Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 25
 Hún er svo þrjósk Það er brot á lögum Móðir einstæðrar móður sem fékk hjartaáfall er bjartsýn á bata. – DVSkólameistari MÍ segist ekki hafa gefið loforð um að árásarmaður snéri ekki aftur í skólann. – DV Velgjörningur? Spurningin „Hobbitann. Mér fannst hún geðveik.“ Helena Björk Gissurardóttir 20 ára heimavinnandi móðir „Django. Mér finnst Tarantino svo mikill húmoristi að ég hafði gaman af henni.“ Snorri Ásmundsson 46 ára myndlistarmaður „Ég sjá Vesalingana í bíó. Hún var ótrúlega góð og mjög átakanleg.“ Lóa Björk Björnsdóttir 20 ára nemi „Argo. Hún var hentug fyrir mig því það má leggja sig.“ Stefanía Þorsteinsdóttir 24 ára þjónn „Ég sá The Hobbit. Mér fannst hún ótrúlega skemmtileg og ég elska þetta ævintýri.“ Birgitta Ólafsdóttir 19 ára nemi Hvaða kvik- mynd sástu seinast í bíó? 1 „Ég gat bara ekki elskað hann“ Bresk móðir átti erfitt með að elska afmyndaðan son sinn. 2 Fórnarlamb líkamsárásar hrökklaðist úr skólanum Drengur sem réðst á annan í Mennta- skólanum á Ísafirði fékk aftur skólavist. 3 Lögreglumaður bullaði í vitnastúku – sjálfur ákærður fyrir morðtilraun Verjandi Oscars Pistorius sótti hart að rannsóknarlög- reglumanninum Hilton Botha við réttarhöldin yfir hlauparanum á miðvikudag. 4 „Mér bara ofbauð“ Hlín Agnars-dóttir leikstjóri hætti ósátt hjá RIFF. 5 Móðir sökuð um að ráða fatafellur í veislu 16 ára sonar síns Fjögurra barna móðir í Bandaríkjunum er sökuð um að hafa ráðið tvær fatafellur fyrir sextán ára afmælisveislu sonar síns. 6 Var ráðlagt að tjá sig ekki um kynferðisbrotakærur Lögregla verst allra frétta af kynferðisbrota- kæru sem lögð var fram í þorpi á Vestfjörðum fyrir helgi. Mest lesið á DV.is Sakleysi eða siðleysi S á magnaði spekingur Plató, setti fram frummyndakenningu hér í eina tíð. En útúr þeim pæl- ingum hefur mönnum tekist að lesa það að Plató hafi t.d. séð fyrir sér frummynd hins góða. Sú frum- mynd er þá væntanlega svífandi í ver- öld sem er utan okkar veraldar; ekki í þeim raunveruleika sem við snertum, heldur utan hans en samtímis eru frummyndirnar þó hinn eini sanni raunveruleiki. Þær eru ósnertanlegur og óbreytanlegur grunnur þess sem er fullkomlega gott. Ég nefni þetta hér og nú, vegna þess að mér sýnist að stjórnmála- menn sem tóku virkan þátt í braskinu og Ráninu öllu, líti svo á að í íslenskri pólitík sé innbyggð frummynd sak- leysisins; að það sé bara í fullkomnu lagi að stela öllu sem hægt er að stela og ganga svo útfrá því sem gefnu að allt sé í góðu lagi. Gott dæmi um mann sem er fullkomlega búinn að fyrirgefa sjálfum sér allt, er núverandi ritstjóri Moggans. En einsog kunnugt er, var hann sá maður sem hve sterku- stum hlífiskildi hélt yfir fólki einsog Finni Ingólfssyni; fólki sem makaði krók sinn á meðan ætla mátti að það væri að sinna skyldustörfum í þágu þjóðarinnar. Í dag sitja þeir sem sagt saman á bekk, ritstjórinn og peninga- maðurinn. Og á bekknum með þeim sitja svo allir ráðherrar og allir þing- menn sem tóku virkan þátt í sukkinu sem þjóðin kallaði góðæri; þ.e.a.s. árin þegar útrásin og kjölfestufjárfest- arnir eignuðust heiminn. Já, ég er að tala um myrku árin, þegar sjálfstæð- ismenn græddu á daginn og grilluðu á kvöldin. Við erum að tala um tím- ann, þegar húsbóndahollustan var með þeim hætti, að engu var líkara en Sjálfstæðisflokkurinn væri hunda- bú, þar sem allir rakkar voru barðir til hlýðni. Í dag eru menn undir hulinshjálmi samtryggingarinnar og menn njóta fyrst og fremst verndar þjóðarinnar sem trúir því ekki enn að henni hafi verið stillt upp sem fífli. Þjóðin kyssir vöndinn, dýrkar þjófnaðinn og tilbið- ur gapastokkinn. Í dag á þjóðin fullt í fangi með að láta nefið ná uppúr foraðinu; hún nær andanum en það er ekki meira en akkúrat svo. Fnyk- inn verður hún að sætta sig við og svo verðum við náttúrlega bara að reyna að öngla saman fyrir þeim skuldum sem á herðar okkar hafa verið lagðar. Frummynd sakleysisins leyfir nú- verandi formanni Sjálfstæðisflokksins að tala um svín í stíu, þegar minnst er á þá sem fara orðum um þau vafasömu viðskipti sem hann hefur oftsinnis verið bendlaður við. Og fyrr- verandi foringi þessa sama flokks er svo saklaus að hann getur slett eðju í allar áttir á meðan hann er umvafinn hlýðnum rökkum í musteri