Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 61
Þ
egar flautað var til leiksloka
í leik Arsenal og Bayern
München í Meistaradeild
Evrópu á þriðjudagskvöld
voru liðin 7 ár, 8 mánuðir og
29 dagar síðan Arsenal lyfti bikar síð-
ast. Eyðimerkurganga Arsenal eftir
titli hefur verið löng og ströng og eru
margir stuðningsmenn liðsins á því að
Arsene Wenger, stjóri liðsins, sé kom-
inn á endastöð með liðið. Arsenal féll
úr ensku bikarkeppninni um síðustu
helgi eftir tap á heimavelli gegn Black-
burn. Þá er liðið svo gott sem er úr leik
í Meistaradeildinni eftir tap á heima-
velli, 3–1, gegn Bayern München í 16
liða úrslitum keppninnar. Þá féll liðið
úr keppni í deildabikarnum fyrr í vet-
ur eftir tap gegn Bradford. Fyrir leiki
helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni
er Arsenal í 5. sæti deildarinnar og
engan veginn öruggt um sæti í Meist-
aradeild Evrópu.
Sjö ára hnignun
Frá því að Wenger tók við stjórn
Arsenal í ágúst 1996 hefur hann alltaf
skilað liðinu í Meistaradeildina. Á
meðfylgjandi súluriti má sjá hvernig
árangur Arsenal í deildinni hefur
versnað á undanförnum árum. Frá
árinu 1998 til 2005, sjö tímabil í röð,
náði Wenger ávallt að skila Arsenal
í annað af tveimur efstu sætum
deildarinnar en á þessum árum vann
liðið einnig ensku bikarkeppnina
fjórum sinnum; 1998, 2002, 2003 og
2005. Á þessum árum var liðið skipað
gæða leikmönnum á borð við Thierry
Henry, Freddie Ljungberg, Patrick
Vieira, Sol Campbell og Robert Pires.
Segja má að tímabilið 2005/06 hafi
markað ákveðin þáttaskil en síðan
þá hefur Arsenal ekki náð að blanda
sér í baráttuna um efstu sæti úrvals-
deildarinnar. Hrókeringar í leik-
mannahópi liðsins hafa ekki verið til
þess fallnar að koma stöðugleika á
liðið og hefur Wenger þurft að byggja
upp nýtt lið nánast á hverju tímabili
síðan þá. Ef fram heldur sem horfir
verður yfirstandandi leiktíð sú versta
síðan Wenger tók við stjórn Arsenal
fyrir tæpum 17 árum.
Gæðaleikmenn seldir
Það sem hefur farið í taugarnar
á fjölmörgum stuðningsmönn-
um Arsenal á undanförnum árum
er tregða stjórnenda félagsins til
að kaupa gæðaleikmenn og halda
bestu mönnunum sínum. Robin van
Persie, Samir Nasri, Cesc Fabregas
og Emmanuel Adebayor hafa allir
verið seldir á undanförnum árum og
fleiri til. Liðinu hefur ekki tekist að fá
jafn góða leikmenn í staðinn eins og
árangur liðsins ber með sér. „Meist-
aradeildin er eini möguleiki Wen-
gers á titli og skiljanlega eru stuðn-
ingsmenn Arsenal áhyggjufullir.
Og þeir hafa fulla ástæðu til,“ sagði
Ian Wright, fyrrverandi leikmað-
ur Arsenal, í pistli á vefsíðu The Sun
fyrir leikinn gegn Bayern á þriðju-
dag. Stuðningsmenn Arsenal eru
því orðnir langeygir eftir árangri. Ef
marka má bresku pressuna virðist
Arsene Wenger þó ætla að fá tækifæri
til að halda áfram með liðið og virð-
ist fátt benda til þess að hann hætti
með liðið í vor eða sumar. Greint hef-
ur verið frá því að hann muni fá allt
að 70 milljónum punda til að kaupa
leikmenn í sumar. Allt bendir þó til
þess að eyðimerkurganga Arsenal
eftir titli muni endast í að minnsta
kosti eitt ár til viðbótar. n
Sport 45Helgarblað 22.–24. febrúar 2013
3
Hnignun ArsenAl
n Sjö ár og níu mánuðir síðan Arsenal hampaði titli síðast n Stuðningsmenn orðnir pirraðir
1
2
3
4
5
1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013
Árangur Arsenal í deildinni
Arsenal-liðið hefur ávallt verið í toppbaráttu þó uppskeran hafi verið dræm síðustu ár
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Ekki nógu gott lið
„Ég hugsa að Wenger verði áfram og ég vil gefa honum tækifæri á
að versla í sumar og sjá svo til,“ segir Einar Örn Jónsson, íþrótta-
fréttamaður á RÚV og stuðningsmaður Arsenal. Einar segir að það
hafi sést, svart á hvítu, í leiknum gegn Bayern í Meistaradeildinni á
þriðjudagskvöld að liðið sé einfaldlega ekki nógu gott til að berjast
við bestu lið Evrópu. Einar segir að það sé ljóst að miklar breytingar
þurfi að gera á leikmannahópi liðsins til að það fari að blanda sér
aftur í baráttuna við bestu lið Englands og Evrópu. Aðspurður segist
Einar ekki geta nefnt neina augljósa möguleika á leikmannamark-
aðnum í sumar. „Ég held að við þurfum að fá nýjan markmann og sterkan varnarmann.
Okkur vantar miðjumann sem getur stoppað sóknir og svo væri ekki verra að hafa fleiri
möguleika í framlínunni. Það er býsna víða sem þarf að taka til hendinni,“ segir Einar. Hann
segir að Wenger beri ábyrgð á þeirri stefnu að kaupa unga leikmenn og bíða eftir að þeir
þroskist í stað þess að kaupa fullmótaða hágæðaleikmenn. Að því leytinu til beri hann
ábyrgð á slöku gengi Arsenal undanfarin ár. n
Einar Örn Jónsson
Hefur átt betri daga Arsene Wenger á
ekki sjö dagana sæla sem stjóri Arsenal. Lið
hans er nú úr leik á nánast öllum vígstöðum.
Mynd REutERS
Já 46%
Nei 54%
Á Arsene Wenger
að hætta?
Könnun á vef The Sun
Staðan eftir að 5.547 atkvæði höfðu borist.
„Meistara-
deildin er
eini möguleiki
Wengers á titli