Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 2
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 NOREGUR Stjórnendur velferðar- mála í sveitarfélaginu Arendal í Noregi harma að særingamað- ur hafi verið fenginn til þess að reka út illa anda á heimili og dagvist fyrir aldraða. Særinga- maðurinn, Bent Egil Albrechtsen, segir í viðtali við norska ríkisút- varpið að starfsmenn hafi beðið um þjónustu hans. Þeir hafi séð hluti færast til og ljós kvikna og slokkna og þeir sem hafi verið á næturvakt hafi verið hræddir þótt þeir hafi ekki verið einir við störf. - ibs Starfsmenn voru hræddir: Særingamaður rak út illa anda VIÐSKIPTI Íslenskur kröfuhafi í slitabú föllnu bankanna hefur í fyrsta sinn beitt heimild í lögum um gjaldþrotaskipti og freist- ar þess að stöðva slitameðferð á Glitni, setja bankann í slitameð- ferð og þar með í þrot. Þetta kemur fram í gjaldþrota- skiptabeiðni sem lögmaður Ursus- ar ehf., félags í eigu Heiðars Már Guðjónssonar, sendi Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ursus á viður- kennda kröfu í slitabú Glitnis upp á rúmlega 3,1 milljón króna. Í gjaldþrotabeiðninni segir að nauðasamningaumleitanir Glitn- is hafi engum árangri skilað og að Ursus hafi lögvarða hagsmuni af því að gjaldþrotaskipti hefjist strax. Heiðar segist fara fram á gjald- þrotaskiptin vegna þess að ferl- ið hafi verið alltof langt. „Það er kominn tími til þess að gera upp þessa gömlu banka og setja þá loksins í þrot. Hlutverk slita- stjórnar hefur alltaf verið að finna kröfuhafana og greiða þeim. Þeirra hlutverk hefur ekki verið, eins og þeir hafa reynt að fram- kvæma síðustu ár, að semja sig fram hjá íslenskum lögum. Þá á ég við gjaldeyrislögin,“ segir Heiðar. Ef krafa Ursusar verður tekin til greina verður slitastjórn Glitn- is leyst frá störfum og skiptastjóri verður skipaður yfir þrotabúi bankans. Slitastjórnin hefur fjór- ar vikur til að skila greinargerð til að andmæla kröfu Ursusar. - þþ Íslenskur kröfuhafi segir slitaferli Glitnis orðið of langt og vill að slitameðferð bankans verði stöðvuð: Krefst þess að Glitnir fari í gjaldþrotaskipti VILL FÁ GREITT Heiðar Már Guðjóns- son á kröfu upp á rúmlega 3,1 milljón króna í slitabú Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SPURNING DAGSINS STJÓRNMÁL „Við eigum að senda út skýr skilaboð um að það líðist ekki að lítillækka og smána fólk svona. Sérstaklega þegar um er að ræða ung börn sem hafa engin tæki til þess að stoppa þetta þegar það er komið af stað,“ segir Björt Ólafs- dóttir sem er fyrsti flutningsmað- ur frumvarps um bann við hefnd- arklámi. Þingflokkur Bjartrar framtíðar hefur lagt fram frumvarpið sem felur í sér að hefndarklám verður bannað með lögum og gert refsi- vert. Hefndarklám felur í sér dreif- ingu eða birtingu á kynferðisleg- um myndum eða myndskeiðum án leyfis þess sem á myndefninu er. Hefndarklám dregur nafn sitt af því að myndefninu er stundum dreift í hefndarskyni að loknu ást- arsambandi en jafnframt getur verið um að ræða dreifingu mynd- efnis sem einstaklingur hefur sent í góðri trú. Færst hefur í aukana undanfar- in ár að hefndarklámi sé dreift og hefur meðal annars verið mikið fjallað um vefsíður þar sem dreift er nektarmyndum af íslenskum stúlkum. Lögregla hefur lítið getað gert til þess að stöðva þessar síður þar sem þær eru yfirleitt vistaðar erlendis. „Það er ekki til í hegningarlög- um skýrt bann við hefndarklámi enda um frekar nýtt hugtak að ræða og nýtt að þetta sé að eiga sér stað með tilkomu netsins og því Hefndar klám verði bannað með lögum Þingflokkur Bjartrar Framtíðar leggur fram frumvarp um að banna hefndarklám og gera það refsivert. Björt Ólafsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir mikilvægt að koma skömminni sem fylgir burt frá þolendum og yfir á gerendur. HEFNDAR- KLÁM Að undanförnu hefur aukist mikið að hefndarklámi sé dreift. BJÖRT ÓLAFS- DÓTTIR samfélagi sem er þar,“ segir Björt. „Það er að gerast að það er verið að kúga og lítillækka fólk, þá eink- um konur og oft unglingsstúlkur, með myndbirtingum og dreif- ingu á myndum sem sýna þær á kynferðislegan eða lítillækkandi hátt.