Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 70
54 Fólk 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
Skipti á
Páli Óskari
Íslensku tónlistarverðlaunin fóru
fram í vikunni. Sá heiður að veita
vinsælasta flytjandanum verðlaun
féll í skaut Páls Óskars Hjálmtýs-
sonar sem færði Ásgeiri Trausta hin
góðu tíðindi. Þegar kynnar kvölds-
ins, Diddú og Villi Naglbítur, snéru
aftur á svið ákvað Villi að fræða
áhorfendur um það að Páll Óskar
væri litli bróðir Diddúar. Söngkon-
an lét ekki þar við sitja heldur upp-
ljóstraði að hún hefði oft skipt um
bleiur á honum í æsku og meira að
segja þurft að sjóða bleiurnar því
ekki hefðu verið til pappableiur í þá
daga. Tilkynningin uppskar mikil
hlátrasköll og þá mest hjá Villa sem
átti erfitt með að halda andlitinu.
„Við ætlum
að láta þetta
gerast“
„Nákvæmlega það sama er að ger-
ast nú eins og 1970, en bara marg-
falt stærra,“ segir Ómar Ragnarsson
fréttamaður um fyrirhugaðar virkj-
anir í Helguvík. Ómar segir Helgu-
vík áþekka dæminu um Laxárvirkj-
un, en hún var byggð árið 1970
undir þeim formerkjum að tryggja
orkuöryggi. Virkjunin sætti mikilli
andstöðu á meðal ábúenda á
svæðinu sem á endanum sprengdu
hana í loft upp.
„Laxárvirkjunarstjórnin komst
upp með þetta af því að hún taldi
sig hafa valdamenn með sér, sem
tryggðu nauðsynlegt eignarnám,
spjöll á landi og eyðileggingu þess
síðar meir,“ segir Ómar á bloggsíðu
sinni um málið: „Ósvífni Landsnets
og blekkingar eru ekki dapurleg-
astar vegna þess hve óskammfeiln-
ar þær eru, heldur vegna þess að
við ætlum að láta þetta gerast.“
Hoppar ekki uppi á
búri en gleðst samt
n Gunnar Nelson fær sér írskan morgunmat og slakar á eftir erfiðan bardaga
V
ið erum bara búnir að vera
rólegir og hafa það gott,“
sagði bardagakappinn
Gunnar Nelson í samtali
við DV. Eins og alþjóð veit
hafði Gunnar sigur gegn Brasilíu-
manninum Jorge Santiago í veltivigt
í UFC-bardagakeppninni sem fram
fór í Englandi þann 16. febrúar síð-
astliðinn. Var þetta annar bardagi
Gunnars sem atvinnumaður og ann-
ar sigur hans í röð.
Gunnar heldur þessa dagana til
í Dublin á Írlandi og var staddur við
Millenium-brúna þar í borg þegar
blaðamaður náði tali af honum á
fimmtudag. „Við vorum bara að
klára morgunverðinn, það er voða-
lega afslappað „væb“ í gangi,“ sagði
Gunnar sem fékk sér írskan morgun-
verð með félögum sínum, þeim Árna
Ísakssyni og Bjarka Þór Pálssyni, en
þeir voru einmitt sjálfir að undirbúa
sig fyrir bardaga.
Óvíst með næsta mótherja
Aðspurður hvernig hann hafi eytt
síðustu dögum í kjölfar sigursins á
Santiago segist Gunnar hafa haft það
náðugt. „Þetta er bara búið að vera
mjög rólegt. Ég var að kenna í „gymm-
inu“ hans John Kavanagh í gær, þjálf-
arans míns. Núna sitjum við bara
niðri í bæ hérna við Millenium Bridge
og vorum að klára morgunverðinn.“
Hann segist stefna aftur heim nú á
sunnudag. „Við komum heim á konu-
daginn, maður slakar kannski aðeins
á í nokkra daga eftir það en fer svo
bara aftur á fullt, eins og alltaf .“
Aðspurður hvort hann viti hverj-
um hann mæti næst í hringnum segir
hann það óvíst. „Nei, það kemur bara
í ljós þegar fram líða stundir. Það er al-
gjörlega óvíst eins og er.“
Allir dómarar sammála
Bardagi Gunnars og Santiago stóð
yfir í þrjár lotur en Gunnar hefur
hingað til náð að klára bardaga sína
alla í fyrstu eða annarri lotu. Brasilíu-
maðurinn var þyngri en Gunnar og
mun höggþyngri en fyrri keppinautur
Gunnars, Damarques Johnson, sem
hann keppti við fyrr í vetur. Náði
hann nokkrum ágætum höggum
á Íslendinginn og blóðgaði hann
snemma leiks.
Gunnar náði þó að halda Brasilíu-
manninum föstum niðri í gólfinu um
tíma í annarri lotu og sótti stíft á hann
seinnihluta þriðju lotu án þess þó að
leggja hann í gólfið. Þurftu dómarar
að skera úr um sigurinn og voru allir
dómararnir sammála um að Gunnar
hefði staðið sig betur.
