Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 84
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 60 BAKÞANKAR Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Það hefur líklegast ekki farið fram hjá neinum að stjörnuhjónin Beyoncé og Jay Z eru á Íslandi. Fjölmiðlar keppast um að ná myndum af parinu og fylgjast með hverju fótspori þeirra enda ekki á hverjum degi sem stjörnur af þessu kali- beri heimsækja land og þjóð. OG AF HVERJU keppast fjölmiðlar við að segja fréttir af þessu fólki? Jú, því pöpull- inn vill lesa þær. Og þar er ég meðtalin. ÉG HEF sjúklegan áhuga á frægu fólki. Ég safnaði einu sinni stjörnumynd- um, það er að segja myndum af mér með fræga fólkinu. Í þeim bunka eru mörg stórmenni en engin stjarna jafn skær og Beyoncé og Jay Z. Því gæfi ég annan handlegginn fyrir að stilla mér upp á milli þeirra með taugaveiklað bros á andlitinu. Og ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. EN ÞAÐ ER asnalegt að hafa áhuga á frægu fólki. Það er lúðalegt. Og fyrst og fremst er það frekt. Maður á víst að láta þetta blessaða fólk í friði. Alls ekki sýna því áhuga. Og ef maður sér það á maður ekki að sýna nein svipbrigði, ekki munda myndavélina eins og um byssueinvígi sé að ræða og alls, alls, alls ekki segja nokkrum lifandi manni frá því að maður hafi hitt það! ÉG HEF áhyggjur af Íslendingum. Við- brögðin við þessum fréttaflaumi af hjón- unum hafa verið svo sjúkleg að ég er hrædd. Hrædd um að við eigum okkur enga von. Hrædd um að við eigum eftir að rotna á þessu skeri. Hrædd um að við eigum ekki eftir að taka eftir því hvað við erum orðin leiðinleg og aumkunarverð því við erum alltaf að heyja baráttu annarra. Taka upp hanskann fyrir fólk sem getur vel tekið hann upp sjálft. MÁ ÉG EKKI bara velta mér upp úr Jay og Bey? Það veitir mér allavega smá ánægju. Og trúið mér – fólk sem velur sér þetta starf, lifir lifi sínu í sviðsljósinu, fækkar fötum í tónlistarmyndböndum og þénar sinn pening því það á skrilljónir aðdáenda, vill alls ekki vera látið í friði. Það sem þetta fólk óttast mest er að einhver gleymi því. Ekki láta þau í friði! 10(P) - FORSÝNING 7, 10:20 4, 6 5, 8 8, 10:30 5% KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK ÁLFABAKKA EGILSHÖLL T.V. SÉÐ & HEYRT EMPIRENEW YORK POST TIME OUT LONDON EMPIRE ROLLING STONE HOLLYWOOD REPORTER Miðasala á: EXODUS 3D FORSÝNING KL. 9 MOCKINGJAY– PART 1 KL. 6 – 8 – 10.30 DUMB AND DUMBER TO KL. 5.30 – 8 – 10.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 5.30 NIGHTCRAWLER KL. 8 ST. VINCENT KL. 10.30. EXODUS 3D FORSÝNING KL. 8 MOCKINGJAY – PART 1 KL. 5 – 8 – 10.45 MOCKINGJAY – PART 1 LÚXUS KL. 5 – 8 – 10.45 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 2D KL. 3.15 – 5.30 MÖRGÆSIR ÍSL TAL 3D KL. 3.15 – 5.30 DUMB AND DUMBER TO KL. 3.30 - 6 – 8 – 11.10 GONE GIRL KL. 10.15 FORSÝND UM HELGINA „Ég hef verið að reyna að koma hingað í mörg ár. Það hefur aðeins tekið mig 20 ár að slá í gegn hér, þannig að ég er ánægður að vera kominn,“ segir grínistinn Michael Winslow, einnig þekktur sem „mað- urinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy-myndunum. Hann er nú staddur hér á landi og mun halda uppistand á laugardagskvöld