Fréttablaðið - 05.12.2014, Page 72

Fréttablaðið - 05.12.2014, Page 72
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 48 Skaft ahlíð 24 | 105 Reykjavík | 512 5000 | Auglýsingar 512-5401 | visir.is HELGARBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Ómissandi hluti af góðri helgi FRÉTTABLAÐIÐ ER HELGARBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR ALKÓHÓLISMINN TÓK HÁAN TOLL Ari Matthíasson, nýráðinn þjóðleikhússtjóri, segist vera venjulegur fimmtugur kall í Vesturbænum en hann á sér skrautlega sögu sem mark- ast af alkóhólisma og missi allt frá barnæsku og þangað til fyrir tíu árum. Pennavinur fanga á dauðadeild Gunnhildur Halla Carr skrifast á við unga fanga sem hafa verið dæmdir til dauða í Bandaríkjunum. Hún byrjaði sextán ára að skrifa og var það henni mikið áfall þegar fyrsti pennavinurinn var tekinn af lífi. Var líka minn besti vinur Fyrir ári lést útvarpskonan Valdís Gunnarsdóttir eftir skammvinn veikindi. Hrafn Valdísarson segir sögu móður sinnar og hvernig hann tókst á við móðurmiss- inn 19 ára gamall. Erfitt að fá vinnu við hæfi Innflytjendum reynist oft erfitt að fá nám sitt metið eða fá störf sem hæfa menntun. Nokkrir sem hafa staðið í þeim sporum segja sögu sína. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5. DESEMBER 2014 Tónleikar 12.00 Í dag verða fluttir ljóðadúettar eftir R. Schumann og F. Mendelssohn á hádegistónleikum í Laugarneskirkju. Einnig fá þýsk jólalög að hljóma. Flytj- endur eru Lilja Eggertsdóttir, sópran, Kristín Sigurðardóttir, mezzosópran og Guðríður Sigurðardóttir, píanóleikari. 1.500 krónur inn. 12.00 Hádegistónleikaröð Tónlistar- félags Akureyrar í Hofi, Föstudags- freistingar, er löngum orðin þekkt meðal Akureyringa. Að þessu sinni koma fram Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson og syngja og spila hug- ljúfa aðventutónlist sem allir þekkja. 1862 Nordic Bistro matreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið á meðan tón- leikum stendur. 2.500 krónur inn. 19.30 Í kvöld mun kór Neskirkju ásamt Stúlknakór Neskirkju, barokkhljómsveit og fjórum einsöngvurum ráðast í það þrekvirki að flytja Jólaóratoríu Bachs. 20.00 Jólatónleikar Borgardætra á Café Rosenberg. 20.30 Stefán Hilmarsson flytur lög af nýju jólaplötunni sinni í Salnum í Kópa- vogi ásamt efni frá plötunni Ein handa þér. 5.900 krónur inn. 20.30 Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson halda sína árlegu jóla- tónleika í Landsbókasafninu. 3.500 krónur inn. 21.00 Svíinn Adam Evalds treður upp á Dillon. 1.000 krónur inn. 21.00 Foxtrain Safari troða upp á Fred e- riksen Ale House í kvöld. 21.00 Í Mengi verða flutt vídeóverk og tónlistatriði sem tengjast ferð þeirra Áka Ásgeirssonar og Halldórs Úlfarssonar á seglskútu um Breiðafjörð sumarið 2012. Halldór tók upp myndbönd sem sýnd verða við raftónlist Áka. Að auki leika þeir saman á Dórófón og önnur rafræn hljóðfæri. 22.00 Psychedelic Extravaganza tónleikar á Gauknum. Sushi Submarine byrjar ballið, síðan tekur við Bob og loks The Electric Space Orchestra. 500 krónur inn. 23.00 Rokksveit Jonna Ólafs heldur tónleika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da í kvöld. 21.00 DJ Kári & Basem troða upp á einni hæð Paloma en DJ Dauði & Elsa á annarri. 21.00 Trúbadorarnir Ingvar og Gísli spila á Dubliner. 21.00 DJ Alfons X spilar á Kaffibarnum. 21.00 Trúbadorarnir Ingi Valur og Biggi troða upp á English Pub. 22.00 DJ Sunna Ben og Gunni Ewok þeyta skífum á Prikinu. 22.00 DJ KGB þeytir skífum á Bar Ananas. 22.00 DJ Ívar Pétur þeytir skífum á Húrra. Leiklist 20.00 MP5 er ný íslenskt lo-fi sci-fi satíra unnin af meðlimum Sóma þjóðar. Verkið er skrifað, leikið og því leikstýrt af Hilmi Jenssyni og Tryggva Gunnars- syni. Frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. MP5 gerist um borð í alþjóðlegri geim- stöð í nálægri framtíð. Lífið í geimnum er ljúft, enda samanstendur þetta litla afmarkaða samfélag af vel menntuðum, víðsýnum, friðsömum og umburðar- lyndum einstaklingum. En þegar slys á sér stað um borð og MP5-hríðskota- byssa kemur upp úr neyðarkassanum vaknar spurningin hvort, og þá hvernig, best er að nota byssuna. Opið hús 16.00 Opnar vinnustofur um helgina á vinnustofum meðlima í SÍM á Seljavegi 32, Samband íslenskra myndlistar- manna. Á föstudagskvöldinu leikur Reynir Jónasson á harmonikku af sinni alkunnu snild frá klukkan 17.30. Bækur 17.00 Útkomu bókarinnar MMM, Matreiðslubókar Mörtu Maríu, verður fagnað í bókabúð Forlagsins á Fiskislóð í dag. Boðið verður upp á veitingar úr bókinni og svo enginn ofþorni nú verða glæsilegar veitingar frá Vífilfelli í formi léttvíns og bjórs. Heppnir gestir geta unnið bókina. 17.30 Andlag útgáfa býður vinum og vandamönnum til útgáfuhófs í dag til að fagna útgáfu Hrímlands eftir Alexander Dan. Fögnuðurinn verður á Lofti Hosteli í Bankastræti 7a og boðið verður upp á léttar veigar. Höf- undur mun lesa stuttlega upp úr bók- inni en Árni Bergur Zoëga tónskáld samdi tónlist sérstaklega fyrir bókina sem verður í gegnumgangandi spilun um kvöldið. Tónverkið mun fylgja með bókinni á geisladisk. Einnig mun Rakel Erna Skarphéðinsdóttir vera með listaverk til sýnis. Bókin verður til sölu beint frá höfundi. Myndlist 10.00 Verk eftir Gylfa Gíslason heitinn verða sýnd á Mokka Kaffi í tilefni af endurútgáfu bókar hans Grjótaþorpið. 20.00 Átta ungir listamenn opna Hina konunglegu teiknisýningu í Ekkisens gallerýi, Bergstaðastræti 25B. Lista- mennirnir eru Arngrímur Sigurðsson, Arnór Kári Egilsson, Gylfi Freeland Sigurðsson, Héðinn Finnsson, Karl Torsten Ställborn, Matthías Rúnar Sigurðsson, Sigurður Ámundason og Sölvi Dúnn Snæbjörnsson. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.