Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 2
2 Fréttir 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
Debetkortum stolið
af Reykhólabúum
M
ér finnst alveg ótrúlegt
að þeir sendi PIN-núm-
erin með kortunum, seg-
ir Jón Atli Játvarðarson,
viðskiptavinur Lands-
bankans og íbúi á Reykhólum.
Hann er einn nokkurra Reykhóla-
búa sem urðu fyrir því að kortum
þeirra, greiðslukortum frá Lands-
bankanum, var stolið þegar Íslands-
póstur var að flytja pakka með kort-
um Reykhólabúa frá Patreksfirði til
Reykjavíkur. Þaðan áttu kortin að
fara aftur vestur á firði, til Reykhóla.
Landsbankinn sendi PIN-númer-
in með kortunum sjálfum, nokk-
uð sem upplýsingafulltrúi bankans
segir að eigi ekki að gerast.
Óprúttinn aðili komst í pakkann,
fór í hraðbanka, og tók út af sumum
kortanna. Jón Atli furðar sig á því
að þessi háttur skuli vera hafður á
við póstsendingar greiðslukorta og
gagnrýnir að þeim sem áttu kortin
hafi ekki verið gert viðvart.
Dularfullt pósthvarf
Það var fyrir síðustu mánaðamót
sem sá dularfulli atburður varð að
þar til gert póstbúr, sem Íslands-
póstur ók með frá Patreksfirði til
Reykjavíkur, glataðist á leiðinni.
Í búrinu voru að sögn upplýs-
ingafulltrúa Íslandspósts, Ágústu
Hrundar Steinarsdóttur, 20 skráðar
sendingar auk bréfa. Í einum pakk-
anum var sendingin frá Lands-
bankanum sem innihélt áðurnefnd
greiðslukort. Búrið fannst að sögn
Ágústu úti á götu, við hringtorg í
Mosfellsbæ, þar sem einhver hafði
tæmt það, eða því sem næst. Ágústa
segir aðspurð að ekki sé ljóst hvað
gerst hafi; hvort einhver hafi stolið
búrinu úr bílnum eða að hurð hafi
opnast og búrið dottið út. Málið er
því hið dularfyllsta. Ágústa segir að
Íslandspóstur hafi þegar vísað mál-
inu til lögreglu og að þar sé það til
rannsóknar. Fyrirtækið hafi ekki
frekari upplýsingar að sinni en strax
í kjölfar þess að málið kom upp hafi
vinna hafist við að fara yfir öryggi
póstsendinga með það að mark-
miði að skoða hvort frekar sé hægt
að tryggja öryggi þeirra.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu staðfestir að málið hafi borist
þangað. Árni Þór Sigmundsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í Mos-
fellsbæ, segir að málið sé í rannsókn
en að það sé rannsakað sem „hvarf
á pósti“.
Útrunnum kortum framvísað
Í kjölfar þessa atburðar gerðist
það á Reykhólum að þorpsbúar
uppgötvuðu, einn af öðrum, að
kortin þeirra höfðu runnið út um
mánaðamótin. Í Hólakaupum,
einu versluninni í þorpinu, varð
þessa vart en í samtali við DV stað-
festi starfsmaður verslunarinnar að
í byrjun febrúar hafi óvenju margir
þorpsbúar framvísað útrunnum
greiðslukortum. Starfsmaðurinn
sagði þó aðspurður að þetta hafi
ekki komið að sök því flestir hafi
haft önnur úrræði til að greiða fyrir
vörurnar. Atvikið varð því ekki til
þess að Reykhólabúar gátu ekki
keypt í matinn.
Jón Atli er einn þeirra sem varð
fyrir því að geta ekki greitt fyrir vör-
ur með útrunnu korti. Hann segist
ekki hafa vitað af því að kortið væri
að renna út og vissi þar af leið-
andi ekki að nýtt kort hafi verið á
leiðinni. „Ég var búinn að gleyma
því að það væri um mánaðamótin.“
Hann fór í bankaútibúið þegar nýtt
kort átti að vera komið en fékk þá
þær skýringar að það hefði glat-
ast. „Ég fór einu sinni upp eftir og
þá hélt ég að kortið væri tilbúið.