á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða 17. Nafnið á staðnum er skemmtilega viðeigandi enda hefur Winslow oft hermt eftir gítarkapp- anum. „Ég hef á tilfinningunni að Jimi munu kíkja við í smástund og sjá hvernig landið liggur. Hann á eftir að svífa niður og sjá hvað við erum að bralla,“ segir hann. Aðspurður um hvernig vinnu- ferlið hans sé segir Winslow að það sé blanda af spuna og fyrirfram ákveðnum hugmyndum. „Sumt er létt en annað tekur heila eilífð. Stundum eyðirðu allri ævinni í að reyna að ná einhverju. Að mestu leyti er mikið af spuna sem felst í þessu en það skiptir mestu máli fyrir mig að hafa gaman,“ segir hann. „Það er eitt að þekkja eitthvað en það er annað að þekkja eitthvað mjög vel. Fólk sem spilar á blásturs- hljóðfæri kannast við „nótuna sem er ekki þar“, þau reyna að ná hæstu nótunni sem maður getur ekki fund- ið. Þegar ég hlusta á David Gilmour, gítarleikara Pink Floyd, hugsa ég: „Hvernig kemst hann svona hátt?“ Hann nær nótum sem gítarleikarar ná ekki, nema í huga okkar,“ segir Winslow, sem telur erfiðustu hljóð- brelluna vera brothljóð í gleri. Winslow hefur haft nóg að gera undanfarin ár en hann vinnur nú í grínmyndinni Celebrity Death pool með Ken Jeong úr The Hangover og David Hasselhoff. Þá lék hann með gömlu félögum sínum úr Police Academy í skrímslamyndinni Lav- antulas fyrir Syfy-sjónvarpsstöð- ina. „Hún er svo ótrúlega kjánaleg, þetta verður alveg sprenghlægilegt. Hún heitir Lavantulas af því að hún fjallar um kóngulær sem koma út úr eldfjalli,“ segir Winslow og hlær. Þá er hann að vinna í sinni eigin mynd fyrir sjónvarpsstöðina en hann vill ekki láta uppi um hvað hún snýst. „Þeir sögðu að ég mætti gera þessa mynd ef ég gerði öll hljóðin, og að sjálfsögðu var ég til í það,“ segir Winslow. Ný Police Academy-mynd er nú í bígerð í framleiðslu grínistanna Key & Peele, sem gerðu einmitt grín að Winslow í sketsaþættinum sínum. Í sketsinum berst Winslow við söngv- arann Bobby McFerrin um heiður- inn af því að vera besti hljóð brellu- grínistinn. „Það var mjög illkvittið en mjög fyndið. Að minnsta kosti létu þeir mig vinna!“ segir Win slow en ekkert hefur komið fram um leik- araliðið í nýju myndinni. Þá hefur Winslow einnig verið mikilvirkur við að búa til hvers kyns öpp, svo sem NoizeyMan sem inniheldur vídeó, hringitóna, hljóð- brellur og leiki búna til af Winslow. „Ég er að vinna í öppum, leikjum, fræðsluforritum. 2015 verður ár appsins fyrir mig.“ thorduringi@frettabladid.is Hefur reynt í heil 20 ár að slá í gegn á Íslandi Michael Winslow, „maðurinn með 10.000 raddirnar“ úr Police Academy-mynd- unum, heldur uppistand á skemmtistaðnum Hendrix við Stórhöfða á morgun. MICHAEL WINSLOW Gæti verið að Hendrix láti sjá sig á Hendrix. NORDICPHOTOS/GETTY Þess má geta að Winslow hefur unnið með fjöldanum öllum af tónlistar- mönnum, svo sem Animal Collective, Law og nú seinast Run The Jewels sem munu einmitt koma fram á ATP-tónleikahátíðinni í Keflavík í júlí. Winslow léði þeim vélmennaröddina sína frægu fyrir nýju plötuna þeirra, RTJ2. „Það var svo ótrúlega gaman að vinna með Run The Jewels. Þeir eru virkilega öðru vísi tónlistarmenn.“ Maðurinn með 10.000 raddirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.