Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 16
G uðmundur Ingi Þóroddsson er samkvæmt heimildum DV höfuðpaur í stórum smyglhring sem teygir anga sína víða um Evrópu. Guð- mundur, sem er 38 ára og hefur ver- ið búsettur á Spáni síðustu misseri, er grunaður um að hafa staðið að smygli á um 65 kílóum af amfetamíni og 600 grömmum af e-töflum til Danmerkur frá Hollandi. Um er að ræða tvö mál sem talin eru tengjast sama smyglhringnum, en hann er risavaxinn á evrópskan mælikvarða. Guðmundur var handtekinn í að- gerðum dönsku lögreglunnar í sept- ember í fyrra, en tíu Íslendingar á aldrinum 20 til 49 ára eru í haldi lög- reglunnar í Danmörku grunaðir um aðild að málunum tveimur. Fylgst með hinum grunuðu lengi Lögreglan fylgdist með hinum grunuðu í langan tíma áður en hún lét til skarar skríða á síðasta ári. Lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu hafði unnið að rannsókn málsins í tölu- verðan tíma þegar danska lögreglan kom að því í maí í fyrra. Er það lög- reglan í Kaupmannahöfn sem fer nú með forræði málsins, en samstarf hefur verið haft við lögregluemb- ætti á hinum Norðurlöndunum, þar meðal lögregluna á höfuðborgar- svæðinu. Málið er með því stærsta sem íslenska lögreglan hefur rann- sakað í gegnum tíðina. Tvítug burðardýr Þann 16. ágúst síðastliðinn var lög- reglunni það ljóst að nokkrir aðil- ar í hinum meinta smyglhring hefðu farið til Hollands til þess að undir- búa smyglið. Nokkru síðar var 54 ára Frakki ættaður frá Chile handtekinn við komuna til Danmerkur með 12 kíló af amfetamíni falin í bíl sínum. Skömmu síðar var 49 ára Chile-mað- ur með íslenskt ríkisfang handtek- inn en hann var vopnaður níu milli- metra skammbyssu. Er sá talinn hafa útvegað burðardýr til frekara smygls frá Hollandi til Danmerkur. Þann 13. september voru burðardýrin, tveir ís- lenskir karlmenn, 20 og 21 árs, hand- teknir við komuna til Danmerkur. Í bíl þeirra fundust 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af e-töflum. Á sama tíma var höfuðpaurinn, Guðmundur Ingi, handtekinn ásamt þremur öðrum Ís- lendingum. Áttundi Íslendingurinn í málinu var handtekinn í Noregi og á sama tíma var lagt hald á nokkur kíló af amfetamíni til viðbótar. 12 Íslendingar í haldi Fyrr á þessu ári voru svo tveir Ís- lendingar sem afplána dóm í öðru fíkniefnamáli í Danmörku handtekn- ir í fangelsinu vegna gruns um aðild þeirra að smygli á 27 kílóum af am- fetamíni frá Hollandi í nóvember 2011. Er það mál talið tengjast málinu sem kom upp síðasta haust og skipulagt af sama höfuðpaur. Tveir Íslendingar til viðbótar, annar 28 ára en hinn 43 ára, voru svo hand- teknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku í vikunni. Mennirnir eru grunaðir um aðild að innflutningi á 5,5 kílóum af amfetamíni til Íslands en hald var lagt á efnin í Danmörku í síðustu viku. Ekki er ljóst hvort það mál tengist hinum málunum tveim- ur. Miðað við fyrri upplýsingar frá lög- reglunni ættu því alls að vera tólf Ís- lendingar í haldi dönsku lögreglunnar vegna smyglmála. Steffen Thaaning Steffensen, yfirmaður hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, sagði þó í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 á þriðjudag að þeir væru ellefu talsins. Skýringin á misræminu kann að vera að Chile- maðurinn með íslenska ríkisfangið sem handtekinn var í september sé ekki talinn sem Íslendingur. Götuvirðið hátt í milljarður Fram kom í fjölmiðlum á síðasta ári að danska lögreglan teldi að enda- stöð efnanna, eða að minnsta kosti hluta þeirra, hefði átt að vera Ísland. Samkvæmt heimildum DV kostar grammið af amfetamíni á götunni um 5 til 6 þúsund krónur. Götu- virði 65 kílóa af hreinu amfetamíni er þá á bilinu 325 og 390 milljónir íslenskra króna. Efnið er hins vegar sjaldan selt hreint en heimildirnar herma að það sé oft blandað tvisvar, jafnvel þrisvar, alveg eftir því hversu hreint það er. Amfetamínið sem danska lögreglan gerði upptækt í stóru smyglmálunum tveimur mun hafa verið mjög hreint. Má því ætla að götuvirði þess sé hátt í milljarður íslenskra króna. Fleiri tengjast smyglinu Heimildir DV herma þó að ólíklegt sé að allt efnið hafi átt að koma hing- að til lands, enda erfitt að smygla svo miklu magni af fíkniefnum til Ís- lands, nema „góðar smyglleiðir opn- ist,“ líkt og heimildarmaður hafði á orði. Þrátt fyrir að þetta margir hafi nú þegar verið handteknir í tengsl- um við smyglmálin þá herma heim- ildirnar að mun fleiri Íslendingar tengist smyglhringnum. Nokkrir Danir hafa einnig verið handteknir í tengslum við málin tvö.n Höfuð- paurinn 16 Fréttir 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is ætlaði að n Guðmundur ætlaði að verða ríkur á dópinu n Hefur tvisvar fengið þunga dóma G uðmundur Ingi, sem talinn er höfuðpaur smyglhrings- ins, hefur tvisvar fengið þunga dóma hér á landi fyrir aðild að stórum fíkniefna- málum. Árið 2000 hlaut hann sjö ára dóm fyrir að hafa skipulagt smygl á um 4.000 e-töflum til landsins, sölu og dreifingu. Var því lýst fyrir dómi hvernig Guð- mundur Ingi hafði í símtölum sagst ætla að verða ríkur af af smyglinu. Þá titlaði hann sig sem forstjóra smyglhópsins, en alls voru ellefu manns dæmdir í fang- elsi vegna málsins. Guðmundur sat þó ekki með hendur í skauti innan fangelsismúr- anna. Meðan á afplánun stóð tókst honum að standa að innflutningi á 1.000 e-töflum frá Hollandi með að- stoð nokkurra samfanga og félaga utan múranna, sem og skipuleggja smygl á 400–500 töflum sem við- bótar. Sú tilraun fór þó út um þúfur. Guðmundur var byrjaður að skipu- leggja síðara smyglið áður en dóm- ur féll í fyrra málinu gegn honum. n 12 Íslendingar í haldi dönsku lögreglunnar n 65 kíló af amfetamíni gerð upptæk verða ríkur Höfuðpaur Samkvæmt heimildum DV er Guðmundur Ingi Þóroddsson höfuðpaur í stórum smyglhring sem teygir sig um Evrópu. n Götuvirði efnanna hátt í milljarður króna Skammbyssan Chile-maður með íslenskt ríkisfang er einn þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi. Á honum fannst níu milli- metra skammbyssa sem hér sést. Skipulagði smygl á Hrauninu Amfetamín Mikið magn amfetamíns fannst í tveimur bílum sem komu til Danmerk- ur frá Hollandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.