Þá komu þessi ósköp í ljós. Ég var
aldrei látinn vita af þessu, nema
þegar ég fór að grennslast fyrir um
kortið,“ segir hann.
Klúður hjá Landsbankanum
Jón Atli veit ekki til þess að pen-
ingar hafi verið teknir út af hans
reikningi en segist vita af fólki sem
ekki var jafn heppið og hann, en
Landsbankinn hafi bætt það tjón.
Það staðfestir Kristján Kristjáns-
son, upplýsingafulltrúi Lands-
bankans, í samtali við DV.
Kristján segir að umræddum
kortum hafi verið lokað um leið og
upp komst um málið. Bankinn hafi
bætt tjónið en hafi vísað málinu til
lögreglu á grundvelli misnotkunar-
innar. Spurður hvort algengt sé að
Landsbankinn sendi virk greiðslu-
kort með PIN-númerum á milli
landshluta segir Kristján að svo sé
alls ekki. PIN-númer og kort eigi
alltaf að vera aðskilin, samkvæmt
verklagsreglum. „Þar verður mis-
bresturinn af okkar hálfu í þetta
skiptið.“ Ljóst sé að skerpa þurfi á
því að reglum sé fylgt.
Aðspurður um hversu mörg kort
hafi verið að ræða segist Kristján
ekki vilja gefa upp nákvæma tölu,
þau séu þó ekki mörg. DV hefur
upplýsingar um að þau séu á bil-
inu fimm til tíu. Kristján vill heldur
ekki gefa upp hversu mikið var tek-
ið af reikningum korthafa en DV er
kunnugt um að af einum reikningi
voru teknar út 40 þúsund krónur
í tveimur úttektum, 20 þúsund í
hvort skipti. n
n Dularfullt pósthvarf n Landsbankinn sendi PIN-númer með kortunum
Baldur Guðmundsson
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Ég var aldrei lát-
inn vita af þessu,
nema þegar ég fór að
grennslast fyrir um kortið.
Svona búr hvarf á
dularfullan hátt
Íslandspóstur vísaði
málinu til lögreglu. Þar
er það rannsakað sem
„hvarf á pósti“.
Mistök hjá Landsbankanum
Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi
segir að það eigi ekki að gerast að PIN-
númer séu send með kortum í pósti.
Umdeildur
en öruggur
Tveir hafa gefið kost á sér í emb-
ætti varaformanns Vinstri grænna
á landsfundi flokksins sem fram
fer um helgina. Björn Valur Gísla-
son þingmaður er annar þeirra
en hinn kemur úr röðum ungliða-
hreyfingar flokksins, Daníel Hauk-
ur Arnarsson. Ekki er búist við
hörðum slag á milli þessara tveggja
og eru allar líkur á að Björn Valur
standi uppi sem sigurvegari í þeim
slag og verði nýr varaformaður
flokksins.
Katrín Jakobsdóttir hefur gefið
kost á sér í embætti formanns en
núverandi formaður, Steingrím-
ur Sigfússon, ætlar að stíga úr for-
mannsstólnum á landsfundinum.
Kosið verður um nýjan varafor-
mann á landsfundi flokksins á
laugardag. Það er þó ekki svo að
öllum líki við störf Björns Vals og
endaði hann í sjöunda sæti í forvali
flokksins í Reykjavík sem þýðir að
hann á ekki öruggt sæti á listanum.
Það er þó mat margra viðmælenda
DV að flokkurinn vilji ekki missa
starfskrafta Björns Vals sem hefur
oft talað umbúðalaust um erfið
mál.
