Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 45
Viðtal 29Helgarblað 22.–24. febrúar 2013 „Svo varð allt svart“ það, þetta er eina óhappið sem ég hef lent í sem heitið getur á langri ævi. Ég gerði út vörubíl í mörg ár til að sjá mér farborða í gegnum skóla og er fæddur á norðausturhluta landsins þannig að þú getur rétt ímyndað þér – það er ekki alltaf lognið þar. En það geta komið upp aðstæður sem þú ræður ekki við og ég lenti á hálkubletti á versta stað í beygju og náði ekki stjórn á bílnum aftur, flaug út í loftið, svo kom högg og svo varð allt svart. Þetta fór allt vel að lokum en þetta leit ekkert allt of glæsilega út.“ Átti erfitt með að anda Slysið varð utarlega í Svartárdalnum, neðan við Bólstaðarhlíðarbrekkuna. „Bíllinn fór illa á vondum stað og fór í kollhnísa. Ég missti meðvitund í ein- hvern tíma og svo smá ranka ég við mér og komst sem betur fer þannig til meðvitundar að ég gat farið að gera flest af því sem skást var. Ég náði að draga yfir mig úlpu sem var við hliðina á mér. Röð merkilegra tilviljana skýra það hversu vel ég slapp frá þessu. Bíllinn endaði á hjólunum sem var mikið lán því ég var svo möl- brotinn allur að það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef ég hefði hangið í beltinu og bíllinn á hvolfi, hann stóð á árbakkanum og ef hann hefði farið eina veltu til viðbótar hefði ég farið út í ána, það var svo ævintýra- legt að bíllinn var alveg í klessu en var samt í gangi svo ég gat sett miðstöð- ina á fullt og það var skrúfaður niður í gólfið gamall NMT-sími sem virk- aði þannig að ég gat hringt sjálfur í Neyðarlínuna. Gemsinn sem ég var með í vasanum fannst 200 metra úti í móa en gamli góði NMT-síminn hélt velli.“ Glöggir vöruflutningsbílstjórar uppgötvuðu að sennilega hefði bíll farið út af og fyrsti maður á vett- vang var bílstjóri sem hlúði að Steingrími á meðan lögreglan og björgunarsveitirnar leituðu hans. „Ég átti erfitt með að anda þannig að ég var óskaplega feginn þegar ég fékk súrefnið.“ Stoltur á Esjunni Þetta var erfið nótt fyrir alla hans að- standendur. Það var vonskuveður og það tókst ekki að koma Steingrími suð- ur á spítala fyrr en undir morgun. Fyrst þurfti að koma honum með sjúkrabíl út á Blönduós og síðan þurfti þyrlan að fljúga eftir krókaleiðum í bæinn, því ekki gat hún flogið yfir hálendið í þessu aftakaveðri. „Þá kynntist ég af eigin raun þessu stórkostlega kerfi sem við eigum. Allt frá björgunarsveitunum, lögreglunni, sjúkraflutningsmönnum, landhelgisgæslunni og svo auðvitað heilbrigðiskerfinu sem er stórkostlegt. Við tók löng sjúkrahúslega, svo fór ég heim og þaðan í endurhæfingu. Ég var auðvitað þó nokkurn tíma að ná aftur fullum styrk og var mjög feginn því að vera búinn að ganga þvert yfir landið og hlaupa maraþon áður en ég fékk þessa skrokkskjóðu. Við vorum að tala um Esjuna áðan. Ég hef af og til rölt á hana síð- ustu fimmtán, tuttugu árin. Ég man að ég varð alveg óskaplega stoltur þegar ég komst aftur eitthvað áleið- is upp hlíðarnar. Þá var komið fram á haust og ég efast um að það hafi verið fyrr en ári seinna sem ég var farinn að ganga alla leið upp á toppinn. En ég var ótrúlega heppinn að ná aftur fullu þreki og í dag finn ég ekki mikið