Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 44

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 44
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM inu 1962. Nemur magnaukningin um 90.4%. Eins og árið áður voru byggingar að meiri- hluta sláturhús og kjötfrystihús, en vélbúnað- urinn fór aðallega til mjólkurvinnslu. Vinnsla sjávarafurða. Fjármunamyndun í vinnslustöðvum sjávarútvegsins varð aðeins minni að magni árið 1963 en árið áður eða 2.8%. Byggingar ukust þó nokuð, en vélvæð- ingin var þeim mun minni. Byggingarfram- kvæmdir voru 88.9 millj. kr. á verðlagi ársins. Af þeirri upphæð fóru 39.3 millj. til bygging- ar almennra fiskverkunarhúsa, 37.8 millj. til byggingar síldar- og fiskimjölsverksmiðja og 7.4 millj. kr. til fiskfrystihúsa. Meirihluti nýrra véla og tækja fiskiðnaðarins 1963 fór til síldar- og fiskimjölsverksmiðja. Annar iðnaður. Magnaukning í þessari grein var um 57.5% frá 1962 til 1963. Fram- kvæmdaupphæð ársins var 258.9 millj. kr. og skiptist eins og oft áður nálægt því til helm- inga í byggingar og vélbúnað. Mestar fram- kvæmdir voru í fatagerð og vefnaði, byggingar 26,3 millj. kr. og vélbúnaður 28.1 millj. kr. Af öðrum byggingarframkvæmdum má nefna húsbyggingar fyrir: vélsmiðjur 18.1 millj. kr., bílaverkstæði 14.1 millj., húsgagnagerð og inn- réttingasmíði 12.7 og sápu- og efnagerðir 9.9 millj. kr. Fjármunamyndun í iðnaðarvélum var mest í eftirtöldum greinum, auk þeirra er áður eru nefndar (millj. kr.): prentiðnaður 23.5, málmsmíðaiðnaður 14.3, pappírsiðnaður 6.8 og trjáiðnaður 6.8. Ymsar vélar og tæki í þessum lið eru taldar vinnuvélar alls kon- ar, jarðborar og skrifstofuvélar. Fjármuna- myndun í þessari grein 1963 varð miklu meiri en nokkru sinni fyrr, og var magnaukning frá árinu áður 118.8%. Aukningin stafar aðallega af stórauknum innflutningi vinnuvéla, en véla- notkun hefur færzt í vöxt í bygginga- og mann- virkjagerð á undanförnum árum. Virkjanir og veitur Á árinu 1963 var varið 306.7 millj. kr. til framkvæmda í virkjunum og veitum á verð- lagi þess árs. Af þessari upphæð fóru 62.5% til raforkuframkvæmda, 27.9% til framkvæmda í hitaveitum og jarðhitaborunum og 9.6% til vatnsveituframkvæmda. Magnaukning frá ár- inu áður var 38.6%. Raforka. Fjármunamyndun í raforku var að magni til 31.8% meiri 1963 en 1962. Aukning þessi á rætur sínar að rekja til framkvæmda Sogsvirkjunarinnar, en á árinu 1963 var sett upp ný vélasamstæða í írafossvirkjun, 16.800 kW. að stærð. Raforkuframkvæmdir á veg- um Rafmagnsveitna ríkisins og Héraðsraf- magnsveitna ríkisins svo og Rafmagnsveitu lleykjavíkur voru svipaðar að magni bæði ár- in 1962 og 1963. Hins vegar varð nokkur aukn- ing á raforkuframkvæmdum annarra sveitar- félaga. Virkjunarrannsóknir eru nú taldar sem sjálfstæður liður í fjármunamynduninni, en þær voru áður taldar með fjármunamyndun Rafmagnsveitna ríkisins. í árslok 1963 var uppsett afl í almennings- rafstöðvum landsins 146.615 kW. og hafði aukizt um 18.080 kW. á árinu eða um 14.1%. Hitaveitur og farðhitaboranir. Magnaukn- ing þessara framkvæmda varð 61.3% frá 1962 til 1963. Framkvæmdaupphæðin 1963 var 85.7 millj. kr. á verðlagi þess árs, þar af voru fram- kvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur 74.0 millj. kr. Borverk Norðurlandsborsins nam 6.8 millj. kr., þar af 2.5 millj. kr. á Húsavík og 4.1 millj. kr. í Námaskarði, sem eru undirbúningsfram- kvæmdir vegna fyrirhugaðrar kísilgúrverk- smiðju. Vatnsveitur. Vatnsveituframkvæmdir námu 29.5 millj. kr. 1963 á verðlagi þess árs, þar af 13.4 millj. kr. í Reykjavík og 3.1 millj. kr. í Kópavogi. Magnaukning vatnsveitufram- kvæmda milli áranna 1962 og 1963 var 29.9%. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.