Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Síða 46

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Síða 46
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM áður varð 12.835, og er það nokkru minni hlut- fallsleg aukning en árið áður. Vegir og brýr. Á árinu 1963 var varið 123.6 millj. kr. til vegagerðar og 27.4 millj. kr. til byggingar brúa. Magnaukning vegafram- kvæmda frá árinu áður nam 63.8%, en nokkur samdráttur varð í brúargerð. Framkvæmdir við Reykjanesbraut námu 60.8 millj. kr. eða nærri helmingi allra vegaframkvæmda á því ári. Götur og liolræsi. Fjármunamyndun í þess- ari grein var 102.2 millj. kr. árið 1963, og nam magnaukningin 15.2%, sem er nokkru minni hlutfallsleg aukning en árið áður. Af fram- kvæmdaupphæð ársins 1963 er hluti Reykja- víkur 58.6%, aðrir kaupstaðir eru með 23.5% og önnur sveitarfélög 17.9%. Hafnir og vitar. Framkvæmdir við hafnar- gerð og vitabyggingar námu 109.0 millj. kr. á árinu 1963. Varð mikil magnaukning í þess- um framkvæmdum frá árinu áður eða 53.8%. Af framkvæmdaupphæð ársins fóru 2.8 millj. kr. til vitabygginga, 13.0 millj. kr. til lands- hafnanna í Rifi og Keflavík og 93.2 millj. kr. til framkvæmda við hafnir sveitarfélaga, þar af 5.8 millj. kr. til Reykjavíkurhafnar. Hús- byggingar þær, er Reykjavíkurhöfn stendur að, eru taldar annars staðar í fjármunamyndun- inni, en hér er aðeins talinn kostnaður við byggingu eiginlegra hafnarmannvirkja. Stærstu framkvæmdastaðimir í hafnarmál- unum á árinu 1963 voru þessir (millj. kr.): Þorlákshöfn 14.0, landshöfn í Rifi 8.0, Raufar- höfn 6.6, Reykjavík 5.8, Bolungarvík 5.5, Nes- kaupstaður 5.4 og landshöfn í Keflavík 5.0. Flugvellir. Framkvæmdir á sviði flugmála voru svipaðar og árið áður. Til þessara fram- kvæmda var varið 12.6 millj. kr., sem sundur- liðast þannig: flugvellir 6.8 millj., flugörygg- istæki 5.0 millj. og byggingar 0.8 millj. kr. Póstur, sími og útvarp. Framkvæmdir pósts og síma drógust töluvert saman á árinu 1963, einkum framkvæmdir við sjálfvirkar stöðvar, sem voru mjög miklar árið 1962 eða 60 millj. kr. á verðlagi þess árs. Framkvæmdaupphæð ársins 1963, 64.8 millj. kr., sundurliðast þann- ig (millj. kr.): sjálfvirkar stöðvar 22.0, radió- símar og fjölsímar 11.7, jarðsímar 17.2 og hús- byggingar 13.9. Að magni til minnkuðu fram- kvæmdir pósts og síma um 43.2% frá árinu 1962. Framkvæmdir útvarpsins voru engar á ár- inu 1963. Byggingar hins opinbera Fjármunamyndun í byggingum hins opin- bera var svipuð að magni árin 1962 og 1963, þó lítið eitt minni síðara árið eða 1.1%. Til framkvæmdanna var varið 232.1 millj. kr. á árinu 1963 á verðlagi þess árs. Skólar og íþróttamannvirki. Fjármunamynd- un í þessum byggingum var mjög svipuð að magni árin 1961—1963, en aftur á móti varð verulega aukning á framkvæmdum frá 1960 til 1961 eða um 40%. Af framkvæmdaupphæð ársins 1963, 110.9 millj. kr., var hluti íþrótta- mannvirkja 14.7 millj. kr., en kostnaður við skólabyggingar nam 96.2 millj. kr. Sjúkrahús. Til byggingar sjúkrahúsa var var- ið 41.3 millj. kr. á árinu 1963, þar af fóru um 31.0 millj. kr. til byggingar Borgarsjúkrahúss- ins og viðbyggingar Landsspítalans. Fram- kvæmdir við sjúkrahúsbyggingar voru lítið eitt minni að magni árið 1963 en 1962. Félagsheimili og kirkjur. Árið 1963 var var- ið 29.9 millj. kr. til byggingar félagsheimila og 9.8 millj. kr. til kirkjubygginga. Eru þetta svipaðar framkvæmdir og árið áður. 44

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.