Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 14
Rolv Slettemark, cand. oecon:
Samgöngumál á íslandi
Rolv Slettemark, cand. oecon er sérfræðingur í samgöngumálum og
starfar hjá Transportökonomisk Institutt í Osló. Er það opinber
stofnun, sem hefur að verkefni rannsóknir á sviði samgöngumála.
Slettemark dvaldi hér á landi sumarið 1963 við gerð skýrslu þessar-
ar. Var dvöl hans hér kostuð af Efnahags- og framfarastofnuninni
í París (OECD). Starf sitt vann Slettemark í samráði við Efnahags-
stofnunina og í náinni samvinnu við Samgöngumálaráðuneytið, Vega-
málastjórnina, Flugmálastjórnina og Skipaútgerð ríkisins. Einnig var
haft samstarf við Flugfélag íslands og fleiri aðila. Skýrsla þessi nær
ekki til hafna, en um málefni þeirra er fjallað í sérstakri skýrslu, sem
nú er í undirbúningi. Skýrsla Slettemarks er nokkuð stytt í þýðingu.
Almennur inngangur
Mannfjöldi og byggðaþróun.
Á tímabilinu 1950—1963 fjölgaði íslenzku
þjóðinni um 29.8%, úr 144.000 í 187.000. Mest-
ur hluti fjölgunarinnar varð í kaupstöðum, þar
af langmest í Reykjavík, næsta nágrenni henn-
ar, Keflavík og Akranesi. Þetta er sama þró-
un og í öðrum nútímaþjóðfélögum, þéttbýlið
vex á kostnað dreifbýlisins. Orsökin er aukin
iðnvæðing og vaxandi þjónustustarfsemi sam-
hliða vélvæðingu undirstöðuatvinnuveganna.
Allt bendir til, að framhald verði á þessari
þróun.
Ef unnt á að vera að gera sér grein fyrir
samgönguþróun framtíðarinnar, er nauðsyn-
legt að gera áætlun um þróun fólksfjöldans
næstu áratugi. Sú áætlun, sem hér hefur verið
gerð, er byggð á þeim forsendum, að fæðing-
ar- og dánartíðni haldist að mestu óbreytt frá
því, sem var árin 1950—1960, og að innflutn-
ingur og útflutningur fólks verði smávægileg-
ur og jafnist á að mestu. Samkvæmt þessu
mundi fólksfjöldinn í landinu verða 235.000
árið 1975 og 280.000 árið 1985 (tafla 1). Áætl-
un hefur einnig verið gerð um þróun fólks-
fjöldans í einstökum landshlutum. Er hún að
nokkru byggð á þróun áranna 1950—1962,
jafnframt því, sem tillit hefur verið tekið til
ýmissa sérstakra atriða, svo sem byggingar
hafna og staðsetningar iðnfyrirtækja, sem gera
má ráð fyrir að hafi áhrif á byggðaþróunina.
Þannig er gert ráð fyrir, að hafnargerð að
Rifi og Þorlákshöfn stuðli að tiltölulega mik-
illi fólksfjölgun í Snæfellsnessýslu og Ámes-
og Rangárvallasýslum. Ennfremur er gert ráð
fyrir tiltölulega mikilli fólksfjölgun á Akur-
eyri. Það liggur í hlutarins eðli, að áætlanir
um þróun fólksfjölda í einstökum landshlut-
um eru háðar mikilli óvissu, þótt áætlanir um
heildaraukningu fólksfjölda séu tiltölulega ör-
uggar. Eigi að síður eru slíkar áætlanir nauð-
synlegur liður í sérhverri athugun á þróun
samgöngumála.
12