Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 48

Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 48
10 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 H ún er uppalin í Eyja- fjarðarsveit, gekk í sveitaskóla alla sína grunnskólagöngu og er miðjubarn í fimm systkina hópi sem öll eru fædd á einungis átta árum. Hún æfði á fiðlu, píanó, var yfirmáta forvitin og fyrirferðarmikið barn að eigin sögn. „Við erum fimm systkin- in, en þar stend ég í miðjunni, það eru einungis átta ár á milli elsta og yngsta systkinis míns svo það var þröng á þingi og mikið fjör í kring um mig á uppeldisárunum. Ég hef svolítið haldið í fjörið og ég passa mig alltaf að vera ekki verk- efnalaus. Hvort sem það kemur frá uppeldinu eða einfaldlega frá pers- ónuleika mínum veit ég ekki, gæti verið hvort tveggja,“ segir hár- greiðslukonan, vöruhönnuðurinn og metsölubókahöfundurinn Theo- dóra Mjöll Skúladóttir Jack. Sterkari eftir ofbeldið Þegar Theodóra var unglingur lenti hún í aðstæðum sem breyttu sýn hennar á lífið um ókomna tíð. „Á unglingsárum lenti ég í kyn- ferðislegu ofbeldi sem brengl- aði algerlega sýn mína á lífið og ég átti mjög erfitt á þessum tíma.“ Með þungan bagga á bakinu leit- aði okkar kona sér hjálpar hjá góðu fólki. „Um tvítugt fór ég til Stíga- móta og á ég þeim svo mikið að þakka. Þær hjálpuðu mér að ná áttum og koma lífi mínu aftur á rétta braut. Þær kenndu mér að skoða sjálfa mig og að lifa ekki sem fórnarlamb heldur sem bar- áttukona sem ég hef reynt að gera síðan. Það er mjög skrítið að segja það, en vegna ofbeldisins hef ég orðið sterkari manneskja og kann betur á sjálfa mig. Ég hef ávallt neitað að lifa sem fórnarlamb, en ég held að það sé ein hættuleg- asta braut sem hægt er að feta í líf- inu, fórnarlambsbrautin. Ég tek allt sem ég hef lent í, komið mér í, farið og gert sem mikilvægan part í því að þroskast sem persóna og tek allt það neikvæða í kring- um mig og reyni að horfa á það já- kvætt. Stundum er það erfitt, en á endanum tekst það þó,“ segir þessi hugrakka og duglega kona sem lætur fátt koma sér úr jafnvægi. „Ég tek allt á hörkunni, þrjóskunni og slatta af kæruleysi. Ég hef þurft að berjast fyrir öllu mínu alla tíð en ég flutti að heiman aðeins fimmtán ára gömul til Reykjavíkur og hef þurft að sjá mikið fyrir mér sjálf síðan.“ Tilviljun réði för Theodóra er alin upp í akadem- ísku umhverfi og fyrir tilstuðl- an foreldra sinna, sem eru tann- læknir og hjúkrunarfræðingur, sá hún fyrir sér að verða dýralækn- ir eða sjúkraþjálfi. Það átti þó ekki eftir að verða hennar braut og var það hálfgerð tilviljun að hún fór þann veg sem hún fetar í dag. „Það vildi svo skringilega til að sumar- ið þegar ég var 17 ára vantaði mig vinnu og ég keyrði á gömlu Toyota- druslunni minni niður Laugaveg- inn til að athuga hvort það væri ekki einhver skemmtilegur staður sem ég gæti sótt um vinnu á. Þegar ég beygði inn á Laugaveginn sá ég hárgreiðslustofuna Toni&Guy og hugsaði með mér að það væri flott að byrja bara efst og fara svo niður með Laugaveginum til að auka lík- urnar á vinnu. Ég lagði fyrir utan og labbaði inn, sótti um nemastarf og var beðin um að mæta daginn eftir í prufu sem ég og gerði. Þann- ig var það. Ég