“ Björt segir raunina vera þá að þegar myndir eru komnar á netið þá fari þær ekki auðveldlega þaðan aftur og sé oft dreift milli alls kyns aðila, sem oft þekkja ekki viðkomandi sem er á mynd- unum. Verði nýja frumvarpið sam- þykkt getur það leitt til þess að sá sem mynd er dreift af getur leitað réttar síns gegn þeim sem dreifa myndunum. Þá segir Björt mikilvægt að koma ábyrgðinni yfir á gerendur, þá sem dreifa hefndarkláminu. Verði frumvarpið samþykkt séu það skýr skilaboð um að kerfið standi með þolendum gegn þeim sem brotið hefur verið gegn. „Það er verið að færa skömm- ina frá þolendunum á gerandann. Ef þú gerir fólki þetta þá átt þú skömmina af því, ekki þolandinn sem ætlunin er að kúga eða lítil- lækka,“ segir Björt. Í frumvarpinu kemur fram að mikilvægt sé að fræða ungt fólk um áhrif þess að dreifa hefndar- klámi. Ekki sé nóg að fræða ein- ungis um lagaleg áhrif heldur þurfi að varpa ljósi á alvarleika þess og sálræn áhrif á þolendur. Hefndarklám hefur meðal ann- ars verið bannað í Ísrael, Finn- landi, Noregi, Danmörku, auk nokkurra ríkja í Bandaríkjunum. viktoria@frettabladid.is MENNING „Það er ekkert skemmt þannig séð en inn- viðir hússins hafi látið töluvert á sjá með tímanum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um sal Nasa við Austurvöll sem Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti nýverið. Pétur Ármannsson, arkitekt hjá Minjastofnun Íslands, tekur undir með Hjálmari. „Salurinn og innvið- irnir eru niðurníddir og skemmdir að einhverju leyti. Það er eins og gengur og gerist með skemmtistaði. Hann hefur sjúsk ast niður og ein- hverju hefur verið breytt.“ Pétur segir góðar ljósmyndir til af innviðum salarins og því sé ekk- ert því til fyrirstöðu að endurgera salinn í upprunalegt horf. „Eigandi Nasa þarf nú að sækja um leyfi fyrir öllum breytingum á húsinu. Friðlýsingin tryggir betur aðkomu Minjastofnunar.“ Eigandi hússins, Pétur Þór Sigurðsson, hefur ekki brugðist við fréttum af friðlýsingu salarins og hvort gjörningurinn hefur áhrif á fyrirhugaða byggingu hótels á reitnum. - kbg Eigandanum bannað að hreyfa við innviðum Nasa-salarins án leyfis: Nasa sjúskað og í slæmu standi PÉTUR ÁRMANNSSON MÁ ENGU BREYTA Salur Nasa er enn að talsverðu leyti í upp- haflegri mynd en sjúskaður að mati arkitekts hjá Minjastofn- un Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ Björn, er enginn ormur á fljótinu? „Það er einn sem hringar sig á botni fljótsins, kannski bætist annar við.“ Veitingaferjan Lagarfljótsormurinn hefur ekki verið í rekstri síðustu árin. Björn Ingimarsson er bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sem hafnaði ósk um að ferjan mætti verða að veitingastað á Egilsstöðum. KJARAMÁL „Það er komin fram hugmynd á samningaborðið, en alls ekkert tilboð. Við hittumst aftur á sunnudag,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, eftir stuttan fund hjá ríkis sáttasemjara í gærkvöldi. Þorbjörn tekur fram að hug- myndin sem lögð var fram komi ekki í veg fyrir að læknar leggi niður vinnu á mánudag og enn miði fremur hægt í kjaraviðræð- um. Verkfallsaðgerðir lækna hafa nú staðið yfir í rúman mánuð. - kbg Nýr flötur í læknadeilunni: Hugmynd en alls ekki tilboð BANDARÍKIN Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönn- um til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í dag. NASA hefur þróað farið til að flytja menn um langar vegalengdir í geimnum og þar með talið til Mars og smástirna í sólkerfi okkar. Farinu verður skotið á loft frá Flórída og mun það fara tæpa sex þúsund kílómetra í kringum jörðina áður en það lendir í Kyrrahafinu. Upprunalega stóð til að skjóta Orion á loft klukkan 12.05 að íslenskum tíma á fimmtu- daginn en skotinu hefur nú verið frestað þrisvar vegna bilana. Tæplega 30.000 manns voru mættir á staðinn til að skoða geimskipið og verða vitni að skotinu í gær. - glp Fresta þurfti því að skjóta geimskipinu Orion á loft í gær: Þróað til að flytja menn á Mars ÚT Í GEIM Geimskipinu Orion verður skotið á loft í dag ef allt gengur eftir. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.