Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 26
26 Umræða 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
Í
ljósi þess að menntun er eitt
mikilvægasta málið fyrir okkur
kjósendur í komandi alþingis
kosningum er hugmyndaleysi
stjórnarandstöðunnar í mála
flokknum stórundarlegt.
Ekki þarf að tíunda mikilvægi
þess hve mikla hagsmuni þjóðin
hefur af því að menntastefnan sé
skýr, vönduð, réttlát og framsýn.
Og varla þarf að minna stjórnar
andstöðuna á hve mikill fjöldi Ís
lendinga starfar í menntakerfinu.
Því sætir það furðu hve skeytingar
lausir stjórnarandstöðuflokkarnir
eru um menntamálin.
Núverandi ríkisstjórn hefur hins
vegar bæði sýnt í orði og verki að
hún er meðvituð um að mennta
kerfið er lykillinn að framtíðinni, þó
að efnahagskreppan hafi sniðið því
þröngan stakk. Verkin tala þar sínu
máli.
Sem dæmi hefur lágmarks
framfærsla námsmanna hækkað
um 39,8% sem er 10,7% hækkun
umfram verðlag. Ef við berum það
saman við 18 árin á undan, þá hafði
grunnframfærslan lækkað um 5,5%,
að teknu tilliti til verðlags á því
tímabili.
Og það á tímum sem sumir
hafa kallað góðæri. Kröfu stúd
enta til áratuga um að fella niður
ábyrgðarmannakerfi á námslánum
hefur einnig verið mætt. Nýjar að
alnámskrár leik, grunn, og fram
haldsskóla hafa verið innleiddar.
Námskrár sem fela í sér löngu tíma
bærar breytingar þar sem lögð er
áhersla á virkt lýðræði, gagnrýna og
skapandi hugsun og þar sem ólíkum
félagslegum og menningarlegum
aðstæðum er mætt. Námskrár sem
stuðla að fjölbreyttara námsúrvali og
tækifærum við allra hæfi. Ráðist hef
ur verið í markvissa og faglega vinnu
við að draga úr brotthvarfi nemenda
úr framhaldsskólum. Og fleira má
telja til sem fellur undir framsýni og
áræðni en ekki endurnýtingu gam
alla hugmynda. Áhersla núverandi
stjórnvalda hefur nefnilega verið
lögð á að samfélagið komi betur
menntað út úr kreppunni.
Því hefur á annað þúsund at
vinnuleitendum verið tryggt tæki
færi til að sækja sér nám við hæfi. Og
nú er unnið að tilraunaverkefni til að
tryggja öllum á vinnumarkaði tæki
færi til að snúa aftur til náms – ann
að tækifæri til náms.
Og rúsínan í pylsuendanum fyr
ir námsmenn hlýtur að vera boðað
frumvarp mennta og menningar
málaráðherra til nýrra laga um
Lánasjóð íslenskra námsmanna á
yfir standandi þingi. Það kveður á
um að 25% námslána verði í formi
styrka en ekki lána. Það innleiðir al
gerlega nýja hugsun í lánamálum
Allt þetta og fleira sem hefur ver
ið áorkað á liðnum árum ber vott
um augljósa virðingu fyrir mennta
málum og ábyrga sýn til frambúðar í
þeim málaflokki.
Frelsi akademíunnar í fyrirrúmi ?
En hvað hyggst þá stjórnarandstað
an fyrir, sú sem telur sig af einstöku
lítillæti vera réttborna til valda og
sjálfkrýnda ríkisstjórn næsta kjör
tímabils? Því miður heyrist ekki bara
lítið frá henni um menntamál, held
ur vekur það nokkurn ugg sem þó
hefur heyrst.
Nýlega kom fram krafa frá ung
um sjálfstæðismönnum um að há
skólakennarar sem hefðu verið
ósammála þeim um leiðir í Ice save
málinu yrðu rannsakaðir sérstak
lega af ríkisvaldinu, væntanlega í
einhvers konar rannsóknarrétti,
kannski í anda íslamska lýðveldisins
í Íran eða hvað ? Svipuð hljóð hafa
líka heyrst frá Framsóknarflokknum
þegar háskólakennarar leyfa sér að
gagnrýna hann eða vera ósammála
honum. Þingkona Framsóknar
flokksins fór fram á að háskóla
kennari yrði rekinn fyrir að skrifa um
daður flokksins við þjóðernisstefnu
og þingflokkur Framsóknar brást við
skrifum kennarans með harðorðri
ályktun. Það er því greinilegt að
akademískt frelsi er ekki efst á baugi
ef ríkisstjórn sjálfstæðis og fram
sóknarmanna verður hér mynduð
eftir kosningar.
Nýjar hugmyndir eða bara
gömlu góðu?
En hvar eru hugmyndirnar og stefn
an? Í glænýrri kosningastefnuskrá
Framsóknarflokksins er varla
minnst orði á menntamál. Og lítið
hefur heyrst frá Sjálfstæðisflokkn
um nema sú fyrirætlan að bjóða
upp á sömu, gömlu pólitíkina í um
hverfismálum og efnahagsmálum
og þá sem leiddi okkur í þjóðar
gjaldþrot árið 2008. Í mennta
málum er líka búið að endurvekja
gamla hugmynd um styttingu fram
haldsskólanáms. Helsta hugðar
efni sjálfstæðismanna í mennta
málum er sumsé að skera niður og
draga úr inntaki náms. Enda hvað
ætti flokkurinn annars að bjóða
upp á þegar lækkun skatta er, líkt og
alltaf, þeirra helsta kosningamál?
Kannski á atvinnulífið að fjármagna
menntunina?