í raun fann það ekki fyrr en að ári liðnu hvað þetta lá vel fyrir mér en ég var mjög óhefl- uð og að vera nemi í svo ströngu umhverfi, eins og Toni&Guy var, var mikil áskorun,“ segir hún. Tveimur árum síðar skráði Theo- dóra sig í Iðnskólann og það var augljóst að hún var komin á rétta braut. „Eftir að hafa unnið þarna í tvö ár gekk mér svo vel að ég fann þá fyrir alvöru hvað þetta átti vel við mig. Ég tók þátt í öllum sam- keppnum sem voru í boði og vann oftar en ekki gullpening fyrir.“ Listsköpunin liggur víða Theodóra er með eindæmum hæfi- leikarík og hefur mikla þörf fyrir að skapa og búa til. Til þess að upp- fylla þessa þörf skráði hún sig á hönnunarbraut Iðnskólans í Hafn- arfirði þar sem hún tók nokkra hönnunarkúrsa. „Ég hef gríðar- lega mikla þörf fyrir að skapa og hef mikla útrásarþörf. Ef mér dett- ur eitthvað sniðugt í hug þá titra ég öll og verð að koma því í verk á stundinni eða niður á blað, ann- ars get ég ekki sofið. Ég hef alltaf litið á hárið sem efni. Rétt eins og við, stál, garn og fleira og fannst ég mjög heft að fá að vinna bara með eitt efni. Það erfiðasta við þetta efni, hárið, er að það er fast við persónu með skoðanir, en ég vil helst fá að ráða hvað ég geri og prufa mig áfram án þess að þurfa að díla sérstaklega við persón- una. Þrátt fyrir það, þá þykir mér mjög vænt um kúnnana mína og fæ mjög mikið út úr því að vinna á Rauðhettu & úlfinum einu sinni í viku sem ég geri enn.“ En Theo- dóra lét ekki staðar numið eftir að hafa lokið kúrsum í Iðnskólanum heldur sótti hún um nám í vöru- hönnun í Listaháskóla Íslands. „Ég tók allt draslið sem ég hafði búið til og setti í möppu og skil enn þann dag í dag ekki hvernig þeim datt í hug að hleypa mér inn í skól- ann. Það eru einungis níu manns sem komast inn ár hvert svo þeir hafa greinilega séð eitthvað í mér,“ segir hún og hlær. „Í Listaháskól- anum lærði ég að hugsa upp á nýtt, ég lærði gagnrýna hugsun sem mér þykir svo nauðsynleg og ég lærði að standa með sjálfri mér og því sem ég geri.“ Disney-ævintýrið Á öðru ári í Listaháskólanum varð Theodóra ólétt að sínu fyrsta barni, Ólíver Jack, með eiginmanni sínum, Emil Örvari Jónssyni lög- fræðinema. Þar sem okkar kona býr yfir ótrúlegri framtakssemi og orku þá sat hún ekki auðum hönd- um í barneignarleyfinu heldur gaf hún út sína fyrstu bók, Hárið. Sú bók varð metsölubók og seld- ist í tólf þúsund eintökum sama ár. „Hugmyndin að Hárinu, minni fyrstu hárbók, var í raun ekkert ný af nálinni. Hárbækur og fléttu- bækur hafa verið gerðar og gefnar út í marga áratugi, en eftir að hafa „Ég var einnig að frétta í gær að hún er bók nr. 1 á lista Amazon yfir „Amazon Hot New Releases“ sem er fáránlega magnað.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins MEÐ ÞÚSUND OG EINN HLUT Í OFNINUM THEODÓRA MJÖLL er sveitastelpa sem flutti að heiman til höfuðborgarinnar aðeins 15 ára gömul. Hún slysaðist inn í hárgreiðslu- heiminn og hefur nú gefið út bækur um hár sem selst hafa í mörg þúsund eintökum bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack planar lífið út frá tilfinningum. MYND/SAGA SIG. IÐA-bókakaffi Vesturgata 2a 101 Rvk. opið til 22 alla daga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.