Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 30
2 Fermingar 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
Trommusett í fermingargjöf
n „Maður var dubbaður upp í kjólföt“
Þ
að er orðið svo langt síðan
ég fermdist; drottinn minn
dýri – 65 ár,“ segir Ragnar
Bjarnason þegar hann er
beðinn um að rifja upp fermingar-
daginn. „Þetta var mjög mikill
spenningur og ég gekk til prestsins
sem hefur líklega verið séra Bjarni
í Dómkirkjunni; það hefur verið
séra Bjarni – þessi frægi prestur
sem var í Dómkirkjunni. Alveg
yndislegur húmoristi og góður
prestur.
Þetta var yndislegur dagur og
ógleymanlegur en það er bara svo
langt síðan að maður man ekki
smáatriði.
Ég man eftir fermingarveisl-
unni sem var haldin heima hjá
okkur í Meðalholtinu. Maður var
dubbaður upp í kjólföt og var voða
flottur. Ég man að mér
var gefið trommusett í
fermingargjöf og eftir
það byrjaði ég að spila
á skólaböllum; við vor-
um orðnir fullorðnir
menn eftir ferminguna
og ég gat snúið mér að
hugðarefnunum sem
eru tónlistin.“
Ragnar segist vera
trúaður – hann bað
bænir áður en hann
fermdist og það gerir
hann enn. „Ég hafði
mína barnatrú og
mamma passaði upp
á að við bæðum þegar við vorum
krakkar.“
Uppáhaldsbæn: „Það er Faðir
vorið. Svo bið ég persónulega.
Ég fer töluvert í kirkju bæði til að
syngja þar í brúðkaupum og jarðar-
förum og til að hlusta enda eru
margir prestar góðir vinir mínir.“
G-lykill á tertu
n Sprellaði með félaga sínum í fermingarveislunni
E
yþór Ingi Gunnlaugsson
tónlistarmaður segist hafa
verið alinn upp við að biðja
bænirnar. „Fermingin hafði
því mikla þýðingu í mínum
huga. Mér fannst ég vera kominn í,
eins og gamla máltækið segir, full-
orðinna manna tölu; eins og mað-
ur væri kominn aðeins ofar en að
vera bara krakki. Svo var þetta stað-
festing á skírninni.“
Svo styttist í ferminguna í
Dalvíkurkirkju fyrir áratug.
„Þetta var mikið dæmi. Það voru
versluð ægileg fermingarföt, nátt-
úrulega löngu fyrr, skór og allar
græjur; ég var græjaður upp í það
fínasta. Það var eitthvað sérstakt við
þessi jakkaföt; mig minnir að þetta
hafi verið dökkbrún flauelsjakkaföt.
Þetta var voða fínt.“
Ritningarorðin? „Þitt orð er
lampi fóta minna og ljós á vegi mín-
um.“
Fermingarveislan var svo haldin
í íþróttahúsi Húsabakkaskóla í
Svarfaðardal. „Það var bæði matur
og kaffi í veislunni og lagðist öll fjöl-
skyldan á eitt með kökur og kaffi og
að græja kjöt, sósu, salat og allan
pakkann. Það var boðið upp á
kransaköku og marsípanhúð-
aða fermingartertu; mig minn-
ir að hún hafi verið skreytt með
einhverjum tónlistarmerkjum
svo sem g-lykli.
Hvítur kúlu-Makki
Ég var farinn að gaula helling á
þessum tíma og var í bílskúrs-
hljómsveitum og skreytti ég
borðið með snúrum, míkró-
fónum og geisladiskum. Þetta
lúkkaði allt rosa flott. Þetta
voru brenndir diskar með
hljómsveitunum sem ég var
í og lög með þeim – til dæm-
is The Mashed Bananas og Reeflex
sem var fyrsta hljómsveitin sem ég
var í. Okkur fannst þetta rosa smart.