fyrir því, það er helst að lungun eru ekki alveg eins góð, þau féllu nátt- úrulega saman og ég mæðist fyrr ef ég reyni á mig. En svo jafnar það sig og ég hef ágætt þrek. Það hefur heldur betur komið sér vel síðustu fjögur ár,“ segir hann. Líður vel í atinu „En ég hef alltaf reynt að halda tengsl- um við mína heimasveit, dvelja á Gunnarsstöðum á sumrin og fara í göngur og réttir á haustin, skjótast norður í veiði og gera það sem ég hef gaman af,“ segir hann. Hann er vinnuþjarkur sem nýtur sín best í puði. Hingað á skrifstofuna hefur hann mætt alla daga um hálf átta og fer iðulega ekki heim fyrr en klukkan fer að nálgast tíu eða ell- efu á kvöldin. „Ég mæti alltaf fyrstur og fer síðastur,“ segir Steingrímur sem gleymir jafnvel að borða í öllum asanum. „Ég hef óskaplega gaman af erf- iðisvinnu og ef ég er í sveitinni dríf ég mig gjarnan í eitthvað púl. Mér finnst alveg yndislegt að vinna erfiðisvinnu og leggjast þreyttur til hvílu á kvöldin. Það er góð tilfinning. Maður eins og ég sem er fæddur í sveit og hefur unnið nánast öll störf til sjávar og sveita, í landbúnaði, fisk- vinnslu, verið á sjó og keyrt vörubíl, verið í brúarvinnu og nefndu það. Ég byrjaði kornungur að flá, var stór og sterkur eftir aldri og var farinn að flá í sláturhúsinu heima eftir fermingu. Ég væri alveg til í að eiga framtíð í púlsvinnu ef aðstæður mínar breytast þannig á meðan ég hef heilsu í það. Ég hefði ekkert á móti því að taka til hendinni. Ég vona að ég verði ekki sakaður um að vera latur. Mér finnst gott að hafa eitthvað við að vera og finn mér jafnvel upp einhver verk- efni ef þau blasa ekki við mér. Ég smíðaði myndarlega brú yfir læk á sumarhúsalandi stórfjölskyldunnar.“ Einu sinni skoraði hann norðan- vindinn á hólm því renningurinn var að skemma gróður sem fjölskyldan var að reyna að koma upp efst í skóg- ræktarlandi. Þá fór Steingrímur nið- ur á Eyrarbakka og náði sér í bílfarm af spírum, sem alla jafna eru notað- ar til að þurrka þorskhausa. Síðan reisti hann skjólvegg sem var sjötíu metra langur og upp í fjögurra metra hár. „Við vorum að grínast með það að þetta væri sennilega það mann- virki sem kæmist næst því að sjást frá tungl inu á eftir Kínamúrnum. Það fóru í þetta flestar lausar stundir í hálft sumar. Síðan rauk gróðurinn upp og eftir tíu, fimmtán ár var veggurinn orðinn óþarfur.“ Fyrsta fríið Heima greip hann helst í að smíða leikföng handa krökkunum. „En ekki að undanförnu, því miður. Það þarf að horfast í augu við það að þetta er ekki mjög fjölskylduvænt starf. Ég hef nú sagt það í tengslum við þessa ákvörðun mína um að gefa ekki kost á mér áfram sem formaður að það er kominn tími til að greiða aðeins inn á þessa skuld við fjölskylduna. Þetta hefur verið ævintýralegur tími þessi ár og þrotlaus vinna, nánast engin frí. Það var ekki fyrr en í sumar sem ég tók fyrsta almennilega fríið til þess að vera með fjölskyldunni. Þá tók ég hálfsmánaðar frí og fór til útlanda til þess að komast í frið. Það er erfitt að slíta sig frá verkunum þegar mað- ur er einhvers staðar í nágrenninu. Reglurnar eru líka þannig að þegar þú ert ráðherra þá ertu alltaf ráðherra, nótt sem nýtan dag á meðan þú ert í landi. En þegar þú ferð úr landi þá tekur annar við og gegnir fyrir þig og fer með þínar ráðherraskyldur. Nú er þetta svolítið fáfengilegt því ef þú ert í gönguferð á Hornströndum ertu kannski mikið fjær því að geta kom- ist til Reykjavíkur og sinnt embættis- skyldum heldur en ef þú ert í Kaup- mannahöfn.