Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 61
Þ egar flautað var til leiksloka í leik Arsenal og Bayern München í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld voru liðin 7 ár, 8 mánuðir og 29 dagar síðan Arsenal lyfti bikar síð- ast. Eyðimerkurganga Arsenal eftir titli hefur verið löng og ströng og eru margir stuðningsmenn liðsins á því að Arsene Wenger, stjóri liðsins, sé kom- inn á endastöð með liðið. Arsenal féll úr ensku bikarkeppninni um síðustu helgi eftir tap á heimavelli gegn Black- burn. Þá er liðið svo gott sem er úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heima- velli, 3–1, gegn Bayern München í 16 liða úrslitum keppninnar. Þá féll liðið úr keppni í deildabikarnum fyrr í vet- ur eftir tap gegn Bradford. Fyrir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er Arsenal í 5. sæti deildarinnar og engan veginn öruggt um sæti í Meist- aradeild Evrópu. Sjö ára hnignun Frá því að Wenger tók við stjórn Arsenal í ágúst 1996 hefur hann alltaf skilað liðinu í Meistaradeildina. Á meðfylgjandi súluriti má sjá hvernig árangur Arsenal í deildinni hefur versnað á undanförnum árum. Frá árinu 1998 til 2005, sjö tímabil í röð, náði Wenger ávallt að skila Arsenal í annað af tveimur efstu sætum deildarinnar en á þessum árum vann liðið einnig ensku bikarkeppnina fjórum sinnum; 1998, 2002, 2003 og 2005. Á þessum árum var liðið skipað gæða leikmönnum á borð við Thierry Henry, Freddie Ljungberg, Patrick Vieira, Sol Campbell og Robert Pires. Segja má að tímabilið 2005/06 hafi markað ákveðin þáttaskil en síðan þá hefur Arsenal ekki náð að blanda sér í baráttuna um efstu sæti úrvals- deildarinnar. Hrókeringar í leik- mannahópi liðsins hafa ekki verið til þess fallnar að koma stöðugleika á liðið og hefur Wenger þurft að byggja upp nýtt lið nánast á hverju tímabili síðan þá. Ef fram heldur sem horfir verður yfirstandandi leiktíð sú versta síðan Wenger tók við stjórn Arsenal fyrir tæpum 17 árum. Gæðaleikmenn seldir Það sem hefur farið í taugarnar á fjölmörgum stuðningsmönn- um Arsenal á undanförnum árum er tregða stjórnenda félagsins til að kaupa gæðaleikmenn og halda bestu mönnunum sínum. Robin van Persie, Samir Nasri, Cesc Fabregas og Emmanuel Adebayor hafa allir verið seldir á undanförnum árum og fleiri til. Liðinu hefur ekki tekist að fá jafn góða leikmenn í staðinn eins og árangur liðsins ber með sér. „Meist- aradeildin er eini möguleiki Wen- gers á titli og skiljanlega eru stuðn- ingsmenn Arsenal áhyggjufullir. Og þeir hafa fulla ástæðu til,“ sagði Ian Wright, fyrrverandi leikmað- ur Arsenal, í pistli á vefsíðu The Sun fyrir leikinn gegn Bayern á þriðju- dag. Stuðningsmenn Arsenal eru því orðnir langeygir eftir árangri. Ef marka má bresku pressuna virðist Arsene Wenger þó ætla að fá tækifæri til að halda áfram með liðið og virð- ist fátt benda til þess að hann hætti með liðið í vor eða sumar. Greint hef- ur verið frá því að hann muni fá allt að 70 milljónum punda til að kaupa leikmenn í sumar. Allt bendir þó til þess að eyðimerkurganga Arsenal eftir titli muni endast í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar. n Sport 45Helgarblað 22.–24. febrúar 2013 3 Hnignun ArsenAl n Sjö ár og níu mánuðir síðan Arsenal hampaði titli síðast n Stuðningsmenn orðnir pirraðir 1 2 3 4 5 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Árangur Arsenal í deildinni Arsenal-liðið hefur ávallt verið í toppbaráttu þó uppskeran hafi verið dræm síðustu ár Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Ekki nógu gott lið „Ég hugsa að Wenger verði áfram og ég vil gefa honum tækifæri á að versla í sumar og sjá svo til,“ segir Einar Örn Jónsson, íþrótta- fréttamaður á RÚV og stuðningsmaður Arsenal. Einar segir að það hafi sést, svart á hvítu, í leiknum gegn Bayern í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld að liðið sé einfaldlega ekki nógu gott til að berjast við bestu lið Evrópu. Einar segir að það sé ljóst að miklar breytingar þurfi að gera á leikmannahópi liðsins til að það fari að blanda sér aftur í baráttuna við bestu lið Englands og Evrópu. Aðspurður segist Einar ekki geta nefnt neina augljósa möguleika á leikmannamark- aðnum í sumar. „Ég held að við þurfum að fá nýjan markmann og sterkan varnarmann. Okkur vantar miðjumann sem getur stoppað sóknir og svo væri ekki verra að hafa fleiri möguleika í framlínunni. Það er býsna víða sem þarf að taka til hendinni,“ segir Einar. Hann segir að Wenger beri ábyrgð á þeirri stefnu að kaupa unga leikmenn og bíða eftir að þeir þroskist í stað þess að kaupa fullmótaða hágæðaleikmenn. Að því leytinu til beri hann ábyrgð á slöku gengi Arsenal undanfarin ár. n Einar Örn Jónsson Hefur átt betri daga Arsene Wenger á ekki sjö dagana sæla sem stjóri Arsenal. Lið hans er nú úr leik á nánast öllum vígstöðum. Mynd REutERS Já 46% Nei 54% Á Arsene Wenger að hætta? Könnun á vef The Sun Staðan eftir að 5.547 atkvæði höfðu borist. „Meistara- deildin er eini möguleiki Wengers á titli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.