Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 46

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Blaðsíða 46
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM áður varð 12.835, og er það nokkru minni hlut- fallsleg aukning en árið áður. Vegir og brýr. Á árinu 1963 var varið 123.6 millj. kr. til vegagerðar og 27.4 millj. kr. til byggingar brúa. Magnaukning vegafram- kvæmda frá árinu áður nam 63.8%, en nokkur samdráttur varð í brúargerð. Framkvæmdir við Reykjanesbraut námu 60.8 millj. kr. eða nærri helmingi allra vegaframkvæmda á því ári. Götur og liolræsi. Fjármunamyndun í þess- ari grein var 102.2 millj. kr. árið 1963, og nam magnaukningin 15.2%, sem er nokkru minni hlutfallsleg aukning en árið áður. Af fram- kvæmdaupphæð ársins 1963 er hluti Reykja- víkur 58.6%, aðrir kaupstaðir eru með 23.5% og önnur sveitarfélög 17.9%. Hafnir og vitar. Framkvæmdir við hafnar- gerð og vitabyggingar námu 109.0 millj. kr. á árinu 1963. Varð mikil magnaukning í þess- um framkvæmdum frá árinu áður eða 53.8%. Af framkvæmdaupphæð ársins fóru 2.8 millj. kr. til vitabygginga, 13.0 millj. kr. til lands- hafnanna í Rifi og Keflavík og 93.2 millj. kr. til framkvæmda við hafnir sveitarfélaga, þar af 5.8 millj. kr. til Reykjavíkurhafnar. Hús- byggingar þær, er Reykjavíkurhöfn stendur að, eru taldar annars staðar í fjármunamyndun- inni, en hér er aðeins talinn kostnaður við byggingu eiginlegra hafnarmannvirkja. Stærstu framkvæmdastaðimir í hafnarmál- unum á árinu 1963 voru þessir (millj. kr.): Þorlákshöfn 14.0, landshöfn í Rifi 8.0, Raufar- höfn 6.6, Reykjavík 5.8, Bolungarvík 5.5, Nes- kaupstaður 5.4 og landshöfn í Keflavík 5.0. Flugvellir. Framkvæmdir á sviði flugmála voru svipaðar og árið áður. Til þessara fram- kvæmda var varið 12.6 millj. kr., sem sundur- liðast þannig: flugvellir 6.8 millj., flugörygg- istæki 5.0 millj. og byggingar 0.8 millj. kr. Póstur, sími og útvarp. Framkvæmdir pósts og síma drógust töluvert saman á árinu 1963, einkum framkvæmdir við sjálfvirkar stöðvar, sem voru mjög miklar árið 1962 eða 60 millj. kr. á verðlagi þess árs. Framkvæmdaupphæð ársins 1963, 64.8 millj. kr., sundurliðast þann- ig (millj. kr.): sjálfvirkar stöðvar 22.0, radió- símar og fjölsímar 11.7, jarðsímar 17.2 og hús- byggingar 13.9. Að magni til minnkuðu fram- kvæmdir pósts og síma um 43.2% frá árinu 1962. Framkvæmdir útvarpsins voru engar á ár- inu 1963. Byggingar hins opinbera Fjármunamyndun í byggingum hins opin- bera var svipuð að magni árin 1962 og 1963, þó lítið eitt minni síðara árið eða 1.1%. Til framkvæmdanna var varið 232.1 millj. kr. á árinu 1963 á verðlagi þess árs. Skólar og íþróttamannvirki. Fjármunamynd- un í þessum byggingum var mjög svipuð að magni árin 1961—1963, en aftur á móti varð verulega aukning á framkvæmdum frá 1960 til 1961 eða um 40%. Af framkvæmdaupphæð ársins 1963, 110.9 millj. kr., var hluti íþrótta- mannvirkja 14.7 millj. kr., en kostnaður við skólabyggingar nam 96.2 millj. kr. Sjúkrahús. Til byggingar sjúkrahúsa var var- ið 41.3 millj. kr. á árinu 1963, þar af fóru um 31.0 millj. kr. til byggingar Borgarsjúkrahúss- ins og viðbyggingar Landsspítalans. Fram- kvæmdir við sjúkrahúsbyggingar voru lítið eitt minni að magni árið 1963 en 1962. Félagsheimili og kirkjur. Árið 1963 var var- ið 29.9 millj. kr. til byggingar félagsheimila og 9.8 millj. kr. til kirkjubygginga. Eru þetta svipaðar framkvæmdir og árið áður. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.