Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 24
Í DV sl. miðvikudag er að finna frétt undir yfirskriftinni: Klámbann „að hætti alræðisríkja“. Þar er vísað til umfjöllunar í erlendum fjölmiðl­ um um þær tillögur sem eru til um­ ræðu hér á landi um möguleika þess að fylgja eftir lögum um bann við dreifingu kláms. Blaðamaðurinn býr til þessa fyrirsögn og setur hluta hennar innan gæsalappa en í fréttinni er vís­ að til umfjöllunar í breska dagblaðinu Telegraph. Í Telegraph er hins vegar ekki að finna vísan til alræðisríkja, líkt og skilja má ef fyrirsögninni. Þetta er því útlegging blaðamannsins sjálfs og sett upp í því augnamiði að draga upp ákveðna mynd af þeirri umræðu sem ég hef staðið fyrir og talið nauðsyn­ lega, umræðu sem fjallar um lög sem ekki eru virk og um aðgengi ofbeldis­ fulls efnis að börnum. Og umræðan var ekki úr lausu lofti gripin, hún kem­ ur til vegna ábendinga fjölmargra sér­ fræðinga sem hafa lýst áhyggjum af þeim áhrifum sem útbreiðsla ofbeldis­ fulls kláms hefur á samfélagið, þar með talið á börn, sem eru að meðaltali ell­ efu ára gömul þegar þau sjá ofbeldis­ fullt klám í fyrsta sinn. Sum þeirra verða fyrir sálrænu áfalli vegna þess efnis sem þau sjá. Ég geri ráð fyrir að fáir geti horft á ellefu ára gamalt barn og hugsað með sér að það væri því fyr­ ir bestu að ofbeldisfullur klámiðnaður fengi að því aðgang, til að móta sjálfs­ mynd þess og hugmyndir um kynlíf og samskipti kynjanna. Blokkir og grunnskólar En að þeirri fullyrðingu blaðamanns­ ins, að hérlend umræða um möguleika á að stemma stigu við dreifingu kláms sé sjálfkrafa „að hætti alræðisríkja“. Það er sannanlega rétt að einræðis­ sinnar heimsins vilja gjarnan ná tök­ um á frjálsum skoðanaskiptum fólks og fréttaflutningi. Þeir vilja jafnvel stýra klæðaburði fólks, samskiptum og mannamótum og svo væri hægt að telja lengi áfram. Alræðissinnar sem fara með völd taka ákvarðanir án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þeir reisa blokkir og leggja vegi, byggja við fangelsi og setja lög um grunnskóla. En bíddu nú við, þetta gerum við líka. Hér á landi eru reistar blokkir og borað fyr­ ir göngum. Við erum líka með grunn­ skóla og fangelsi, eins og í ríkjum þar sem fólk er ekki frjálst skoðana sinna. Hver er þá munurinn á Íslandi og al­ ræðisríkjum? Jú, munurinn er sá að hér er ríkir ekki alræði, heldur lýðræði. Munurinn felst í leiðinni að ákvörðun­ um. Hér þarf aðkomu fjölmargra að­ ila áður en ákvörðun er tekin. Og hér hafa allir heimild til að láta í ljósi sína skoðun á fyrirætlunum þeirra sem fara með ákvörðunarvaldið. Hver fer með valdið? Með þessu er ekki sagt að Ísland hafi nálgast einhvers konar fullkomnun þegar kemur að lýðræðinu. Þar vantar mikið upp á og sem dæmi má nefna að í drögum að nýrri stjórnarskrá er ekki gert ráð fyrir að fá megi fram þjóðar­ atkvæðagreiðslu um fjárhagsleg mál­ efni. M.ö.o. lítur fjöldi fólks enn svo á að valdið sé ekki þjóðarinnar, heldur valdhafanna, sem þó fengu upphaflega umboð sitt frá þjóðinni! Þetta er þáttur í mikilvægri og viðvarandi umræðu um lýðræðið, sem okkur ber bæði að standa vörð um og halda áfram að þróa. Lýðræðislegt ferli Hvað varðar tillögur um aðgerðir til að bregðast við útbreiðslu ofbeldisfulls klámefnis þá eru þær einmitt nú til lýð­ ræðislegrar umræðu. Dreifing kláms er bönnuð samkvæmt íslenskum hegn­ ingarlögum og það er því full ástæða til að ræða virkni þeirra laga og þær stoðir sem þau hvíla á. Enn fremur hafa sér­ fræðingar bent á að áhrifa ofbeldisfulls kláms gæti í kynferðisbrotum en einnig í samskiptum