Ánægjulegur áhugi
Gott gengi Gunnars hefur vakið
athygli víða um heim. En finnur hann
fyrir mikilli pressu vegna þessa? „Nei
nei, það er þá bara pressa sem þú set-
ur á sjálfan þig, aðallega. Mér finnst ég
nú aðallega finna fyrir stuðningi frá
fólkinu mínu og þeim sem æfa með
mér.“
Gunnar segir þann mikla áhuga
sem Íslendingar hafa sýnt íþróttinni
ánægjulegan. „Áhuginn á sportinu
hefur vaxið gríðarlega á meðal Ís-
lendinga og það er auðvitað virki-
lega jákvætt. Það gefur manni orku að
fólk komi út og fylgist með, hafi svona
mikinn áhuga, og veiti manni svona
mikinn stuðning.“
„Þú vinnur ekki alltaf“
Gunnar segist telja að fólk vilji frekar
gefa frá sér góða orku en pressu þegar
það kemur til þess að styðja við bakið
á honum. Það væru í raun algjör mis-
tök að ætla að styðja við íþróttamenn
með því að setja pressu á þá. „Íþrótt-
ir eru náttúrulega bara þess eðlis að
þú vinnur ekki alltaf og þannig er það
bara. Það eru tveir inni í hringnum og
alltaf einn sem tapar,“ segir Gunnar
sem er pollrólegur yfir velgengn-
inni: „Það þýðir ekkert annað.“
Þegar hann er spurður út í það
hvort mikið hafi breyst í hans dag-
lega lífi eftir að hann hóf atvinnu-
mannsferilinn segir hann svo ekki
vera. Hann viðurkennir þó að hann
finni fyrir því að kastljósin beinist
nú að honum í ríkari mæli. „Jú, það
er auðvitað töluvert meiri athygli á
manni og náttúrulega mjög mikið
erlendis frá. Maður fær mjög mik-
ið af beiðnum um að fara í viðtöl og
þess háttar.“
Öðruvísi en í Ameríku
Hann segir athyglina vissulega geta
verið þreytandi en á móti komi að
aukin umfjöllun opni nýjar dyr.
„Maður finnur alveg fyrir því þegar
athyglin beinist að manni en þetta er
ekkert bugandi eða neitt þannig. Alls
ekki.
Það er líka mikill kostur, finnst mér,
að vera heima,“ segir Gunnar. Smæð-
in geri það að verkum að fólk sem sé í
sviðsljósinu geti verið á meðal allra án
þess að nokkur kippi sér upp við það.
„Það er bara eðlilegt að sjá einhvern
sem maður sér í sjónvarpinu, öðruvísi
en til dæmis í Ameríku.“
Hoppar ekki uppi á búri
Ró Gunnars og yfirvegun í kjölfar sigra
hefur vakið athygli áhorfenda. Er það
eitthvað sem hann hefur tamið sér?
Að vera ekkert að kippa sér upp við
sigra? „Já, ég hugsa það, ég er svo-
lítið rólegur að eðlisfari, en ég finn líka
aldrei fyrir einhverri ægilegri þörf til
þess að hoppa hæð mína af kæti þegar
bardaginn er búinn.“
Hann segir aðra hluti renna í gegn-
um huga hans þá. „Oft er það bara
þannig að maður er að hugsa um hinn
og líta eftir því hvernig hann er. Það er
auðvitað alltaf mjög gaman að sigra
en það kemur öðruvísi fram hjá mér
en mörgum. Ég hleyp ekkert um allt
öskrandi og hoppandi uppi á búri eða
neitt þannig. En ég hugsa að ég sé al-
veg jafn glaður þrátt fyrir það.“ n
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Ég hleyp
ekkert
um allt öskrandi
og hoppandi
uppi á búri eða
neitt þannig
Pollrólegur Nelson Bardagakappinn
Gunnar Nelson er pollrólegur í Dublin eftir sig-
urinn gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago
í veltivigt í UFC-bardagakeppninni sem fram
fór í Englandi 16. febrúar. myNd JÓN ViðAr
„Það gefur manni
orku að fólk komi
út og fylgist með, hafi
svona mikinn áhuga, og
veiti manni svona mikinn
stuðning.
Rakaði inn
verðlaunum
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti
Einarsson hlaut fern verðlaun á
íslensku tónlistarverðlaununum
sem veitt voru á miðvikudaginn.
Þar var hann valinn bjartasta von-
in í flokki popps og rokks, plata
hans, Dýrð í Dauðaþögn, var
valin hljómplata ársins og sjálfur
var hann valinn vinsælasti flytj-
andinn. Þar að auki fékk Ásgeir
viðurkenningu frá tónlist.is fyrir
að koma sjálfum sér á framfæri.
Á meðal annarra verðlauna-
hafa á hátíðinni er sveitin Retro
Stefson. Lag þeirra Glow var valið
lag ársins í flokki popps og rokks
en sveitin var enn fremur kosin
tónlistarflytjandi ársins. Valdi-
mar Guðmundsson og Andrea
Gylfadóttir voru söngvarar ársins í
flokki popps og rokks.
yfirvegaður bardagakappi Ró Gunnars og yfirvegun í kjölfar sigra hefur vakið athygli áhorfenda.