Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Qupperneq 12
 Þegar keyrt er niður Þrengslin í átt til Þorlákshafnar kemur maður fljótlega auga á bæinn Breiðabólstað, sem er næsti bær við Hlíðardalsskóla. Svæðið í kringum bæinn er snyrti- legt; skúta stendur á hlaðinu – kom- in sjóleiðina alla leið frá Bretlandi og heimilisfólkið að Breiðabólstað er stolt af henni. Það er sveitalykt í íbúðarhúsinu, gamlar ljósmyndir á veggjum. Hundurinn tekur vel á móti öllum gestum og kötturinn er hans besti vinur. „Komdu ævinlega sæll og blessaður – hér er gott að vera,“ segir Baldvin og bendir inn í húsið. Fljót- lega býður hann upp á kaffi og klein- ur sem húsfreyjan hafði lagt á borð. Oft í reyknum Eftir kaffisopann heldur Baldvin út í reykkofann sem stendur við hlið hússins. „Það var einu sinni svo hvasst hér að Pétur þurfti liggur við að halda á mér hingað inn,“ seg- ir Baldvin og hlær hátt, en Baldvin er ekki þekktur fyrir að hvísla þeg- ar hann talar við fólk. Hann leggur áherslu á orðin og hefur gaman af því að spjalla. „Það er voðalega notalegt að sitja hér og reykja, en það getur orðið ansi hvasst hérna og stundum er bara eins og húsið sé að fara um koll – vindurinn er svo sterkur,“ seg- ir hann og kveikir sér í sígarettunni. Kvaddi dýrin Baldvin segist hafa beðið eftir þeim degi að losna af Sogni lengi. „Ég hef oft hringt í Oddgeir bróður minn og hann hefur svo oft sagt við mig að þetta fari bráðum að gerast. Þegar ég svo sá hjónin sem komu til að segja mér að ég fengi núna að fara þá leið mér mjög vel. Þau buðu mig velkom- inn í sveitina,“ segir Baldvin og þeg- ar hann er spurður hvernig hann hafi kvatt Sogn er svarið einfalt. „Ég kvaddi dýrin – tvo ketti – en það eru reyndar þrír kettir sem búa á Sogni. Svo kvaddi ég sumt af fólkinu og bara fór. Mér leið mjög vel þegar ég kom upp að húsinu hér og á móti mér tók mjög mikil ást frá hundi sem er hér sem heitir Kol- ur. Hann sleikti mig og fylgdi mér inn í þetta hús,“ segir Baldvin og brosir. „Hér eru allir elskulegir og góðir. Ég fæ stundum að fara í bæinn með fólk- inu og svo fer ég vikulega á Selfoss til að kaupa mér tóbak,“ segir Baldvin og hann er glaður að mega fara frá bæn- um í fylgd starfsmanna. „Mér finnst mjög gaman að koma til Reykjavíkur og fór bara síðast þangað í gær.“ Safnar bílamyndum Baldvin er mikill áhugamaður um bíla og í herberginu hans eru skraut- bílar, auk veggspjalds með Ford- dráttarvélum. Í tölvunni hefur hann mikið af ljósmyndum af bílum. „Sjáðu þennan,“ segir hann og bend- ir á Chevrolet-bifreið sem hann hef- ur mikið dálæti á. „Ég get oft setið hér tímunum saman og skoðað þessa bíla. Pabbi minn er bifvélavirki og ég 12 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Þann 11. janúar gekk Baldvin Kristjánsson út af réttargeðdeildinni að Sogni eftir að hafa verið vistaður þar í 17 ár og 113 daga. Hann var fyrsti vistmaður Sogns og var þangað sendur eftir að hafa myrt unga konu á hrottalegan hátt í Reykjavík árið 1991. Baldvin býr nú á sambýli á Breiðabólstað, rétt utan við Hveragerði, ásamt tveimur öðrum vistmönnum. GLEYMDUR Í RÚM 17 ÁR JÓHANNES KR. KRISTJÁNSSON blaðamaður skrifar: johanneskr@dv.is Vinirnir þrír Baldvin, Halli og Kalli í herbergi þess síðastnefnda. Uppi um alla veggi eru póstkort, landakort, teikningar og ýmislegt annað sem Halli hefur safnað í gegnum tíðina. MYNDIR SIGTRYGGUR ARI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.