Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 36
8 Fermingar 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað T æplega 30 unglingar eru saman komnir í kennslu- stofu en þangað mæta þeir á 12 vikna námskeið Sið- menntar. Jóhann Björnsson, kennslustjóri Siðmenntar, sér um kennsluna. Þennan dag er lögð áhersla á sið- fræði. Jóhann talar til dæmis um hve ímyndin skiptir miklu máli. „Hve margir strákar væru tilbúnir til að kaupa sér bleikan stelpuís?“ spyr Jóhann. „Þegar ég var þriggja ára hefði ég ekki viljað stelpuís en núna er mér skítsama,“ segir einn strák- urinn. Ein pælingin snýst um það hvort krökkunum fyndist vera skylda að hjálpa aðila í neyð. Önnur pælingin snýst um það hvort tilkynna þurfi til lögreglu ef bróðir viðkomandi hafi framið glæp. „Mynduð þið drepa saklausa manneskju til að bjarga 10 öðrum saklausum manneskjum?“ „Þyrfti maður að gera það sjálf- ur?“ spyr einn unglingurinn. „Myndi maður ráða hvaða mann- eskja myndi deyja?“ spyr annar. „Gætir þú drepið þig sjálfan þannig að 10 myndu ekki deyja og þá fengir þú ekki samviskubit?“ spyr sá þriðji. „Hvort myndir þú vilja vera hat- aður eða elskaður?“ spyr sá fjórði. Ný dæmi taka síðan við. Sjö unglingar eru til í smáspjall eftir tímann. Hvers vegna veljið þið borgaralega fermingu? Mikael: „Bara út af því að ég er ekki kristinn. Ég hef aldrei trúað á neitt.“ Ásdís: „Ég er ekki trúuð og ég vil ekki kristilega fermingu. Þetta er góður kostur.“ Halldór: „Ég vil ekki láta ferma mig í kirkju því ég er ekki tilbúinn til að játa kristna trú.“ Ína: „Ég er ekki alin upp við það að fara í kirkju á hverjum einasta sunnudegi. Það er verið að taka á móti okkur í samfélag fullorðinna.“ Katrín: „Ég ætla ekki að láta ferma mig í kirkju þar sem ég fer aldrei í kirkju.“ Bríet: „Ég vildi frekar borgara- lega fermingu eins og systir mín. Ég er ekkert svakalega trúuð en ég hef farið í kirkju þótt ég fari ekki alltaf á sunnudögum.“ Kristín: „Ég hef ekkert á móti kristinni trú en það var spennandi að læra eitthvað meira eins og í borg- aralegri fermingu.“ Hvað hafið þið lært í tímunum í vetur? Mikael: „Ég hef til dæmis lært mik- ið um gagnrýna hugsun og svo er ég búinn að fræðast betur til dæmis um áfengis- og vímuefnamál.“ Ásdís: „Þetta er eiginlega allt sem við erum búin að gera í vetur.“ Mikael: „Við erum til dæmis búin að fræðast eitthvað um það hvað við myndum taka með okkur í neyð.“ Ásdís: „Rökrétta hugsun.“ Ína: „Og hvað skiptir okkur máli.“ Katrín: „Ég er sammála þessu.“ Ína: „Það er misjafnt hvað fólki finnst vera nauðsynlegt. Hjá mörg- um er það matur og vatn en hjá sum- um er það iPad og föt.“ Bríet: „Ég hef kynnst nýjum krökkum og lært meira um lífið.“ Katrín: „Ég verð aðeins undirbún- ari undir það sem gerist í framtíðinni þegar ég verð fullorðin.“ Mikael: „Mér finnst ég frekar geta sagt mínar skoðanir á hlutun- um hérna í tímum heldur en í skól- anum. Svo finnst mér við læra hérna eitthvað sem er ekki kennt í skólan- um. Ég vil bara fá að vera eins og ég er en ekki eins og allir hinir vilja að ég sé burtséð frá því hvað skólafélagar mínir segja.“ Hver eru viðbrögð fólks við ákvörðun ykkar? Mikael: „Það eru margir búnir að segja við mig að ég ætli að fermast borgaralega bara út af pökkunum. Það eru margir búnir að vera með skæting við mig. Mér hefur alltaf tek- ist að spyrja þá hvort þeir myndu láta ferma sig ef það væri ekki fermingar- veisla og pakkar eftir að þeir fermd- ust í kirkju. Þeir geta aldrei svarað því.“ Ásdís: „Það er alltaf verið að spyrja mig hvort ég sé bara að gera þetta út af pökkunum og af hverju ég sé að gera þetta. Fólk er alltaf með einhvern skæting. Það eru meira að segja nokkrir í fjölskyldunni búnir að segja að þeir ætli ekki að mæta í ferminguna út af því að ég vel þessa leið. Mér er þannig séð alveg sama þótt þeim finnist þetta; þeir eiga val- ið.