Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 34
6 Fermingar 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað DV130221318 Maður fer dálítið að pæla V ið höfum aðallega talað um guð, Jesú og trúna og lært trúarjátninguna og Faðir vorið en ég kann það nú eiginlega. Annars höfum við líka talað um margt fleira en trúna í fermingarfræðsl­ unni. Ég bjóst kannski við að þetta yrði meira líkt því að vera í messu en þetta hafa bara verið skemmti­ legir tímar,“ segir Ragnar Mar Svan­ hildarson. Sjálfur segist hann yfir­ leitt biðja bænir áður en hann fer að sofa og þá stundum Faðir vorið eða aðrar bænir. Hann segir að hann og félagar hans hafi farið að velta fyrir sér trúnni og tilgangi lífsins í tengsl­ um við fermingarfræðsluna. „Mað­ ur fer dálítið að pæla. Það er talað mikið um hvað guð er stór partur af lífi manns og maður fer rosalega mikið að spá í það.“ Hann talar meira um bænirnar og segir að sér finnist gott að trúa og biðja. „Mér finnst gott að geta beðið til guðs ef mig vantar eitt­ hvað og get þannig fundið ró og slakað á.“ Það er rúmur mánuður þar til fermingardagurinn rennur upp. „Ég hef ekkert rosalega miklar væntingar til dagsins. Ég bara hlakka til að hitta fjölskyldu og vini og vil njóta dagsins og hafa gaman.“ Um ferminguna segir hann annars: „Það þýðir að ég er að játa trú mína á Jesú og guð; staðfesta trú mína.“ Fermingarfötin eru komin í hús. „Ég keypti mér föt í Next um daginn. Ég fékk gráan jakka, svartar buxur, fjólubláa skyrtu og skó úr Urban.“ Veislan verður haldin í sal og verða gestir tæplega 100. Hann segist vera til í að bjóða upp á pítsu í veislunni en það eru ekki allir sáttir við það. „Við verðum með síðbúinn hádegisverð; lamba­ steik sem mér finnst rosalega góð og tertu í eftirrétt sem öllum finnst góð.“ Gjafir fylgja fermingum og Ragnar Mar veit hvað hann fær frá mömmu sinni. „Við förum til Afríku; sennilega til Tansaníu í tvær vikur. Við mamma erum búin að plana þetta síðan ég var í fyrsta bekk; og þú sem lest þetta: Ekki búast við svona stórri gjöf. Það er alltaf spennandi að fá mikið af stórum pökkum en með aldrinum verður maður ekki jafn spenntur fyrir gjöfum en það er samt æðislegt.“ n Fjólublátt þema É g bað á hverju kvöldi þegar ég var lítil en ég geri það ekki eins oft núna,“ segir Kristín María Vil­ hjálmsdóttir. „Ég hef nokkrum sinnum farið í kirkju en það er skylda fyrir ferminguna og við biðjum nátt­ úrlega bænir í kirkjunni.“ Um guð og Jesú segir hún: „Guð er eins og andi eða það góða sem er í kringum okkur. Ég bið til guðs þegar mér líður illa og bið hann um að hjálpa mér og þakka honum fyr­ ir þegar mér líður vel. Jesús var boð­ beri guðs og er það ennþá. Í Bibl­ íunni stendur að Jesús hafi gert mörg kraftaverk og ég trúi því.“ Um fermingarfræðsluna segir hún: „Við erum mjög mikið búin að vera að læra um boðorðin, við erum búin að skoða kirkjuna og orgelið og táknin þar inni og læra hvað þau þýða. Við höfum líka lært um giftingar og hjónabönd og ýmislegt meira. Við munum örugglega læra meira um ferminguna sjálfa á næstunni.“ Hún segir að hvað fermingar­ daginn varðar hugsi hún mest um athöfnina „en það verður samt líka gaman að halda veislu,“ segir hún. „Við erum búin að kaupa kjólinn. Hann er fjólublár og svartur. Skórn­ ir eru silfurlitaðir og með steinum. Mig minnir að pabbi hafi sagt í gær að hann hafi verið að panta matinn. Við eigum eftir að kaupa skreytingar, servíetturnar og kertin en við erum komin með salinn. Ég held að það eigi að vera fjólublátt þema út af kjólnum. Ég vona bara að allt gangi vel og ég held að allt muni ganga vel.“ n „Ég bið til guðs þegar mér líður illa“ nFermingargjöfin er ferð til Tanzaníu með mömmu n Finnst gott að biðja bænir Ragnar Mar Svanhildarson „Það þýðir að ég er að játa trú mína á Jesú og guð; stað- festa trú mína.“ Kristín María ásamt móður sinni „Jesús var boðberi guðs og er það ennþá. Í biblíunni stendur að Jesús hafi gert mörg kraftaverk og ég trúi því.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.