Mig minnir að ég hafi sprellað
eitthvað með félaga mínum
í veislunni en við vorum á þessum
tíma mikið með Ladda-eftirhermu-
grín.“
Hvað með fermingargjafir?
„Mig minnir að ég hafi aðal-
lega fengið pening; ég held
ég hafi fengið hellingspen-
ing út úr þessu. Ég átti fyrsta
i-Makkann, hvíta kúlu með
hreyfiskjá og fylgdi með klippi-
forrit, og svo keypti ég vídeó-
kameru fyrir fermingarpen-
ingana til þess að geta búið til
stuttmyndir. Svo fékk ég með-
al annars útivistarfatnað, bak-
poka og kíki í fermingargjöf.“
Eyþór Ingi segir að hann
hafi fundið fyrir ákveðinni til-
finningu þennan dag. „Þetta
voru einhver tímamót í lífinu og
táknuðu breytingar í huga mér
og jafnvel annarra og gagnvart
guði. Mér fannst ég einhvern
veginn vera búinn að viður-
kenna trú mína af því að þegar
ég var barn þá hafði ég ekkert
um það að segja – þá kom mað-
ur í heiminn og prestur skírði
mann. Þarna var maður kom-
inn með meira sjálfstæði og
samþykkti trúna sem einstaklingur.
Þetta var eins og grunnurinn að því
að byrja að verða fullorðinn.“ n
„Við vorum á
þessum tíma
mikið með Ladda-
eftirhermugrín.
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
„Þetta voru einhver tímamót
í lífinu og táknuðu breytingar
í huga mér og jafnvel annarra
og gagnvart guði.“
Fermingarmyndin „Það voru versluð ægileg ferm-ingarföt, náttúrulega löngu fyrr, skór og allar græjur; ég var græjaður upp í það fínasta.“
Úr fermingarveislunni „Ég man að mér var gefið trommusett í fermingargjöf og eftir það byrjaði ég að spila á skólaböllum; við vorum orðnir fullorðnir menn eftir ferminguna og ég gat snúið mér að hugðar-efnunum sem eru tónlistin.“
Trúaður „Ég fer töluvert í kirkju bæði til að syngja þar í brúðkaupum og jarðarförum og til
að hlusta enda eru margir prestar góðir vinir mínir,“ segir Ragnar Bjarnason. Mynd sIGTryGGur arI
Minningarnar
varðveittar
Flestir vilja varðveita minn-
ingarnar frá stóra deginum og
það er hægt að gera á ýmsan
hátt. Til dæmis með myndatöku,
gestabókum, kertum og servíett-
um. Nunnurnar í Karmelklaustr-
inu í Hafnarfirði bjóða upp á fal-
leg sérmáluð kerti, gestabækur
og kort fyrir stóra daginn sem þá
eru merkt með nafni fermingar-
barnsins og dagsetningu ferm-
ingarinnar og myndskreytt fal-
lega. Kertin hafa verið sérstaklega
vinsæl til margra ára og margir
eiga enn kertin frá fermingardegi
sínum.
Gjöf sem
gefur
Sumir halda því fram að ferm-
ingarbörn fermist bara fyrir gjaf-
irnar. Líklega eru ástæður ferm-
ingarinnar ólíkar en ef gefa á gjöf
því ekki að gefa fermingargjöf sem
gefur – öðrum? Inni á heimasíð-
unni gjofsemgefur.is má finna gjaf-
ir sem hjálpa öðrum. Þar er hægt
að kaupa gjafir frá 1.600 krónum
og upp í 180 þúsund. Gjafirnar
koma öðrum til hjálpar og geta
stuðlað að bættri heilsu barna,
veitt þeim tækifæri til menntunar,
útvegað þeim húsaskjól, húsbúnað
eða annað sem kemur að góðum
notum. Fjölmargir möguleikar eru
inni á heimasíðunni og nokkuð
víst að þetta er gjöf sem gleður og
gefur af sér.