Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 50
34 Viðtal 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað en sagði honum frá þeim tilfinn­ ingum sem ég bar í brjósti. Sam­ bandið hjá okkur Magnúsi þróaðist á sama tíma í vináttu og ég gat tekið réttar ákvarðanir. Og þá tók við nýtt líf,“ segir Lovísa frá. Fékk annað tækifæri „Ég hafði verið rosalega veik í nokk­ ur ár. Þau ár voru eins og þeytivinda. Svo varð ég heilbrigð og ekki lengur í sambandi við besta vin minn. Það var eins og mörgum tonnum af fargi hefði verið lyft af mér. Það opnaðist fyrir eitthvað nýtt hjá mér þegar ég var heima að glamra á gítarinn. Lay Low fæddist af krafti og braut sér leið í gegnum tónlistina. Það hefur sterka persónulega þýðingu í mín­ um huga.“ Saga Lay Low hefur gef­ ið ungmennum sem veikjast von, hún hefur ekki rætt mikið um veik­ indin nema til þess að láta gott af sér leiða. Lovísa fékk heilaæxli af alvar­ legum toga, svokallað hormóna­ heilaæxli og þjáðist um leið af sjaldgæfum taugasjúkdómi. „Taugasjúkdómurinn var mikið átakanlegri fyrir mig en æxlið sjálft,“ segir Lovísa frá. „Ég hef ekki verið mikið að tala um veikindi mín. En á sama tíma vil ég nýta þessa reynslu mína öðrum til góða. Ég fékk ann­ að tækifæri. Þetta var mjög svart á þessum tíma. En svo náði ég, með hjálp frábærra lækna, bata. Miklu máli skipti að eiga mömmu að, sem var alltaf eins og jarðýta í lífi mínu. Ég naut mikils stuðnings og Magn­ ús stóð líka þétt við hlið mína og var mér svo góður vinur.“ Óttast ekki Hún segist stundum gleyma þess­ um tíma. Eins og hún hafi aldrei veikst, en hún búi alltaf að lífs­ reynslunni sem hefur gefið henni ríkulegt þakklæti. „Stundum er eins og ég gleymi þessari hlið. Ég verð kannski kærulaus og hætti að hugsa vel um mig. En svo þegar ég fer að hugsa um þetta þá fæ ég svona, já ókei! Því ég man hvað þetta var hræðilegt. Ég get alltaf leitað í þessa reynslu, til að minna mig á að vera þakklát fyrir það sem ég hef. Núna þarf ég til dæmis að panta mér tíma hjá lækni. Ég þarf að passa mig og er í reglulegum skoðunum, þetta var hormónaheilaæxli og því þarf að fylgjast vel með heilsunni.“ Er hún hrædd við að veikindin taki sig upp aftur? „Nei, þetta er ekki ótti. Ég er laus við hann. Þetta er bara kæruleysi. Fólk sem þekkir mig segir; jæja, jæja Lovísa! Ertu ekki örugglega að passa upp á þig? Ég get verið algjör auli að klára hluti. Það er stórt dæmi hjá mér, bara það að panta tíma hjá lækni og mæta svo í hann. Það er auðvitað viss hluti af því að fullorðnast að taka mig á í þess­ um málum. Ég á stundum erfitt með að glíma við blákaldan raun­ veruleikann. Ég veit að það eru margir sem eiga bágt með það. Sem fresta því að líta vel eftir sér, fara í krabbameinsskoðun og gera það sem þarf að gera. En í dag finnst mér gaman að takast á við þessar hliðar mínar, ég veit að ég get gert betur og finnst auðvitað leiðin­ legt ef kæruleysi mitt bitnar á fólki í kringum mig sem hefur áhyggjur af mér eða er að bíða eftir einhverju frá mér.“ Aldrei í fríi Lovísa er afar upptekin og vinna hennar er mun fjölbreytilegri en fólk gerir sér almennt hugmyndir um. „Við vorum að tala um það um daginn. Þegar fólk hringir stundum og segir, ég er hérna með gigg á sunnudaginn. Viltu koma og spila? Maður var kannski búin að ákveða að vera í fríi og það þykir bara mjög skrýtið. Jafnvel óskiljanlegt. Það er erfitt að útskýra þetta. Ég hef alveg lent í þessu nokkrum sinnum. Það er mjög erfitt að segja: Ég er í fríi. Fólk spyr þá jafnharðan: Nú af hverju geturðu ekki komið? Ég er alveg steinhætt að segjast vera í fríi og búin að læra að segjast vera upptekin. Vinna mín er ekki bara að spila á tónleikum eða giggum. Mestur tími fer í að semja tónlist, sjá um bókhaldið og skipuleggja tónleikaferðalög. Ég mæti ekkert bara með gítarinn og spila,“ segir hún og hlær. Fluttar í sveitina Lovísa og kærasta hennar, Agnes Erna, fluttu af Hverfisgötunni í Ölf­ ussveit síðsumars á síðasta ári. „Við bjuggum