unglinga. Þess vegna stóðu innanríkisráðuneytið, mennta­ og menningarmálaráðuneytið og vel­ ferðarráðuneytið á haustdögum fyrir viðamiklu samráði um klám, þar sem sérfræðingar og frjáls félagasamtök voru kölluð til. Tillögur úr þessu ferli eru nú til meðferðar hjá ráðuneytunum þremur, þar með talið þær er lúta að lagaumhverfinu. Settur hefur verið nið­ ur starfshópur til að kortleggja mögu­ leg úrræði og verður sú kortlagning grundvöllur frekari umræðu og ákvarð­ anatöku um mögulega frumvarpssmíð. Í framhaldinu kæmi málið til kasta Al­ þingis, sem aftur kallar eftir umsögn­ um og sjónarmiðum allra sem vilja láta sig málið varða. Það er því ekkert alræðislegt við þau skref sem hér eru stigin og fyrirsögn þeirrar fréttar sem vísað er til í upphafi þessa pistils er því álíka marktæk og fyrirsögnin: Grunn­ skólar „að hætti alræðisríkja“. Sandkorn R íkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er á góðri leið með að ljúka ferli sínum með þeim hætti að flest hefur henni mistekist. Öll metn­ aðarfyllstu mál ríkisstjórnarinnar hafa fallið lífvana. Metnaðurinn sem lýsti sér í stjórnarsáttmálanum hefur orðið að engu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur og Steingríms J. Sigfússonar er ekki samsett af illa innrættu fólki sem otar sínum tota og gengur í eig­ ur almennings. Þvert á móti var hug­ sjónaeldurinn til staðar í upphafi og stjórnin vildi umfram allt auka lýðræði og réttlæti. Stjórnarsáttmál­ inn ber þess skýr merki. Þetta er ekki fólkið sem valdi sína menn í stöðu dómara eða viku góðu að vildarvin­ um flokka sinna. Eitt stærsta mál ríkisstjórnarinn­ ar var stjórnarskrárbreyting í átt til umbóta og lýðræðis. Í því skyni fékk meirihlutinn því því framgengt að kosið var til stjórnlagaþings. Staðan á þeim umbótum er sú að ekki er að vænta heildstæðrar lausnar. Hugs­ anlegt er að Framsóknarflokkurinn tryggi að auðlindaákvæði fari inn í núverandi stjórnarskrá. Óvissan um lyktir stjórnarskrármálsins er nær algjör og yfirgnæfandi líkur á brotlendingu. Eitt af grundvallarmálum Sam­ fylkingar er aðildin að Evrópusam­ bandinu. Engum dylst að það mál er allt komið í öngstræti. Það kemur til kasta nýs Alþingis að taka afstöðu um framhald þess. Vinstri grænum tókst að stöðva málið sem þeir áður tryggðu framgang í eigin stjórnar­ sáttmála. Þjóðin er engu nær um það sem í boði er. Breytingar á kvótakerfinu áttu að ná í gegn á kjörtímabilinu. Eina sem gerst hefur í þeim efnum er að lagt hefur verið á umdeilt veiðigjald sem haldið er fram að muni sliga smærri útgerðir. Sáttin milli þjóðar og út­ gerðarmanna er víðs fjarri. Kosn­ ingaloforðin hafa verið brotin. Kyrrstaða og óvissa einkenna ís­ lenskt efnahagslíf. Gjaldeyrishöftin eru lífsnauðsynleg til þess að ekki fari allt í kaldakol. Engar lausnir er að sjá þar. Ríkisstjórnin veltir þeim vanda yfir á þá sem taka við stjórn­ taumunum á næsta kjörtímabili. Ríkisstjórnin lofaði að slá skjald­ borg um heimili sem eru í fjötrum stökkbreyttra lána. Eitt og annað hef­ ur verið gert í þeim efnum en allur almenningur hefur á tilfinningunni að skjaldborgin snúi í raun að bönk­ unum. Fæstir trúa því að hugur hafi fylgt máli þegar almenningi var lofað skuldaleiðréttingum. Það er sama hvert litið er. Brotin loforð blasa hvarvetna við. Bæði Steingrímur og Jóhanna hafa viður­ kennt ósigur sinn og axlað sína ábyrgð á ósköpunum með því að hverfa af formannsstólum og hleypa að nýju fólki. Það er mannsbragur að því sem fleiri stjórnmálamenn mættu tileinka sér. Sérstaklega ber að hrósa Steingrími fyrir að stíga skrefið. Sú