Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Side 21

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Side 21
SAMGÖNGUMÁL Á ÍSLANDI spáin til gífurlega mikillar umferðaraukningar í þéttbýli og umhverfis þéttbýlisstaði. Fullvíst er, að núverandi vegakerfi á slíkum svæðum er með öllu ófullnægjandi til að taka á móti þessari umferðaraukningu, og jafnvel þeirri umferðaraukningu, sem fyrirsjáanleg er allra næstu árin. Vegakerfi dreifbýlissvæðanna hef- ur hins vegar nægilega afkastagetu um fyrir- sjáanlega framtíð. Eigi að síður mun þörf ýmissa umbóta á vegakerfi þeirra svæða, þótt þær umbætur séu annars eðlis en á þéttbýlis- svæðunum. Nauðsynlegt er að fylgjast náið með þróun umferðarinnar, bæði með venjulegum um- ferðartalningum, svo og með fyrirspurnartaln- ingum. Tilgangur slíkra talninga er að fá upp- lýsingar um hvaðan og hvert umferðin fari. Forgangsröðun framkvæmda. Stöðugt koma fram óskir um miklar vega- framkvæmdir. En með hinu takmarkaða fjár- magni, sem til ráðstöfunar er, er einungis unnt að uppfylla lítinn hluta óskanna. Efnahagur landsins setur takmörkin fyrir þeirri heildar- fjárhæð, sem unnt er að verja til framkvæmd- anna. Því er nauðsynlegt að raða þeim fram- kvæmdum, sem til greina koma, í einhvers- konar forgangsröð. Þá röðun verður að fram- kvæma eftir hlutlægum sjónarmiðum. Hér á eftir eru lögð drög að kerfi til flokkunar vega eftir forgangsröð. Hentugt er að flokka vegi landsins í þrjá aðalflokka: a. Vegir umhverfis þýðingarmestu þéttbýlis- staðina. b. Mikilvægir millibyggðavegir. c. Sveitavegir. Hér á eftir skal rætt um röðun framkvæmda í tveimur fyrri flokkunum. a. Vegir í þéttbýli. Hvað snertir vegina í aðalþéttbýlissvæðun- um er aðalkrafan sú, að vegirnir hafi næga afkastagetu til að anna umferðarþörfinni. Ef ófullnægjandi afkastageta veldur daglegum töfum á umferð, þannig, að fólk komi of seint til vinnu og vöruflutningar teppist, verður at- vinnulífið beint og óbeint fyrir miklu tjóni. Endurbætur slíkra vega gefa þess vegna til- tölulega mikið í aðra hönd, en þær eru fólgn- ar í lagningu varanlegs slitlags, fjölgun ak- brauta, endurbótum á gatnamótum, o. s. frv. Fremur auðvelt er að reikna út arðsemi fjár- festingar í slíkum vegum. Að ýmsu leyti er ódýrara að leggja vegi á íslandi en í öðrum löndum vegna lægra landverðs. Á hinn bóginn verður að gera tiltölulega háar kröfur til arð- semi, vegna þeirra miklu óleystu verkefna, sem fyrir hendi eru í landinu, og þess takmarkaða fjármagns, sem er til reiðu til lausnar þessara verkefna. Sennilega þarf arðsemi fjárfestingar í þéttbýlisvegum að vera 12—15% miðað við ársvexti. b. Millibijggðavegir. Um millibyggðavegi gegnir nokkuð öðru máli en þéttbýlisvegina. Vegna lítillar um- ferðar er ekki hægt að grundvalla forgangs- röðina á arðsemi á sama hátt og gert er fyrir þéttbýlisvegina. Hér á eftir mun sýnt, hvernig eigi að síður er hægt að grundvalla forgangs- röðun þessara vega. Endurbætur á millibyggðavegum felast fyrst og fremst í aukningu burðarþols og um- ferðarhraða, endurbótum yfirborðs og upp- byggingar og tryggingu vegasambands á vetr- um. Áður en hægt er að hefjast handa um markvissar og kerfisbundnar endurbætur milli- byggðavega á landinu öllu, er nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir ástandi og gæðum þess vegakerfis, sem fyrir er. I því skyni er nauðsynlegt að koma á kerfisbundnu gæða- mati. Þegar slíku heildarmati er lokið, er unnt að afmarka þá vegarkafla, sem lélegastir eru, og hefja endurbætur þeirra fyrst. Við gæða- mat skipta eftirtalin atriði höfuðmáli: 1. Burðarþol og uppbygging. 2. Ferill vegarins, en með því er átt við 19 4

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.