“ Árið 2009 tók hann ekki einn einasta frídag, varla helgi, hvað þá annað. „Svo fór þetta aðeins að lagast en ekki mikið og það var ekki fyrr en 2012 sem ég taldi mig geta tekið mitt fyrsta eiginlega sumarfrí á þessum árum. Þetta tekur auðvitað í, þetta er búin að vera löng og ströng vakt. Ég er heppinn að vera heilsu- hraustur og hafa mikið þrek en ég veit að ég get ekki seiglast svona í gegnum þetta endalaust, það getur enginn. Ég þarf helst að reyna að passa eitthvað upp á mig, ég vil ekki klára mig alveg,“ segir hann og fiktar í litríku vinabandi sem er bundið um úlnlið hans. Vinveittur Afríkubúi batt þetta á hann í Genóa á Ítalíu í fyrra. „Hann hnýtti svona bönd á mig og á dóttur mína. Ég laumaði að honum tveimur evrum og hann varð ósköp glaður. Þetta hvarf fljótlega af hönd dóttur minnar en entist lengur á mér. Svo fór mér að þykja svo vænt um það að ég leyfði því að vera til minningar um þessa góðu daga sem við áttum þarna saman fjölskyldan.“ En aftur að ástandinu í ríkisstjórninni. Álag- ið er orðið manneskjulegra en það var hér fyrstu árin eftir hrun. „Þetta er að lagast og þetta mun halda áfram að batna. Ég á ekki von á því að nein kynslóð íslenskra stjórnmálamanna þurfi að ganga í gegnum sambæri- lega hluti, að glíma við svona óskap- legt ástand eins og skapaðist hér síð- sumars 2008, og vonandi aldrei.“ Bjartsýnn á framtíð flokksins Margar ástæður réðu því að Stein- grímur ákvað að hætta sem formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs. Ein þeirra, en aðeins ein og alls ekki sú veigamesta, var hversu lágt fylgi flokkurinn hefur mælst með í síðustu skoðanakönnunum. „Von- andi fær okkar nýja forysta mikinn meðbyr og öflugan stuðning. Við komum fersk til leiks með endurnýj- aða forystu. Ég er mjög bjartsýnn á að það gangi vel. Ég er sannfærður um að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái betri kosningu en þessar verstu skoðana- kannanir sýna. Að sjálfsögðu finnst mér þessar tölur ekki sanngjarnar en ég viðurkenni þó að það kemur mér ekki að öllu leyti á óvart, vitandi vel að það var ekki vinsælt sem við urð- um að gera. Okkur hafa kannski ver- ið mislagðar hendur varðandi það að eiga í nógu miklum rökræðum við þjóðina um það af hverju við teljum að þetta og hitt verði að gera. Meðal annars af því að við höf- um verið svo ofboðslega upptek- in. Okkur var drekkt í verkefnum. Það var aldrei neinn afgangur af „Ég var svo möl- brotinn allur að það hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef ég hefði hangið í beltinu og bíllinn á hvolfi, hann stóð á árbakk- anum og ef hann hefði farið eina veltu til viðbótar hefði ég farið út í ána. Fjölskyldan í forgang Eftir þrotlausa vinnu ætlar Steingrímur að greiða skuld við fjölskylduna og eyða meiri tíma með henni. Á síðustu árum hefur hann varla tekið sér frí, það var fyrst í fyrra sem hann komst frá í tvær vikur. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.