Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 42
14 Fermingar 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
Létt og ferskt á
fermingardaginn
n Einföld förðun er best að mati Hörpu Káradóttur hjá MAC
É
g ráðlegg fermingarstúlkum
og foreldrum þeirra að leyfa
æskuljómanum að vera í for-
grunni á fermingardaginn.
Í dag má fá mikið af vönd-
uðum en léttum farða og lituðu
dagkremi sem hleypir ljóman-
um í gegn,“ segir Harpa Káradóttir,
förðunarfræðingur hjá MAC. Ferm-
ingarstúlkurnar Mist Grönvold og
Harpa Líf Hallgrímsdóttir settust í
stólinn hjá Hörpu og fengu förðun
við hæfi fermingarstúlkna.
Lítið er betra
„Á Mist notaði ég litað dagkrem,
bleikan kinnalit og setti gljáa á
kinnbein og augu. Ég vildi draga
fram grænan lit í augum hennar
og því notaði ég bronslit og annan
ljósari með.“
Harpa notaði fáein stök gervi-
augnahár og festi á báðar stúlkurn-
ar. „Það getur verið fallegt að nota
eitt og eitt hár til þess að draga fram
fegurð augnanna. Ég er hrifnari af
því en að nota of mikið af maskara.
Lítið er betra,“ leggur hún áherslu á.
Fáar en vandaðar vörur
Á nöfnu sína notaði Harpa skemmti-
legan gylltan augnlínupenna. „Mér
fannst þetta litla smáatriði draga
fram dökka augnumgjörð hennar
og ramma hana inn. Þetta er fín-
legt aukaatriði sem er líka svolítið
hátíðlegt. Ég notaði svo léttan farða
á hana og eins og á Mist notaði ég
bleikan kremkinnalit. Mér finnst
góð kaup í slíkum á fermingarstúlk-
ur þar sem nota má hann bæði á
augu og varir. Ég bendi foreldr-
um á að nota frekar færri en fleiri
förðunarvörur en velja vel. Velja
léttan farða en alls ekki þungan og
ljósa liti sem eru auðveldir í notkun.
Það er líka fallegra.“
Æskan er falleg
Harpa fær stundum til sín ferm-
ingarstúlkur sem biðja um ráðgjöf.
„Þær hlusta lítið á mæður sínar,“
segir hún og hlær. „En ég gef þeim
góða ráðgjöf ef þær koma til mín.
Ég bendi þeim á að æskan sé falleg.
Þær eigi ekki að fela hana og ég reyni
að sýna þeim fram á hið sanna, sem
er að húð þeirra er fallegust á þess-
um tíma, sama hvað þær halda um
sig. Þegar þær verða 25 ára eiga þær
eftir að horfa til baka og sjá að þetta
var satt. Förðun á aldrei að fela, hún
er til þess að hafa gaman af,“ segir
Harpa.
Allir búa yfir fegurð
Hún segist stundum taka eftir
óöryggi þeirra og reynir þá að sýna
þeim hvernig þær geta leitað að því
sem er jákvætt í eigin fari. „Það er
hollt að skoða sig með jákvæðum
augum og leggja áherslu á kostina.
Allir búa yfir fegurð og hana má
alltaf draga fram. Ég sendi stelpur
sem koma til að kaupa meik oft með
léttan hyljara til baka og segi þeim
að njóta þess að vera ungar.“ n
Mist Mist er með fallega húð og brúngræn augu. Harpa leggur áherslu á að foreldrar ferm
ingarbarna noti tækifærið. Myndir PressPHotos.biz
Harpa Líf Gylltur augnlínupenni dregur fram brún og falleg augu Hörpu Lífar. Lítið smá
atriði sem skiptir máli.
Nokkur ráð
n Notið léttan farða eða litað dagkrem
n Ekki nota mikið púður
n Ekki nota mikla skyggingu á augu
n Notið létt gloss á varirnar fremur en
varalit
n Kaupið fáar en vandaðar vörur
n Notið ekki fleiri en tvo augnskugga,
einn ljósan og einn sem hæfir augnlit
n Notið lítið af maskara
n Ef notaður er hyljari, veljið léttan
n Kaupið ljósan kinnalit með bleikum
tóni og berið lítið og létt á kinnar
n Nota má glært augnháragel í stað
maskara, bæði á augnhár og augn
brúnir „En ég gef þeim
góða ráðgjöf ef
þær koma til mín. Ég
bendi þeim á að æskan
sé falleg.
Léttir litir Á fermingardaginn er
viðeigandi að nota fáar en góðar vörur.
Léttan farða og ljósa liti sem draga
fram það besta í fari hverrar stúlku.
bleikir og gylltir tónar Harpa vildi draga
fram grænan lit í augum Mistar og notaði til
þess kopartóna. Á húðina notaði hún létt
dagkrem og á kinnar bleikan kinnalit.
Frumlegar og
heimagerðar
Hægt er að spara með því að baka
sjálfur. Verð á kransaköku er afar
mismunandi eftir bakaríum og
æ fleiri kjósa að gera hana sjálfir
heima við.
Í sumum bakaríum er hægt
að kaupa kransakökumassa eða
deig og í Húsasmiðjunni og á
fleiri stöðum má kaupa mót fyrir
kransa kökur þótt margir bregði á
það ráð að fá slík mót lánuð.
Það má skreyta kransakökur á
mismunandi hátt. Það má hand-
sprauta á þær súkkulaði eða flór-
sykurblöndu. Sumir skreyta með
Mackintosh‘s-konfekti þar sem
það er skrautlegt og einhverjir
raða síðan kransakökubitum í
kring á bakka. Sumir nota þetta
allt við að skreyta og jafnvel eitt-
hvað fleira eins og knöll.
Litlar kökur
og önnur form
Ýmis önnur form má reyna en
hinn hefðbundna turn. Það má
einfaldlega laga litlar en fal-
legar kökur úr kransakökumassa,
skreyta með marsípanblómum,
súkkulaði og berjum. Þá má reyna
við skemmtilegri form, hér að
ofan má til dæmis sjá köku sem
er hefur á sér lag fjögurra blaða
smára.