dapurlega niðurstaða blasir við að vinstristjórnin sem kennir sig við velferð og mannúð hefur brugð­ ist í meginatriðum. Þar er um að kenna innri sundrung og átakagleði þeirra sem réðu för. Þetta er stjórn­ in sem eyddi mestallri sinni orku í innbyrðis átök og kokgleypti hug­ sjónirnar. Afleiðingarnar blasa við. Stjórn sem hefði átt að varða leið sína glæstum sigrum í þágu umbóta og lýðræðis situr uppi rúin trausti. Hún var vanmáttug og er andvana. Það er verkefni sagnfræðinga fram­ tíðarinnar að meta hvernig í ósköp­ unum mál stjórnarmeirihluta sem lagði upp með breiðfylkingu gátu endað með svo snautlegum hætti að meirihluti hennar er fallinn. Það er vonandi að næsta ríkisstjórn verði heilbrigðari og með heilsteyptari meirihluta að baki sér. Mogginn í stríð n Óskar Magnússon, útgef­ andi Árvakurs, hefur lagt upp í mikið auglýsingastríð þar sem lestur mbl.is og Vís­ is er borinn saman. Undir­ strikað er hve miklu munar á lestri Vísis og Moggans. Jafnframt kemur fram í aug­ lýsingaherferð Moggans að forsíða og fréttahluti DV.is fá meiri aðsókn en gerist hjá Vísi, hjá vef Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og félaga hans hjá 365. Þessi auglýs­ ingaherferð Moggans minn­ ir raunar á það að fríblaðið Fréttablaðið auglýsti lengi með súlum að það væri meira lesið en Mogginn sem er söluvara. Litríkur Hannes n Þeir voru margir sem komu saman til að heiðra Hannes Hólmstein Gissurar- son prófess­ or sextugan. Ekki kemur á óvart að samherj­ ar hans úr Eimreiðar­ hópnum og víðar lofi hann í hástert. Sá sem hvað oftast hefur glímt við Hannes á ritvellinum er Stefán Ólafsson prófessor. Fram kemur á Eyjunni að hann hlaði lofi á fjandvin sinn: „Litríkur persónuleiki, stórbrotinn í göllum og kostum, upp á sitt besta mælskur, upp á sitt versta kjaftfor. Einkar lipur penni, kannski besti stílisti Íslands í hópi háskólamanna .…“ 2.604 blaðsíður n Í afmæli Hannesar Hólm- steins Gissurarsonar flutti vinur hans Björn Bjarnason gamansama ræðu honum til heilla og minntist á viðamik­ il ritstörf hans frá kreppu. Hann taldi blaðsíður verka Hannesar undanfarin ár og reiknaði út að hann hefði skrifað 2.604 blaðsíður á tveimur árum um kommún­ isma og frjálshyggju. „Þetta var fyrsta skref Hannesar frá alþjóðlegu lánsfjárkrepp­ unni,“sagði Björn um skrif Hannesar. Balti á Everest n Baltasar Kormákur er þegar orðinn stærsti og þekktasti kvikmyndaleikstjóri Ís­ lendinga. Vegur hans hefur vaxið með hverju árinu eins og sjá má af öllum þeim viður­ kenningum sem hann sóp­ aði að sér á Eddunni vegna Djúpsins. Nú er hann að byrja tökur á mynd sem byggir á ferð á hæsta fjall heims, Ev­ erest, sem endaði með þeim ósköpum að sex manns fórust. Stór hluti myndarinnar verð­ ur tekinn uppi á Vatnajökli á Íslandi. Síðan liggur leiðin í grunnbúðir Everest. Víst er að margir hlakka til þess að sjá hvernig meistaranum tekst til. Ég tók þessu sem gríni Þetta var æðislegt Raggi Bjarna kærir netníðing. – DV Hanna Alexandra söng með pabba sínum, Helga Björns. – DV Andvana ríkisstjórn „Það er því ekk- ert alræðislegt við þau skref sem hér eru stigin. Grunnskólar að hætti alræðisríkja Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjóri: Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri og vefstjóri DV.is: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: www.dv.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Sú dapurlega niðurstaða blasir við að vinstristjórnin sem kennir sig við velferð og mannúð hefur brugðist í meginatriðum. Kjallari Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.