Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 58
42 Lífsstíll 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
B
eggi og Pacas eru miklir
fagurkerar og elska að
nostra við umhverfi sitt og
heimili.
Þeir kepptu í þáttunum
Hæðinni, sem sýndir voru á stöð
tvö fyrir nokkrum árum síðan og
báru sigur úr býtum í því verk-
efni. Þar fengu keppendur hús
til umráða sem þeir tóku við til-
búnu undir tréverk og áttu að klára
að innrétta það fyrir fyrirfram
ákveðna upphæð á sem smekk-
legastan máta á skömmum tíma.
Strákarnir þóttu sýna frumleika
við hönnun hússins og var útkom-
an glæsileg hjá þeim.
Beggi og Pacas hafa búið sér
yndislegt heimili rétt fyrir utan
bæjarmörkin og er landið í kring
um hús þeirra skógi vaxið og
ævintýralegur bragur yfir því. Hús-
ið er um 60 ára gamalt og hafa þeir
gert það upp með berum höndum
á dásamlegan og hlýlegan hátt.
Í garðinum er að finna fullt af
fallegum styttum og hlutum sem
gera umhverfið áhugavert fyrir
gesti og gangandi. Heyrst hefur að
að álfar búi í garðinum sem geym-
ir marga steina, en við seljum þá
sögu ekki dýrari en við keyptum
hana.
Pacas er fæddur og uppalin í
Brasilíu, en fluttist til Íslands árið
1998 og var ekki aftur snúið eftir
að Amor hitti hann í hjartastað, en
þeir Beggi er sálufélagar að eigin
sögn og það vita allir sem til þeirra
þekkja.
Listmálarinn Pacas
Pacas er mikill listamaður, en hann
byrjaði að mála myndir á unga
aldri og hefur málað fjöldann allan
af glæsilegum verkum í gegnum
tíðina. Hann hefur haldið margar
sýningar á verkum sínum við góð-
ar undirtektir. Beggi er einnig mik-
ill listamaður og hafa þeir Pacas
gert upp flest þau húsgögn sem
prýða heimili þeirra í sameiningu.
Þeir eru snilldarkokkar báð-
ir tveir og eru höfðingjar heim
að sækja. Þar eru kræsingar á
boðstólum fyrir gesti og fjölskyldu
alla daga og var engin undantekn-
ing á því þegar DV heimsótti þá á
dögunum.
„Stíllinn er eiginlega okkar stíll
en við erum sérstaklega hrifnir af
öllu gömlu sem hefur sál og við
getum endurgert. Við erum að
breyta og fegra heimili okkar nán-
ast á hverjum degi og til dæmis
núna er Pacas að gera fallega hillu
við arininn,“ segir Beggi aðspurður
um stílinn á heimili þeirra.
Rækta ástina
„Beggi gefur mér oft blóm og þá
sérstaklega kóngaliljur sem eru
í miklu uppáhaldi hjá mér. En
það skiptir miklu máli að rækta
ástina, sýna hlýju, stuðning og
bera virðingu hvert fyrir öðru. Það
er jafn mikilvægt að rækta ástar-
samband sem vináttu. Við erum
báðir duglegir að hrósa hvor öðr-
um og elskum að dansa saman
hér í stofunni heima,“ segir Pacas
þegar hann er spurður hvort Beggi
sé rómantíkin uppmáluð.
Hvert sækið þið innblástur í
hönnun á heimili ykkar? „Við sækj-
um hana í náttúruna og inn á við
þar sem við sköpum út frá hjart-
anu. Það er ekki langt að sækja
efnivið til að skapa eitthvað fal-
legt eins og fallegu trjágreinina
sem við settum upp á vegginn fyrir
ofan rúmið okkar, en hún var sótt
út í garðinn okkar. Til dæmis eru
gardínurnar í stofunni búnar til úr
efnivið sem við sóttum út í náttúr-
una sem er í kringum heimili okk-
ar. Það má finna margt í umhverf-
inu sem hægt er að nýta í húsgögn
og svo sem hvað sem manni dettur
í hug. Við verðum að virða náttúr-
una og endurnýta það sem hægt er
og hætta þessum hugsunarhætti
að hlaupa alltaf til og kaupa nýtt
þegar við erum komin með leið á
því sem við eigum,“ segir Pacas.
Pacas er snillingur
Hvaða matur er í uppáhaldi?
„Við erum sem betur fer nokkuð
samstíga þegar kemur að matar-
smekk, enda erum við báðir dug-
legir að elda og elskum góðan mat.
Fiskur og ferskt grænmeti er í upp-
áhaldi á okkar heimili og gerum
við allar sósur sem við útbúum frá
grunni og leggjum mikið upp úr
fersku hráefni. Pacas er snilling-
ur í að matreiða og er hugmynda-
flug hans magnað í þeim efnum,
en honum tekst einhvern veginn
alltaf að gera veislumat úr litlu sem
engu. Eldhúsið okkar er oft full-
setið af vinum og fjölskyldu, en við
elskum að hafa fjölmennt í kring-
um okkur og borða saman góðan
mat sem matreiddur er af ástríðu,“
segir Beggi.