Í samtölum DV við flokksfélaga
hefur þó komið upp það sjónarmið
að finna þyrfti sterkan mótfram-
bjóðanda gegn honum. Enginn hef-
ur fundist þó að margir hafa verið
nefndir. Nöfn þeirra Lilju Rafn eyjar
Magnúsdóttur, þingkonu flokksins
í Norðvesturkjördæmi, og Svandís-
ar Svavarsdóttur umhverfisráðherra
hefur hvað oftast borið á góma.
Lengi vel var Árni Þór Sigurðsson
líka nefndur en hann tilkynnti í vik-
unni að hann hygðist ekki bjóða sig
fram.
Samtal Geirs
og Davíðs
Seðlabankinn vill upplýsa fjár-
laganefnd Alþingis um hvað
kom fram í samtali á milli Davíðs
Oddssonar, fyrrverandi seðla-
bankastjóra, og Geirs Hilmars
Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, þar sem 80 milljarða
króna lán Seðlabanka Íslands til
Kaupþings banka í miðju hrun-
inu var rætt. Björn Valur Gísla-
son, formaður fjárlaganefndar,
sagði í samtali við Smuguna á
fimmtudag að Seðlabankinn hafi
haft samband við nefndina eftir
hádegi á miðvikudag. Hann seg-
ir að bankinn vilji fá að ræða við
nefndina um hvernig hægt sé að
leysa málið.
Þrjár milljónir
á viku
3 Hannes Smárason,
fjárfestir og fyrr-
verandi forstjóri FL
Group, fékk tæpar
20 milljónir króna í
þóknun fyrir vinnu
sína við söluferli deCode sam-
kvæmt heimildum DV. Um var að
ræða 150 þúsund dollara þóknun fyrir
nokkurra vikna vinnu, um sex vikna í
heildina, við söluferlið. Fyrirtækið var
selt til bandaríska lyfjaþróunarfyrir-
tækisins Amgen í lok desember fyrir
415 milljónir dollara, um 52 milljarða
króna. DV greindi frá þessu á mið-
vikudag. „Hannes er feikilega læs á
fjárhagslegar upplýsingar og það nýtt-
ist vel,“ sagði Kári Stefánsson um að-
komu Hannesar að sölunni.
Skýrslu um RIFF
var leynt
2 Menningar- og ferðamálaráð
Reykjavíkurborgar
fer með skýrslu eft-
irlitsnefndar um
kvikmyndahátíðina
RIFF sem trúnaðar-
mál. Hátíðin er fjármögnuð að
mestu leyti með styrkjum, meðal
annars frá Reykjavíkurborg – af um
56 milljóna króna tekjum hátíðar-
innar árið 2011 voru 40 milljónir
tilkomnar vegna styrkveitinga.
DV greindi frá þessu á mánudag.
Vegna inntaks trúnaðarskýrslunnar
liggur ekki fyrir vilyrði fyrir styrk frá
borginni til hátíðarinnar, líkt og síð-
astliðin níu ár. DV hefur gert tilraun-
ir til að fá aðgang að skýrslunni en
það hefur ekki gengið.
Harmleikur eftir
dópsmygl
1 „Við erum bara bjartsýn
á að hún hafi þetta
af, það þýðir ekkert
annað,“ sagði Árný
Rósa Aðalsteins-
dóttir, móðir Hönnu
Grétu Jóhannesdóttur sem liggur
þungt haldin á hjartadeild Landspít-
alans, í DV á miðvikudag. Hönnu,
sem er 36 ára einstæð þriggja barna
móðir, var haldið sofandi í öndunar-
vél eftir hjartaaðgerð sem var gerð á
henni í síðustu viku. Hanna var stödd
í Tékklandi þar sem hún heimsótti 18
ára dóttur sína í fangelsi þegar hún fór
fyrst að kenna sér meins en hélt þá að
um flensu væri að ræða. Dóttir henn-
ar var ásamt vinkonu sinni handtekin
fyrir dópsmygl frá Brasilíu í nóvember.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni