Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Síða 26

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1965, Síða 26
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM sé að leysa Skjaldbreið og Herðubreið af hólmi með smíði 700—800 tonna skips. 5) Haldið sé áfram rannsóknum á farþega- og vöruflutningum. Athuga þarf hve mikið sé um farþegaflutninga með fiskiskipum, sér- staklega á leiðum frá Reykjavík til Snæfells- ness og Vestfjarða. 6) I Ijósi áframhaldandi rannsókna má sjá, hvort rétt sé að afla hraðskreiðs skips til Vestfjarðasiglinga, sem ætlað sé til far- þegaflutninga og flutninga á léttum vörum. Um leið og slíkt skip væri tekið í notkun myndi Esja eða Hekla hætta strandsigling- um. 7) Esja eða Hekla sigli á leiðinni Reykjavík— Vestmannaeyjar— Austfirðir. Athuga ætti hvort unnt sé og rétt að auka farmrými á kostnað farþegarýmis. Herjólfur haldi áfram siglingum til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Innanlandsflug. Þróun flugsins. Innanlandsflug hefur þróast mjög ört, og miðað við íbúafjölda er hér meira flogið en í nokkru landi öðru. Reynzt hefur tiltölulega ódýrt að gera nothæfa flugvelli, en fjarlægðir miklar á landi og sjó. Af þessum ástæðum hefur reynzt kleift að gera flugvelli á ýmsum stöðum, þar sem íbúafjöldi er lítill. Tafla 19 sýnir farþegafjölda í innanlandsflugi 1950— 1963. Aukningin á tímabilinu er 103%. Flugferðafjöldi er mjög mismunandi á hin- um ýmsu flugleiðum, svo og farþegafjöldi í hverri ferð. Tafla 18 sýnir tölu flugferða til hinna ýmsu flugvalla svo og meðalfarþegatölu og meðal flutningsmagn í hverri ferð. Víða er farþegatalan mjög lág. Auk farþega flytur Flugfélag íslands tals- vert vörumagn innanlands. Töflur 19 og 20 sýna skiptingu vörumagns þess, sem Flug- félagið flutti til og frá Reykjavík 19., 20. og 21. júní 1963. Talið er, að tölur þessar gefi sæmilega mynd af venjulegum flutningum F. I. I þeim er verulegt magn smásendinga, sem fljótt þurfa að komast til viðtakanda. Ekki er hægt að tala um verulega samkeppni af hálfu flugsins við bíla og skip. Heildarvöru- magnið er lítið, alls um 1000 tonn á ári. Notkun flugvéla eða bíla á stuttum leiðum. Víða hérlendis er fjarlægð lítil á milli flug- valla. Margir flugvellir eru fyrst og fremst byggðir fyrir sjúkraflug og ef til vill leigu- flug. Vegir lokast oft víða um landið á vetr- um, og fjöldi byggðarlaga einangrast stund- um mikinn hluta ársins. Flugvélar eru dýr flutningatæki til notk- unar á stuttum leiðum t. d. 30—50 km. Til þess að gefa glögga mynd af þessu er hér gerður samanburður á flutningakostnaði með flugvél og bíl á þremur leiðum (sjá töflu 21). Hvað flugvélina snertir eru notaðar tölur úr ársreikningum Flugfélagsins fyrir DC-3 flugvélar. Utkoman yrði flugvélum eitthvað hagstæðari, ef miðar væri við smærri vélar, en reikningar fyrir rekstur slíkra flugvéla hafa ekki verið fáanlegir. Breytilegur kostnaður er talinn frá því, að brautarakstur hefst á aðal- flugvelli, þar til lent er á minni flugvelli. Reiknað er og með flutningskostnaði að og frá flugvöllum. Ekki er reiknað með afskriftum á flugvélum, þar eð þessar vélar eru nú að mestu afskrifaðar. Aðalkostnaðarliðir flug- ferðarinnar verða þá viðhald, flugvallarkostn- aður, eldsneyti, laun og flutningar til og frá flugvelli. Hvað almenningsbílnum viðvíkur eru helztu kostnaðarliðirnir laun, eldsneyti, afskriftir og viðhald. Greinilegt er á tölunum í töflu 22, að flutn- ingskostnaður almenningsbílsins er mildð lægri á þessum stuttu vegalengdum. Kostnaður flug- vélarinnar við að athafna sig á flugvellinum og að ná flughæð er mjög mikill að tiltölu, þegar um svo stuttar leiðir er að ræða. Flug- vélin notar meira eldsneyti til aksturs á flug- 24

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.