Eitthvað að lokum strákar?
„Lifðu lífinu lifandi og njóttu
hverrar stundar því þú átt það
skilið.“ n
Íris Björk Jónsdóttir
blaðamaður skrifar iris@dv.is
Kósí Hér hefur verið nostrað við hvert smáatriði og takið eftir málverkinu fyrir ofan
arininn sem er eftir Pacas.
Náttúrubörn af guðs náð
n Sköpunargleðin er ótakmörkuð n Beggi
rómantíkin uppmáluð n Pacas kóngur í eldhúsinu
Tekk er töff Palisanderveggurinn skapar glæsilegt yfirbragð í húsinu.
Ævintýri gerast enn
Eru álfar kannski menn?
Helgidómur Í forstofunni mæta manni alls
konar íkonar og blóm sem reka burt illa anda.
Reynir
Traustason
Baráttan
við holdið
E
inu sinni ætlaði
ég að verða
skipstjóri.
Það var eins
gott að ég hætti
við því annars
væri ég eins og
þú, sagði hreindýra-
bóndinn og hló hrossahlátri.
Við vorum hálfnaðir upp
fremur lága fjallshlíð á búgarði
hreindýrabóndans á Suður-
Grænlandi. Ég var másandi og
hvásandi á eftir hreindýrabónd-
anum og þremur skyttum. Ég
fékk ekki mælt fyrir mæði og
var því þögull undir háðsglósu
fjallagarpsins sem valdi þá leið
löngu fyrr að hætta við að verða
skipstjóri en gerast hreindýra-
bóndi. Sjálfur átti ég að baki þá
fortíð að hafa hreyft mig lítið og
borðað mikið. Að vísu voru kom-
in nokkur ár frá því ég var skip-
stjóri en velmegunarvandinn var
enn til staðar.
Gangan upp hlíðina var mér
óhemjuerfið. Holdafarið var
þannig að fæturnir þurftu að bera
rúmlega 30 aukakíló. Það lengd-
ist bilið á milli mín og hreindýra-
bóndans. Kannski sem betur
fer þar sem ég þurfti þá ekki að
hlusta á athugasemdir hans varð-
andi gönguhraða minn.
Ég silaðist upp fjallshlíðina
með blóðbragð í munni og bölv-
aði sjálfum mér í hálfum hljóðum
fyrir að hafa álpast af jafnslétt-
unni. Ástæðan var sú að ég var
að skrifa bók um Íslendinga á
Grænlandi. Hreindýrabóndinn
og náttúrubarnið á Grænlandi
var ein sögupersónan. Til þess að
geta skrifað um hann varð ég elta
hann um fjöll og firnindi.
Ég var óskap-
lega feginn þegar
við komumst
upp á fjallið
sem reyndar
var aðeins rúm-
lega 100 metr-
ar að hæð. Móður
og másandi náði ég samferða-
mönnunum.
Skothvellir gullu nánast sam-
hljóða við og tvö hreindýr lágu
dauð eftir. Þegar var hafist handa
við að gera að þeim og byrðum
skipt á menn. Hreindýrabóndinn
spurði hvort ég treysti mér til að
bera eitthvað. Mér sárnaði enn
meira og ég sagði hvasst að auð-
vitað myndi ég taka byrðar eins
og aðrir. Við gengum niður fjallið.
Það eru liðin meira en 10 ár
síðan þetta gerðist. Augnablik-
ið í brekkunni þegar hreindýra-
bóndinn fagnaði því með hrossa-
hlátri að hafa ekki orðið skipstjóri
rifjaðist oft upp fyrir mér. Ég
hugði á hefnd.
Við hreindýrabóndinn urðum
góðir félagar eftir ferðina upp á
fjallið. Árum saman beið ég eftir
tækifærinu til að jafna við hann
metin. Sagt er að sá kunni allt
sem bíða kann. Þessi ágæti fé-
lagi minn á Grænlandi glímdi
við brjósklos í baki á síðasta ári.
Hann fór í aðgerð í lok desember.
Þá gafst mér tækifærið. Þremur
vikum eftir aðgerðina bauð ég
honum að ganga með mér á Esj-
una. Auðvitað vissi ég sem var að
hann var ekki búinn að ná fullum
styrk. Sjálfur var hann granda-
laus um áform mín.
Framan af göngunni var hann
samhliða mér. Svo dró í sundur
með okkur. Ég var um 10 metr-
um á undan þegar ég leit um öxl
og hugsaði með mér. „Einu sinni
ætlaði ég að verða skipstjóri“.
En ég sagði ekkert upphátt enda
vissi ég sem var að hann ætti eft-
ir að ná fullum styrk aftur og þá
væri stutt í hrossahláturinn. n
Hrossahlátur
hreindýrabónda