“ Ína: „Eins og þau segja þá hafa margir sagt við mig að ég sé bara að gera þetta út af pökkunum. En ekki erum við að gagnrýna þá sem ferm- ast í kirkju. Þetta er okkar valkostur; það er ekki eins og þau séu að gera þetta. Það er ekki eins og það sé þeirra vandamál að við trúum ekki á guð. Við viljum líka hafa athöfn. Við lærum ekki um guð en við lærum til dæmis um siðfræði og gagnrýna hugsun.“ Halldór: „Það eru sumir sem halda að ég vilji ferma mig borg- aralega út af pökkunum en ég tek það skýrt fram að ég bara trúi ekki á guð. Það gefur það enginn í skyn en samt eru kannski einhverjir ættingj- ar sem eru ekki sammála því að ég ætti að vera að ferma mig borgara- lega. Reyndar er ég stundum spurður hvað ég sé að gera í þessum tímum.“ Bríet: „Það eru margir búnir að segja að ég sé bara að gera þetta út af pökkunum. Ég læri mikið í borg- aralegri fermingu sem ég læri ekki í skólanum.“ Katrín: „Nokkrir vinir mínir hafa sagt við mig að ég sé bara að gera þetta út af pökkunum. Mér finnst það leiðinlegt því það er ekki satt en ég er að gera þetta til að vera undirbúin fyrir það sem kemur. Mér fannst þetta spennandi og vildi prófa eitthvað nýtt. Við erum að læra um kristna trú í skólanum og svo er margt sem við lærum í borgaralegri fermingu sem við munum ekki læra í skólanum.“ Kristín: „Kristin trú gengur ekkert fyrir. Mér fannst persónu- lega spennandi að fara í fermingar- fræðslu og læra um hluti sem ég læri ekki um neins staðar annars staðar.“ Hvernig verður svo fermingardagurinn? Mikael: „Mín athöfn verður svolítið öðruvísi af því að fjölskylda mín og vinir okkar eru mótorhjólafólk. Við ætlum að hafa smá mótorhjólaþema í þessu; hafa litlar mótorhjólastyttur og vera með hvíta, svarta og appel- sínugula dúka á borðunum af því að það eru litir Harley Davidson-merk- isins. Ég verð í fötum sem bróðir minn var í þegar hann fermdist. Það eina sem þarf að borga eru kannski boðskortin og veisluföngin. Ég geri ráð fyrir að það mæti 70–80 gestir en svo bætast kannski einhverjir við. Það verða kökur og annaðhvort pott- réttur eða súpa.“ Ásdís: „Ég veit ekkert hversu margir koma, veit ekki hvar þetta verður haldið. Ég á eftir að gera nán- ast allt. Ég er alveg búin að ákveða hvernig veislan verður en ég ætla að vera með súpu og kökur.“ Ína: „Við erum búin að ákveða þema og ætlum að vera með kaffi og kökur heima. Við ætlum að hafa þetta kósí, fjölskyldan, og búumst við 20–40 manns.“ Halldór: „Ég ætla ekki að kaupa ný föt heldur nota eitthvað úr skápn- um mínum. Við mamma gerðum þann samning að hafa bara litla veislu með nánustu ættingjum og í staðinn förum við í Eurovision-ferð til Svíþjóðar.“ Kristín: „Ég á von á 60–80 manns í sal Söngskólans í Reykjavík og ég ætla að vera með alls konar kökur, brauðrétti, ávexti og súkkulaðigos- brunn.“ Bríet: „Ég verð með veisluna heima og það koma 50–60 manns. Það verður spænskt þema og litirn- ir verða örugglega fjólublár og silfur- litaður. Kjóllinn er ekki tilbúinn en hann verður sérsaumaður.“ Katrín: Það koma 50–60 manns og þetta verður heima. Ég á tvíburabróður sem fermist líka borgaralega og við erum saman í að skipuleggja þetta.“ n Þetta er okkar valkostur Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, stendur fyrir borgaralegum fermingum sem fram- kvæmdar eru að loknu 12 vikna námskeiði fyrir unglinga á fermingaraldri. Borgaraleg ferming er valkostur fyrir þá sem eru til dæmis ekki tilbúnir að strengja trúarheit en vilja samt halda upp á þetta tímabil í lífi sínu. Tilgangurinn er meðal annars að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins. Borgaraleg ferming Fermast ekki í kirkju Þeir unglingar sem sækja námskeið Siðmenntar vilja ekki fermast í kirkju. „Ég ætla ekki að láta ferma mig í kirkju þar sem ég fer aldrei í kirkju Í kennslustund Blaðamaður fær að fylgjast með kennslustund hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.