu út- og innflytjendum nægilega þjónustu.
Mikil nauðsyn er því að auka samkeppnina og
skapa heilbrigðari verðlagningu í millilanda-
flutningum en ríkjandi hefur verið.
Vöruflutningar með ströndum fram.
Farmgjöld Skipaútgerðarinnar eru þau
sömu, hvort sem varan fer langa leiða eða
skamma, frá Reykjavík til Ólafsvíkur eða til
Raufarhafnar, frá Reyðarfirði til Neskaupstað-
ar eða frá Reyðarfirði til ísafjarðar. Rök þessar-
ar verðstefnu er óskin um að halda vöruverði
sem jöfnustu um landið allt. Vandalaust var
að halda þessu kerfi uppi meðan Skipaútgerð-
in ein annaðist að mestu flutninga um landið
án samkeppni frá öðrum aðilum. En endur-
bætur vegakerfisins og tilkoma hinna burða-
miklu dísilvörubíla hefur valdið Skipaútgerð-
inni æ vaxandi samkeppni og við slíkar að-
stæður hefur sú verðlagningaraðferð, sem fylgt
hefur verið, alvarlegar efnahagslegar afleið-
ingar.
Þar sem farmgjöldin eiga að greiða reksturs-
kostað útgerðarinnar, eða a. m. k. mikinn
hluta hans, hljóta þau að vera óeðlilega há á
styttri leiðunum. Veitir þetta vörubílunum
óeðlilega góða samkeppnisaðstöðu á þeim
leiðum og verður til þess, að vörur eru flutt-
ar með bílum, sem hagkvæmara væri að flytja
með skipum. Á lengri leiðum veita hin óeðli-
lega lágu farmgjöld skipunum yfirburðaað-
stöðu, sem getur leitt til þess, að vörur séu
fluttar með skipum, sem hagkvæmara væri að
flytja með bílum. Á móti þessu vegur þó væg
skattlagning dísilbílanna, sem nánar verður
rædd í kafla um sköttun vörubifreiða.
Vörubíllinn hefur einn veigamikinn kost
umfram flutningaskipið. Hann getur flutt vör-
una beint frá sendanda til móttakanda, og er
öll umskipun því óþörf. Hins vegar ættu sjó-
flutningar að vera mun ódýrari, eánkum á
lengri leiðum. íslenzk fjöll og heiðar valda
miklum erfiðleikum og kostnaði við landflutn-
inga. Þessar tvær tegundir flutningatækja hafa
þannig hvor um sig sína kosti, en fá ekki eins
og er notið sín á réttan hátt vegna ríkjandi
verðstefnu. Afleiðingin er sú, að flutningar
verða þjóðfélaginu dýrari en þeir þurfa að
vera.
Jöfnu farmgjöldin í strandflutningum fela í
sér mjög vafasaman ávinning fyrir byggðina
utan Reykjavíkur. Þau draga verulega úr þeirri
náttúrulegu vemd, sem ýmsir bæir úti á landi
ættu að njóta gagnvart iðnaði og verzlun
Reykjavíkur, og hamla þannig gegn uppbygg-
ingu slíkra atvinnugreina heima í héraði. —
Heildsala og iðnaðarframleiðsla í Reykjavík
nær með jafnlitlum tilkostnaði til flestra íbúa
landsins, og hana þarf því ekki að flytja nær
mörkuðunum, sem selt skal á. Þannig gera
lágu farmgjöldin landsbyggðina háðari Reykja-
vík en ella, stuðla að vexti Reykjavíkur og við-
halda aðstöðu hennar sem hinnar einu megin-
miðstöðvar iðnaðar og verzlunar í landinu.
16