Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 14

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 14
Rolv Slettemark, cand. oecon: Samgöngumál á íslandi Rolv Slettemark, cand. oecon er sérfræðingur í samgöngumálum og starfar hjá Transportökonomisk Institutt í Osló. Er það opinber stofnun, sem hefur að verkefni rannsóknir á sviði samgöngumála. Slettemark dvaldi hér á landi sumarið 1963 við gerð skýrslu þessar- ar. Var dvöl hans hér kostuð af Efnahags- og framfarastofnuninni í París (OECD). Starf sitt vann Slettemark í samráði við Efnahags- stofnunina og í náinni samvinnu við Samgöngumálaráðuneytið, Vega- málastjórnina, Flugmálastjórnina og Skipaútgerð ríkisins. Einnig var haft samstarf við Flugfélag íslands og fleiri aðila. Skýrsla þessi nær ekki til hafna, en um málefni þeirra er fjallað í sérstakri skýrslu, sem nú er í undirbúningi. Skýrsla Slettemarks er nokkuð stytt í þýðingu. Almennur inngangur Mannfjöldi og byggðaþróun. Á tímabilinu 1950—1963 fjölgaði íslenzku þjóðinni um 29.8%, úr 144.000 í 187.000. Mest- ur hluti fjölgunarinnar varð í kaupstöðum, þar af langmest í Reykjavík, næsta nágrenni henn- ar, Keflavík og Akranesi. Þetta er sama þró- un og í öðrum nútímaþjóðfélögum, þéttbýlið vex á kostnað dreifbýlisins. Orsökin er aukin iðnvæðing og vaxandi þjónustustarfsemi sam- hliða vélvæðingu undirstöðuatvinnuveganna. Allt bendir til, að framhald verði á þessari þróun. Ef unnt á að vera að gera sér grein fyrir samgönguþróun framtíðarinnar, er nauðsyn- legt að gera áætlun um þróun fólksfjöldans næstu áratugi. Sú áætlun, sem hér hefur verið gerð, er byggð á þeim forsendum, að fæðing- ar- og dánartíðni haldist að mestu óbreytt frá því, sem var árin 1950—1960, og að innflutn- ingur og útflutningur fólks verði smávægileg- ur og jafnist á að mestu. Samkvæmt þessu mundi fólksfjöldinn í landinu verða 235.000 árið 1975 og 280.000 árið 1985 (tafla 1). Áætl- un hefur einnig verið gerð um þróun fólks- fjöldans í einstökum landshlutum. Er hún að nokkru byggð á þróun áranna 1950—1962, jafnframt því, sem tillit hefur verið tekið til ýmissa sérstakra atriða, svo sem byggingar hafna og staðsetningar iðnfyrirtækja, sem gera má ráð fyrir að hafi áhrif á byggðaþróunina. Þannig er gert ráð fyrir, að hafnargerð að Rifi og Þorlákshöfn stuðli að tiltölulega mik- illi fólksfjölgun í Snæfellsnessýslu og Ámes- og Rangárvallasýslum. Ennfremur er gert ráð fyrir tiltölulega mikilli fólksfjölgun á Akur- eyri. Það liggur í hlutarins eðli, að áætlanir um þróun fólksfjölda í einstökum landshlut- um eru háðar mikilli óvissu, þótt áætlanir um heildaraukningu fólksfjölda séu tiltölulega ör- uggar. Eigi að síður eru slíkar áætlanir nauð- synlegur liður í sérhverri athugun á þróun samgöngumála. 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.