í miðbænum á Hverfis­ götunni og vorum búnar að fá nóg af því að vera þar, við vorum í kjallaraíbúð og búnar að búa lengi við lætin sem eru í miðbænum. Okkur langaði að losna úr þess­ um aðstæðum og vorum jafnvel að pæla í að flytja út. Svo sáum við hús til leigu í Ölfussveit. Við fórum að skoða húsið, sem stendur rétt fyrir utan Hveragerði, og þá var þetta bara risastórt hús og við ákváðum bara að kýla á þetta. Þetta er eiginlega bara besta ákvörðunin sem var tekin 2012,“ segir hún og hlær og lýsir útsýninu. „Þetta er alveg yndislegt. Núna sit ég í eldhúsinu á meðan ég er að tala við þig og horfi yfir í Hveragerði. Útsýnið er draumkennt og róman­ tískt. Hér fyrir framan húsið er bor­ hola og frá henni rís gufa og ljær umhverfinu ævintýralegan blæ. Fyrst þegar maður fluttist hingað þá lamaðist maður, maður gerði ekki neitt. Upplifunin við að koma svona skyndilega í kyrrðina var eins og að fara langþreyttur upp í sum­ arbústað. Þá vill maður bara sofa og leyfa streitunni að líða úr sér. Við Agnes vorum ótrúlega lengi að venjast kyrrðinni. Þegar maður bjó í miðbænum var maður alltaf að skjótast hingað og þangað. Skjótast í Bónus, skjótast á pósthús­ ið og í skattinn. En núna, ef maður er að gera eitthvað, þá verður mað­ ur að skipuleggja sig, taka einn dag og koma öllu í verk. Það hentar mér mjög vel.“ Vinskapur sem þróaðist í ást Þær Agnes hafa eytt vetrinum í hús­ inu stóra þar sem þær njóta kyrrðar­ innar. Vegna nálægðarinnar við jarðhitasvæðin hefur veturinn verið einstaklega mildur. „Það var stundum hræðilegt að keyra yfir heiðina, að sjá ekki neitt í blindbyl. Til dæmis á gamlárs­ kvöld þegar við keyrðum í bæinn, við héldum að við myndum ekki sjá 2013 – að þetta yrði okkar síðasta,“ segir hún frá og bætir því við að hún sé í ofanálag einstaklega bílhrædd. Lovísa kynntist sambýliskonu sinni, Agnesi Ernu, í gegnum sam­ eiginlegan vinahóp og þær hafa verið saman í nærri fjögur ár og aðspurð segist hún vel geta hugs­ að sér að eignast með henni barn. Þetta var vinskapur sem þróaðist í ást. Agnes er söngkona eins og ég, hún er með afskaplega fallega rödd,“ segir Lovísa og aðdáunin leynir sér ekki. Hún segist hafa gaman af því að syngja með henni. „Ég er viss um að við eigum eftir að gera meira af því einhvern tímann,“ segir hún. Blaða­ maður spyr hvort barneignir séu á döfinni eða gifting? „Nú þegar við erum komnar hingað, í þetta hús þá finnst mér við hafa tekið eitthvert skref. Við erum fullorðins,“ segir hún og hlær. „Framtíðin er óskrifað blað og þótt barneignir séu ekki strax dagskrá þá getum við Agnes alveg hugsað okkur að eignast barn.“ Slæmt samband við peninga Ríkidæmi Lovísu er ekki fólgið í peningum eða frægð og frama. „Ég á ekki gott samband við peninga, en ég þarf að bæta það býst ég við. En ég á hins vegar dýrmæta fjölskyldu og vini. Það er ekki hægt að kaupa það sem ég á, það er ekki einu sinni hægt að leggja nokkurt verðmat á það, svo dýrmætt er það. Það er misjafnt hversu vel ég hef í mig og á. Ég hef verið heppin því Agnes er mér mikill stuðningur. Hún skipuleggur fjármál annarra og hefur tekið mín í gegn. “ Bíður vorsins Lovísa er farin að huga að vori og lagasmíðum. „Kannski verður þetta rosalega róleg plata. Kannski ekki. Mér finnst skemmtilegt að hún er enn óskrifað blað. Ég er með margar hugmyndir í kollinum. Framundan er að klára þessa plötu. Ég ætlaði að fara að spila mikið í vor en hætti við það allt saman – fannst mig vanta frið til að klára næstu plötu. Ég hlakka til að fá að njóta þess að sjá vorið. Við erum búnar að sjá haust og vetur og nú fer vorið að nálgast. Þá get ég farið að stússast í garðin­ um og rækta eitthvað fallegt.“ n „Taugasjúk- dómurinn var mikið átakan- legri fyrir mig en æxlið sjálft Getur hugsað sér að eignast barn „Framtíðin er óskrifað blað og þótt barn- eignir séu ekki strax dagskrá þá getum við Agnes alveg hugsað okkur að eignast barn.“ mynd eyþÓr árnASon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.