kvótans; innmúraður og hlekkjaður við hin helgu vé peninganna. Í dag lofa merkisberar sakleys- isins – þeir sem áður settu hér allt á hausinn – að leysa okkur undan ofríki hafta, leysa okkur undan áþján hinnar brjálæðislegu kúgunar sem felst í því að lánin okkar eru verðtryggð á með- an launin okkar lækka án afláts. Þeir lofa og lofa og lofa og lofa og lofa og lofa og lofa og lofa. Og það sem meira er; við munum kjósa þá sem trúa á frummynd sakleysis. Þjóð mín mun enn og aftur opinbera sína einstöku þrælslund. Öllum stundum þessi þjóð hvern þjóf með vorkunn styður, hún er saklaus, sátt og góð, já, svo er það … því miður. S taðgöngumæðrun. Er það bara ótrúlega fallegur og dásamlega óeigingjarn velgjörningur án nokkurrar hættu á hvers kyns mis- notkun? Nei, í grunninn snýst stað- göngumæðrun um að samþykkja þá hugmynd að það sé í lagi að nota líkama annarrar manneskju sem leið að eigin markmiði. Slíka sýn á manneskjuna get- um við aldrei látið viðgangast eða sam- þykkt í okkar samfélagi. Hvorki í hagnað- arskyni né í velgjörðarskyni. Staðgöngumæðrun er ekki ný af nál- inni. Hefðbundin staðgöngumæðrun, þar sem egg staðgöngumóðurinnar er frjóvgað með sæði úr föður hefur tíðk- ast um aldir. Núverandi lagaumhverfi nær utan um slíkt. Með nútímatækni hefur breytingin orðið sú að til hefur orðið svokölluð full staðganga þar sem frjóvguðu eggi, úr verðandi móður eða annarri konu, er komið fyrir í legi stað- göngumóðurinnar. Á síðasta ári samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um að fela vel- ferðarráðherra að skipa starfshóp sem undirbýr frumvarp til laga sem heimil- ar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Almenn sátt virðist ríkja um að ekki sé æskilegt að leyfa staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni en staðgöngumæðrun í svokölluðu velgjörðarskyni er varasamt að leyfa. Til þess eru álitaefnin sem tengjast þessu viðkvæma máli of mörg. Í janúar 2009 skipaði þáverandi heil- brigðisráðherra starfshóp sérfræðinga til að fara yfir þau álitaefni sem tengjast staðgöngumæðrun. Í áliti starfshóps- ins er eindregið lagst gegn því að stað- göngumæðrun yrði heimiluð að svo stöddu. Þar kemur m.a. fram að reynsla annarra þjóða sýni að erfitt sé að koma í veg fyrir að þær aðstæður skapist að vel- gjörðarskyn breytist í hagnaðarsjónar- mið og vandséð er hvernig takast má að koma í veg fyrir kúgun eða þvingun þegar kemur að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Um það eru allt of mörg dæmi. En væri þá verið að bregðast barn- lausu fólki ef staðgöngumæðrun yrði bönnuð? Nei, það er verið að koma í veg fyrir að konur séu misnotaðar í þeim til- gangi að uppfylla óskir barnlausra. Samfélag sem skilgreinir móðurhlut- verkið sem svo mikið grundvallarat- riði í sjálfsvitund kvenna að ef þær geta ekki eignast barn með hefðbundnum leiðum, þá sé eðlilegt að fá aðrar kon- ur til að ganga með börn fyrir þær, það er samfélag sem er í hrópandi mótsögn við eigin gildi með því að setja lög um að kona gangi með barn í þeim eina til- gangi að láta það frá sér. Hvernig ætlar samfélag sem er óhæft um að tryggja konum jafna að- komu að völdum, sömu laun og körl- um fyrir sömu vinnu, eða líf án ofbeld- is að tryggja að líkamar kvenna verði ekki misnotaðir þegar kemur að stað- göngumæðrun? Höfundar:Auður Alfífa Ketilsdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir, Elín Sigurðar- dóttir, Líf Magneudóttir, Lísa Kristjáns- dóttir, Margrét Pétursdóttir, Rósa Björk Brynjúlfsdóttir, Sóley Tómasdóttir. Landsfundur settur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti 41. landsfund flokksins við dynjandi lófatak flokksmanna á fimmtudag. Í setningarræðu ítrekaði hann andstöðu sína við aðild að Evrópusambandinu og ræddi meðal annars um skuldamál heimilanna. Mynd Sigtryggur ariMyndin Umræða 25Helgarblað 22.–24. febrúar 2013 Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Gott dæmi um mann sem er full- komlega búinn að fyrirgefa sjálfum sér allt, er núver- andi ritstjóri Moggans. Það er versti óvinur allrar framþróunar Kristín Jóhannesdóttir segir ójöfnuð fela í sér einsleitni. – DV „Það er verið að koma í veg fyrir að konur séu misnot- aðar í þeim tilgangi að uppfylla óskir barnlausra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.