Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 76
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 52 séum óþolinmóð. Ef þér finnst ekk- ert vera að ganga upp, þá er eitthvað að hjá þér því allt hefur sinn tíma,“ bætir hún við. adda@frettabladid.is „Þetta er viðarskífa sem þú getur haft um hálsinn eða hengt upp í gluggann eða utan um baksýnis- spegilinn í bílnum, eins konar verndargripur. Síðan er tónlistin á kóða sem er prentaður í lokið á kassanum utan um verndargrip- inn,“ segir tónlistarkonan Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Hún hefur nú gefið út óvenjulega smáskífu með bandaríska raftón- listarmanninum Eskmo sem hægt er að nálgast í Mengi og í gegnum Kirakira.bandcamp.com. „Okkur langaði að gefa eitt- hvað út sem heiðraði alla þá góðu strauma sem við settum í verkin okkar tvö, Call it Mystery eftir mig og Perspective eftir Eskmo. Mér finnst smáskífan mjög heiðarlegt og flott útgáfuformat, það setur gott „spott“ ljós á tónlistina og býður líka upp á útgáfuryþma sem er mjög heilbrigður. Það er eitthvað fallegt við að hella öllu sem í manni býr í eitt lag og deila því svo tafar- laust með fólki,“ segir Kristín en skífurnar eru skornar úr lerkitré úr Heiðmörk. Hún muldi svo þrjár mismunandi týpur af kristöllum í útskurðinn en hún þakkar Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur sérstak- lega fyrir aðstoðina. Eskmo og Kira Kira spiluðu saman á Airwaves í ár og tóku upp plötu í hljóðveri Alex Somers og Jónsa í Sigur Rós. „Við lokuðum okkur af í 15 tíma í hljóðveri þeirra í Þingholtunum en svo erum við líka með eitthvað af efni sem við tókum upp í Los Angeles í fyrra- sumar og í síberískum sumarbú- stað í Hvalfirði,“ segir Kristín. - þij Gefa út viðar-smáskífu sem verndargrip Kira Kira og Eskmo sameinast fyrir óvenjulega útgáfu. KIRA KIRA Þakkar Skógræktarfélagi Reykjavíkur sérstaklega fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Fólk stendur yfirleitt við trönurn- ar þegar það er að mála módel, en ég sit í stólnum og þá kemur annað sjónarhorn á módelin,“ segir Edda Heiðrún Backman sem opnaði mál- verkasýningu í Gallerýi Bakaríi síð- astliðinn laugardag. Á sýningunni eru myndir sem Edda teiknaði eftir lifandi módelum. „Ég var með blaðið á gólfinu og mál- aði myndirnar með löngum bamb- us. Það var mjög gaman að reyna við þetta enda ofsalega góð teikni- æfing,“ útskýrir Edda, en hún notar munninn þegar hún málar myndirn- ar. Ásamt því að halda sýninguna gefur Edda einnig út bókina Úr fórum mínum, en þar má sjá yfir sjötíu myndir sem hún hefur málað síðan 2010. „Þetta er kaflaskipt bók, hún skiptist í olíumálverk, vatnslitaverk, portrettmyndir, módelteikningar og drauma og minningar. Stundum dreymir mig einhver form og þá verð ég að drífa mig að mála þau, annars bara gleymi ég þeim,“ segir Edda. Bókin kemur út í takmörkuðu upplagi og gefur Edda hana sjálf út. Aðspurð hvort listin gefi henni ekki mikið játar hún því. „Í þessari athöfn, að mála, þá fer maður í eins konar heilunarástand og stundum er eins og hugmyndirn- ar hrynji niður. Þetta er eiginlega eins og íhugun fyrir mig. Ég á það til að detta alveg út þegar ég er að mála og heyri ekki einu sinni þegar er kallað á mig,“ segir hún og hlær. Að mála með munninum er mikil þolinmæðisvinna og segir Edda að sjúkdómurinn hafi kennt henni þol- inmæði. „Mér leist ekkert á blikuna fyrst, en þetta er bara mikil þolin- mæðisvinna. Sagt er að þolinmæði sé sú kennd sem sýnir okkur að við Fer í heilunarástand er hún málar myndir Edda Heiðrún Backman gefur út bókina Úr fórum mínum. Í henni er að fi nna yfi rlit yfi r verk síðustu fj ögurra ára, en þau málaði hún öll með munninum. LEIST EKKERT Á BLIKUNA FYRST Edda hefur málað myndir í fjögur ár. MYND/OLGA HELENA ÞOLINMÆÐISVINNA Hér má sjá myndir eftir Eddu á sýningunni í Gallerýi Bakaríi. Sagt er að þolin- mæði sé sú kennd sem sýnir okkur að við séum óþolinmóð. Ef þér finnst ekkert vera að ganga upp, þá er eitthvað að hjá þér Næsta James Bond-mynd heitir Spectre. Leikstjórinn Sam Mend- es tilkynnti þetta í gær en mynd- in er væntanleg í október 2015. Margir aðdáendur breska njósn- arans eru hæstánægðir með nafn- ið enda vísar það í hryðjuverka- samtök sem Ernst Stavro Blofeld stjórnaði í gömlu Bond-mynd- unum. Spectre kom fyrst fyrir í skáldsögunni Thunderball sem kom út árið 1961 og í fyrstu Bond- myndinni Dr. No ári síðar með Sean Connery í aðalhlutverki. Daniel Craig leikur James Bond í Spectre og fyrr á árinu var til- kynnt að franska leikkonan Léa Seydoux yrði Bond-stúlkan. Christ oph Waltz fær einnig hlut- verk í myndinni sem illmennið Oberhauser, auk þeirra Monicu Bellucci, Davids Bautista og And- rews Scott. Næsta Bond-mynd heitir Spectre Margir aðdáendur breska njósnarans 007 eru hæstánægðir með nafnið. Christ- oph Waltz leikur illmennið Oberhauser og Léa Seydoux verður Bond-stúlkan. BOND OG FÉLAGAR Daniel Craig, Christoph Waltz, Léa Seydoux og Monica Bellucci á blaðamannafundi í gær. NORDICPHOTOS/GETTY SKÍFAN Hægt er að hafa skífuna um hálsinn. www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör ÓVEÐUR OG TAÍLENSKUR ÞÝÐINGARTEXTITÍST VIKUNNAR Logi Bergmann @logibergmann Ok. Skil ég þetta rétt að hápunkturinn í veðr- inu hafi verið að Dominos gat ekki sent pizzur? 91 var ekki búið að finna upp Dominos á Íslandi. Bergur Ebbi @bergurebbi Ég held að ég hafi mögulega verið skotinn fyrir ca. átta árum síðan og aldrei gert neitt í því. Skotið var af löngu færi. Þóra Tómasdóttir @thoratomas Það örlar á ánægju hjá mér eftir að hafa lokið verkefni sem fól í sér að setja tælenskan þýðingartexta á vídjó um kynferðisofbeldi. #léttir Árni Vilhjálmsson @cottontopp Sál mín er þakin fönn. Langar svo að taka mynd af því og sýna ykkur. Þið óheppin að geta ekki séð. Hildur Lilliendahl @snilldur Hverfa- grúppur á Facebook: bara fyrir týnda ketti og auglýsingar frá jesúhoppurum. LÍFIÐ 5. desember 2014 FÖSTUDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.