Kjósendur standa því frammi
fyrir afar skýru vali þegar kemur
að menntamálum. Viljum við fá
ríkisstjórn sem sýnir menntun og
menntakerfinu fálæti og skortir alla
stefnu í þeim þýðingarmikla mála
flokki? Stjórnmálaflokka sem trúa
því að menntun beri að skera niður,
ekki af nauðsyn heldur sem hluta af
hugmyndafræðinni?
Hvorki við sjálf né komandi kyn
slóðir eigum það skilið að hverfa
aftur til fortíðar á gamalkunnar
slóðir gömlu hugmyndafræðinnar
sem leiddi okkur í ógleyman
legar ógöngur. Við eigum skilin
stjórnvöld sem bera virðingu fyrir
menntun. Vinstri græn hafa sýnt
með greinilegum hætti að þau eru
valkostur fyrir þá sem vilja hækka
menntunarstig samfélagsins í heild
og sækja fram til aukinna lífsgæða
á grunni þekkingar og nýsköpunar.
Það er valkostur með skýra sýn á
framtíðina.
Höfundur skipar 2. sæti VG í Suð-
vesturkjördæmi
„Allt þetta og fleira
sem hefur verið
áorkað á liðnum árum ber
vott um augljósa virðingu
fyrir menntamálum og
ábyrga sýn til frambúðar í
þeim málaflokki.
Hvar er enntastefnan?
Aðsent
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
N
ú er svo komið að stjórn
völd verða að grípa inn í
rekstur Landsnets og skipta
þar um stjórnendur. Þetta
fyrirtæki sem er í opinberri
eigu hefur látið eins og fíll í postu
línsbúð. Stjórnendur þess ryðjast
áfram með villandi upplýsingum
og án tillits til hagsmuna almenn
ings og án eðlilegs samráðs í sam
félaginu. Nokkur nýleg dæmi eru
um þetta og nú síðast í gær tilkynnti
fyrir tækið að það sæktist eftir að
taka land eignarnámi til að geta lagt
háspennulínur til Suðurnesja. Þessi
lína er ætluð álveri sem alls óvíst er
að muni rísa.
Nefna má fleiri dæmi um lélega
stjórn á fyrirtækinu, t.d. nýlega
hækkun verðskrár og rangar upplýs
ingar í matsáætlun um orkuþörf ál
vers í Helguvík. Neytendasamtökin
mótmæltu umræddri hækkun verð
skrárinnar og töldu hana ekki eiga
stoð í lögum. Orkustofnun komst
svo að þeirri niðurstöðu að ekki væri
hægt að heimila umrædda hækkun.
Það var svo umhverfisráðuneytið
sem vakti athygli á því á sínum tíma
að Landsnet hefði fullyrt ranglega í
matsáætlun vegna umræddrar há
spennulínu til Suðurnesja að aflþörf
álvers í Helguvík væri 435 MW þegar
hún var í raun 625 MW.
Í gær tilkynnti forstjóri Lands
nets að fyrirtækið sæktist eftir
heimild atvinnuvegaráðherra til að
taka landsréttindi á línuleiðinni á
Reykjanesi eignarnámi svo hefja
mætti framkvæmdir við háspennu
línuna. Í fréttatilkynningu frá fyrir
tækinu var málinu stillt þannig upp
að um brýnt hagsmunamál íbúa
og atvinnulífs á Reykjanesi væri að
ræða: „Suðurnesjalína 2 er þannig
nauðsynleg framkvæmd í almanna
þágu og þolir ekki frekari bið, enda
hvílir sú lagaskylda á Landsneti að
tryggja öryggi og rekstur flutnings
kerfis raforku. Tvær háspennulínur
í stað einnar munu auka verulega
rekstraröryggi raforkukerfis á svæð
inu.“
Það kann vissulega að vera rétt
að það þurfi að auka rekstrarör
yggi raforkukerfis á svæðinu, en
það þarf ekki að gera með 220 kv
línu. Slík lína er álverslína og ekk
ert annað. Þess vegna er það algjört
frumhlaup af hálfu Landsnets að
óska núna eftir eignarnámi á landi
til að geta reist háspennulínu fyrir
álver sem óvíst er að muni rísa. Ef
Landsnet væri undir eðlilegri stjórn
þá myndi fyrirtækið bíða með þetta
mál þar til niðurstaða liggur fyrir
um álversframkvæmdir í Helguvík.
Ef það rís ekki þá dugar, og rúm
lega það, að leggja 132 kv línu til
Suðurnesja. Slík lína væri ódýrari
en 220 kv lína og myndi auk þess
komast auðveldlega í jörð, eins og
dæmin sanna. Landsnet lagði t.d.
132 kv línu í jörð um 25 kílómetra
leið frá Nesjavöllum í átt til Reykja
víkur árið 2009. Það er u.þ.b. sama
vegalengd og frá Straumsvík til
Njarðvíkur.
Hér er því um enn eitt alvar
legt frumhlaupið að ræða af hálfu
Landsnets. Og enn einu sinni veitir
fyrirtækið villandi upplýsingar um
mikilvæg mál. Í ljósi þess verður
stjórn fyrirtækisins, skipuð af
iðnaðarráðherra (nú atvinnuvega
ráðherra), að bregðast við og gera
breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins.
Að öðrum kosti þarf ráðherra að
víkja stjórninni frá. Landsnet, fyrir
tæki í eigu almennings, verður að
láta af núverandi stjórnunarstefnu
yfirgangs og blekkinga.
Yfirgangur og blekkingar Landsnets
Af blogginu
Guðmundur
Hörður
„Landsnet, fyrir
tæki í eigu al
mennings, verður
að láta af núverandi
stjórnunarstefnu yfir
gangs og blekkinga.