Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Blaðsíða 12
Þegar keyrt er niður Þrengslin í átt til
Þorlákshafnar kemur maður fljótlega
auga á bæinn Breiðabólstað, sem
er næsti bær við Hlíðardalsskóla.
Svæðið í kringum bæinn er snyrti-
legt; skúta stendur á hlaðinu – kom-
in sjóleiðina alla leið frá Bretlandi
og heimilisfólkið að Breiðabólstað
er stolt af henni. Það er sveitalykt í
íbúðarhúsinu, gamlar ljósmyndir á
veggjum. Hundurinn tekur vel á móti
öllum gestum og kötturinn er hans
besti vinur. „Komdu ævinlega sæll og
blessaður – hér er gott að vera,“ segir
Baldvin og bendir inn í húsið. Fljót-
lega býður hann upp á kaffi og klein-
ur sem húsfreyjan hafði lagt á borð.
Oft í reyknum
Eftir kaffisopann heldur Baldvin út
í reykkofann sem stendur við hlið
hússins. „Það var einu sinni svo
hvasst hér að Pétur þurfti liggur við
að halda á mér hingað inn,“ seg-
ir Baldvin og hlær hátt, en Baldvin
er ekki þekktur fyrir að hvísla þeg-
ar hann talar við fólk. Hann leggur
áherslu á orðin og hefur gaman af því
að spjalla. „Það er voðalega notalegt
að sitja hér og reykja, en það getur
orðið ansi hvasst hérna og stundum
er bara eins og húsið sé að fara um
koll – vindurinn er svo sterkur,“ seg-
ir hann og kveikir sér í sígarettunni.
Kvaddi dýrin
Baldvin segist hafa beðið eftir þeim
degi að losna af Sogni lengi. „Ég hef
oft hringt í Oddgeir bróður minn og
hann hefur svo oft sagt við mig að
þetta fari bráðum að gerast. Þegar ég
svo sá hjónin sem komu til að segja
mér að ég fengi núna að fara þá leið
mér mjög vel. Þau buðu mig velkom-
inn í sveitina,“ segir Baldvin og þeg-
ar hann er spurður hvernig hann hafi
kvatt Sogn er svarið einfalt. „Ég kvaddi
dýrin – tvo ketti – en það eru reyndar
þrír kettir sem búa á Sogni. Svo kvaddi
ég sumt af fólkinu og bara fór. Mér leið
mjög vel þegar ég kom upp að húsinu
hér og á móti mér tók mjög mikil ást
frá hundi sem er hér sem heitir Kol-
ur. Hann sleikti mig og fylgdi mér inn í
þetta hús,“ segir Baldvin og brosir.
„Hér eru allir elskulegir og góðir. Ég
fæ stundum að fara í bæinn með fólk-
inu og svo fer ég vikulega á Selfoss til
að kaupa mér tóbak,“ segir Baldvin og
hann er glaður að mega fara frá bæn-
um í fylgd starfsmanna. „Mér finnst
mjög gaman að koma til Reykjavíkur
og fór bara síðast þangað í gær.“
Safnar bílamyndum
Baldvin er mikill áhugamaður um
bíla og í herberginu hans eru skraut-
bílar, auk veggspjalds með Ford-
dráttarvélum. Í tölvunni hefur hann
mikið af ljósmyndum af bílum.
„Sjáðu þennan,“ segir hann og bend-
ir á Chevrolet-bifreið sem hann hef-
ur mikið dálæti á. „Ég get oft setið hér
tímunum saman og skoðað þessa
bíla. Pabbi minn er bifvélavirki og ég
12 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR
Þann 11. janúar gekk Baldvin Kristjánsson út af réttargeðdeildinni að Sogni eftir að hafa verið vistaður þar
í 17 ár og 113 daga. Hann var fyrsti vistmaður Sogns og var þangað sendur eftir að hafa myrt unga konu á
hrottalegan hátt í Reykjavík árið 1991. Baldvin býr nú á sambýli á Breiðabólstað, rétt utan við Hveragerði,
ásamt tveimur öðrum vistmönnum.
GLEYMDUR Í RÚM 17 ÁR
JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON
blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is
Vinirnir þrír Baldvin, Halli og Kalli í herbergi þess síðastnefnda.
Uppi um alla veggi eru póstkort, landakort, teikningar og ýmislegt
annað sem Halli hefur safnað í gegnum tíðina. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI