Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 28
28 Viðtal 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
„Svo varð allt svart“
R
úmum hálftíma eftir settan
fund opnast lyftan á sjöttu
hæðinni í Sjávarútvegshús-
inu og Steingrímur J. Sigfús-
son kemur askvaðandi inn
í atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið. Hann tafðist á þingi, enda
margt sem hvílir á herðum hans þessa
síðustu daga ríkisstjórnarinnar.
Glímir við klettana
Ég er ekki sú eina sem bíð hans, hér
er líka ljósmyndari sem fær nokkrar
mínútur með ráðherranum áður en
við getum sest niður og hafið viðtalið.
Að myndatökunni lokinni býður hann
mér inn á skrifstofuna, hendir frakk-
anum á skrifborðsstólinn og skiptist á
nokkrum orðum við aðstoðarmann-
inn. Hann sest síðan í svartan leður-
stól sem snýr baki í gluggann, hann
segist vera orðinn góðu vanur og ætli
að leyfa mér að njóta þess að horfa
yfir Esjuna á meðan ég er hér – á góð-
viðrisdögum geti hann gleymt sér yfir
útsýninu. „Þá freistar hún, Esjan,“ seg-
ir hann og hlær.
Hann kemur sér vel fyrir í sætinu
og segir að þegar hann sé svo heppinn
að vera heima um helgar eigi hann
það til að vakna fyrir allar aldir og
fara út á meðan aðrir sofa svo hann sé
kominn upp í hlíðarnar í rökkrinu. Og
fyrst hann sé kominn af stað á annað
borð þá dugi aldrei annað en að fara
alla leið upp á topp. „Ég hef gaman af
því að glíma við klettana og fannirnar
á veturna,“ segir hann brosandi.
Gekk þvert yfir landið
Enda er hann vanur maður, hefur
klifið öll helstu fjöll landsins og upp
á jökla, þótt hann hafi aldrei kom-
ist upp á Hvannadalshnjúk. „Ég hef
tvisvar sinnum reynt en orðið frá að
hverfa vegna veðurs. Í staðinn geng-
um við á Kristínartinda.“ Mesta afrek
hans átti sér stað snemmsumars árið
2005 þegar hann stikaði þvert yfir Ís-
land og gekk tæpa 600 kílómetra á 21
degi, lagði af stað á Jónsmessukvöld
og kom norður á Langanes um miðjan
júlí. „Þetta var hugmynd sem kviknaði
þegar ég var í náttúrufræði Íslands og
ætlaði að ganga þessa leið með félaga
mínum. Við ætluðum að gera þetta að
frægum vísindaleiðangri, taka myndir
og framkvæma rannsóknir á leiðinni
og selja það svo allt saman til National
Geographic. Það varð nú ekki á end-
anum, en ég tók eitthvað af myndum,
skrifaði dagbók og tók saman leiðar-
lýsingu.
Ég hélt nú stundum um þetta er-
indi fyrst á eftir, það var mikill áhugi
á að heyra þessa ferðasögu. Hver veit,
kannski nota ég tímann ef um hægist
til að skrá þetta niður. Þetta var gam-
an og síðan komst þetta eiginlega í
tísku og menn kölluðu þetta Stein-
grímsstíg um tíma. Ýmsir hópar hafa
leitað til mín til að fá ráð og leiðarlýs-
ingu en fæstir hafa tekið þetta í einni
lotu. Þó voru nokkrar konur, miklar
hetjur, sem gengu þetta í einni lotu
og voru eitthvað um mánaðartíma og
hafa síðan gengið austur-vestur strik
yfir landið.
Ég hitti þær fyrir tilviljun á Öxar-
heiðinni þegar þær voru komnar
áleiðis austur og það var farið að stytt-
ast í göngunni hjá þeim. Ég var á bíl á
leiðinni vestur yfir heiði, var búinn að
sjá í blöðunum að þær væru á þessu
svæði og sá þrjár gangandi konur og
datt strax í hug að þetta væru þær
þannig að ég stoppaði. Okkur fannst
þetta stórmerkileg tilviljun.“
Einveran ágæt
Mestan part ferðarinnar var Stein-
grímur einn á ferð og segist hafa not-
ið einverunnar. „Einveran er góð. Þá
hefur þú tíma til að hugsa. Ef þú ert
þannig gerður að þér líður ágætlega
með sjálfum þér þá er fínt að vera
einn líka. Það er algjörlega nauðsyn-
legt að eiga fjölskyldu og vini og vera
í félagsskap við annað fólk, maðurinn
er félagsvera, en ef allt er með felldu
þá á honum líka að geta liðið ágæt-
lega einum inni á milli. Ég held að það
sé líka ágætt fyrir alla að vera stund-
um einir. Ég held að það auðgi mann
líka í samskiptum við annað fólk.
Merkilegur atferlisfræðingur, Kon-
rad Lorenz, skrifaði um þetta í sínum
bókum. Hann hafði áhyggjur af því að
maðurinn væri að verða of hræddur
við að verða einn og tók dæmi af ung-
lingnum sem er einn úti í skógi og er
með heyrnartól í eyrunum að hlusta
á háværa tónlist í stað þess að hlusta
á fuglana og náttúruhljóðin. Það
er spurning hvort við þurfum ekki
stundum að kúpla öllum nútímanum
frá okkur og upplifa okkur sem hluta
af náttúrunni. Það er mjög góð að-
ferð að ganga eða fara á hestum, það
er önnur upplifun heldur en að keyra,
þannig að allir sem það geta ættu að
gera það í bland.“
Rann saman við náttúruna
Stundum pikkaði hann þó upp ein-
hverja félaga sem gengu með honum
á afmörkuðum köflum. „Það voru
hinir og þessir sem ég pikkaði út til
að taka einn og einn spöl með mér
en ég skilaði þeim yfirleitt af mér hæl-
sárum og aumum. En mér fannst eig-
inlega merkilegast að upplifa það að
þegar ég var búinn að ganga dag eft-
ir dag einn í auðninni þá varð einhver
breyting á mér og ég rann saman við
náttúruna og landið. Ég fann að ég var
ekki lengur sami maður.
Að ganga upp í gegnum Þjórsár-
ver og koma í Arnarfellsbrekkuna og
tjalda þar er stórkostleg upplifun. Það
ætti helst enginn Íslendingur að þurfa
að deyja án þess að hafa komið í Þjórs-
árver. Þetta er svo mikill helgidómur.
Og allt hálendi Íslands er meira og
minna stórkostlegt. Það er ævintýra-
lega gaman að ganga þetta svona, úr
byggð, frá sjó, yfir allt miðhálendið
og auðnirnar þar og koma svo aftur
niður í gróður og byggð. Þetta er mjög
sterk upplifun.
Ég var orðinn svo uppnuminn að
ég var nánast farinn að læðast um
til að styggja ekki fuglana og sauðfé
á beit. Þegar ég kom niður í Heljar-
dal læddist ég meðfram hlíðunum til
að trufla ekki. Maður verður svo lítill
og upplifir sjálfan sig sem lítið peð í
þessari víðáttu og þessari stórbrotnu
náttúru. Það er hollt fyrir mann að
upplifa það þannig hvað maður er
lítill og fyllast lotningu og virðingu.
Þetta var auðvitað tjáning af minni
hálfu til náttúrunnar og landsins, öðr-
um þræði.“
Óhapp á ferðinni
Þrátt fyrir ýmsan barning segist hann
aldrei hafa staðið uppi með þá spurn-
ingu hvað hann væri nú búinn að
koma sér út í. „Ég var algjörlega harð-
ákveðinn í því að láta reyna á það til
þrautar hvort ég gæti þetta ekki og ég
er nokkuð þrjóskur, það þarf mikið til
að ég gefist upp. Ég var aðeins einu
sinni órólegur um að þetta myndi
heppnast og það var þegar ég var að
paufast upp úr árgili og það valt stór
steinn aftan á kálfann á mér og ég fékk
mar. Það hefði ekki munað miklu þar
að ég hefði brotnað eða skaddast og
þá hefði draumurinn verið úti. En það
slapp til og ég passaði mjög vel upp á
fæturna á mér, að halda þeim þurr-
um og sárna ekki og hlúa að þeim á
kvöldin.
Ég lét auðvitað vita af mér og var
með áætlun þannig að það hefði fljótt
uppgötvast ef ég hefði ekki skilað mér
á áfangastað.
Við fengum einn mjög strembinn
dag, þá gengum við frá sex að morgni
til níu að kvöldi, upp úr Þjórsárverun-
um og óðum yfir Þjórsá og yfir í Nýja-
dal. Það var gífurlega erfiður dagur og
ég var alveg úrvinda þegar ég kom í
skálann. Bæði var það erfiðasta leiðin,
mest brasið og eins gengum við á
móti norðanslyddu, rigningu og roki.
Þetta gekk mjög vel og var mikil
lífsreynsla og gaman. Ég fékk auðvit-
að allar tegundir af veðri eins og búast
má við snemmsumars á hálendi Ís-
lands. Það er sterk endurminning að
hafa gert þetta.“
Árið þegar draumarnir rættust
Árið 2005 var reyndar eitt skemmti-
legasta árið í lífi Steingríms. Það var
árið sem hann lét draumana rætast og
í raun var það síðasta árið sem hann
hafði frelsi til þess að gera það sem
hann vildi. Þá varð hann fimmtug-
ur og hvert ævintýrið tók við af öðru.
„Þetta var gott ár og í endurminn-
ingunni sterkt því svo kom breytingar-
tími. Tveimur árum síðar dóu báðir
foreldrar mínir með skömmu milli-
bili og svo fóru að verða miklar
breytingar á mínum pólitísku högum
í framhaldinu. Þannig að þetta var
ágætistími, ég var í stjórnarandstöðu
og hafði frjálsari hendur en ég hef haft
að undanförnu.
Árið byrjaði á því að við hjónin
fórum í pílagrímsferð á mínar gömlu
heimaslóðir í Ástralíu og Nýja-Sjá-
landi. Þar var ég sem skiptinemi í eitt
ár sem ungur maður og tveimur árum
síðar fór ég aftur þangað til þess að
ferðast og vinna. Ég á þar fósturfjöl-
skyldu en fósturforeldrar mínir eign-
uðust son nokkrum árum eftir að ég
var þarna og skírðu hann í höfuðið á
mér, Stein, ég var kallaður það þarna
úti. Það var mjög fallegt og ég hef
passað upp á að halda tengslin við
þennan nafna minn.
Svo gekk ég þvert yfir landið, hélt
upp á afmælið mitt með heljarinnar
veislu á mínum heimaslóðum á
Gunnarsstöðum og endaði árið svo
á því að hlaupa maraþon í New York
í nóvemberbyrjun. Ég hafði hlaupið
maraþon áður hér heima en mig
langaði til að fara í eitt af þessum
stóru borgarhlaupum. Það var ævin-
týralega gaman að hlaupa með 37
þúsund manns og tvær milljónir að
hvetja þig áfram á götunum og mikil
stemning í kringum hlaupið. Þetta var
stórskemmtileg upplifun.
Ég hef alltaf ætlað að fara að
koma mér í form og endurtaka leik-
inn en það hefur verið erfitt á meðan
ég sinni þessu starfi. Það er eiginlega
óhugsandi að koma sér í nægilega
gott form við svona vinnuaðstæður,
því til að byggja sig upp fyrir það að
geta hlaupið maraþon með sóma-
samlegum hætti verður að hlaupa
langar vegalendir og hafa tíma til að
æfa sig. Hann hef ég ekki haft undan-
farin ár.“
Missti stjórn á bílnum
„Það var eins gott að ég var búinn
að þessu,“ segir hann, „því í janúar
árið 2006 lenti ég í hrottalegu bílslysi
og hefði ekki gert neinar rósir fyrstu
misserin eftir það.“ Steingrímur var
þá að drífa sig til Reykjavíkur frá
Akureyri, það var vonskuveður og
Steingrímur var hugsi yfir því hvort
hann ætti að rjúka af stað þá um
kvöldið, bíða fram til næsta morguns
eða skilja bílinn eftir og taka flugið.
„Ég var eitthvað óþolinmóður og
vildi drífa mig suður. Ég er náttúru-
lega þaulvanur vetrarfæri, gamall at-
vinnubílstjóri og þóttist vera nokkuð
góður,“ segir hann og hlær lágt, „og er
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
ingibjorg@dv.is
Viðtal
Steingrímur J. Sigfússon fer yfir helstu ástæður
þess að hann hættir sem formaður, ríkisstjórnar tíð
ina og framtíð flokksins. Hann rifjar einnig upp árið
þegar draumarnir rættust, árið 2005 þegar hann
fann hvernig hann rann saman við náttúruna eftir að
hafa gengið dag eftir dag, einn í auðninni, þvert yfir
Ísland. Það var svo í janúar 2006 sem hann var hætt
kominn í alvarlegu bílslysi og árið eftir missti hann
báða foreldra sína.
„Þegar ég var bú
inn að ganga dag
eftir dag einn í auðninni
þá varð einhver breyting
á mér og ég rann saman
við náttúruna og landið.
Ég fann að ég var ekki
lengur sami maður.