Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 69
Þ
að er mikil áskorun að fara
fram fyrir myndatökuvélina
og stíga þannig út fyrir
þægindarammann. Bæði ótrú-
lega gaman og svo spennandi að
maður grennist. Allavega í mínu til-
felli,“ segir Oddvar Örn Hjartarson
sem mun taka þátt í raunveruleika-
keppninni Ljósmyndakeppni sem
sýnd verður á Skjá Einum í lok mars.
Listamaðurinn Oddvar, sem vakti
mikla athygli með ljótumyndadeg-
inum á Facebook, er með sveinspróf
í ljósmyndun frá Danmörku. Að-
spurður segist hann nálgast
myndefni á misjafnan hátt. „Stund-
um fer maður í algjört leikstjórahlut-
verk og reynir að láta manneskj-
una hegða sér á ákveðinn hátt. Svo
eru líka margir sem panta til dæm-
is brúðkaupsmyndatöku og biðja
um að hún verði létt og náttúruleg.
Vandamálið er að slíkt flæði býð-
ur upp á grátandi börn og feitt fólk,
það er náttúrulegt en færir manni
kannski orðspor um að vera ekkert
sérstaklega góður ljósmyndari. Þess
vegna þarf maður að kunna að lesa
fólk og fara milliveginn.“
Oddvar viðurkennir að hafa
dreymt um að komast í sjónvarp.
„Þetta hljómar eins og klisja en mig
langar svo að láta sjá mig. Ég er ekki
með þetta hefðbundna Hollywood-
útlit. Ef ég færi í prufu fyrir Walt Dis-
ney-mynd fengi ég seint hlutverk
„prom queen“, fullkomna pabbans
eða vinsæla gaursins. Ég yrði senni-
lega glæpamaðurinn eða dópsalinn,
bara út frá þeim steríótýpum sem
við byggjum á. Þess vegna hef ég svo
gaman af því þegar nýjar steríótýp-
ur koma fram; þegar sæta stelpan er
rotin að innan eða „ómyndarlegi“
strákurinn breytist í hjartaknúsara
sem öllum þykir vænt um. Ég ber
rosavirðingu fyrir fjölmiðlum og tel
manneskjuna komast ansi langt í
fróðleik og lífsleikni út frá myndefni.
Að hafa góðar fyrirmyndir finnst mér
skipta máli. Þetta er raunveruleika-
þáttur sem ég er að taka þátt í og ég
hef ekkert vald á að stjórna útkom-
unni. Mér finnst heiður að fá að vera
með, ég hlakka mikið til og vona það
besta.“ n indiana@dv.is
Fólk 53Helgarblað 22.–24. febrúar 2013
Þ
að verður engin veisla. Ég
ætla bara að vera með fjöl-
skyldunni og kannski borða
eitthvað gott sem maður-
inn minn eldar um kvöldið, segir
Anna Lilja Jóhannsdóttir sem er
þrítug í dag, föstudag.
Anna Lilja, sem er þriggja barna
móðir, er kennari í Akurskóla í
Reykjanesbæ. Hún mun brátt
snúa aftur til vinnu eftir fæðingar-
orlof og segir breytinguna leggj-
ast vel í sig. „Þetta verður fínt enda
veit ég að litli guttinn verður í góð-
um höndum.“
Anna Lilja er mikið afmælis-
barn og nýtur þess að halda upp
á afmæli sinna nánustu en þykir
best að hafa eigin afmæli látlaus í
faðmi fjölskyldunnar. „Það er alltaf
gaman að halda upp á afmæli
annarra og sérstaklega barnanna
minna. En mitt afmæli er aðeins
öðruvísi,“ segir hún og hugsar sig
vel um þegar hún er innt eftir því
hvernig henni lítist á að vera kom-
in á fertugsaldurinn. „Það er góð
spurning. Það hefur bara ekki síast
inn ennþá,“ segir hún brosandi að
lokum.
Gaman að halda upp
á afmæli annarra
Anna Lilja 30 ára 22. febrúar
É
g ætla að reyna að slaka sem
mest á og kannski fara í heit-
an pott og gufu með sam-
starfskonum mínum í leik-
húsinu. Um kvöldið ætla ég svo að
bjóða vinum og mínum nánustu
heim og halda gott barnaafmæli.
Ég ætla að vera með kórónu,“ segir
leikkonan Anna Gunndís Guð-
mundsdóttir sem verður þrítug á
laugardaginn.
Anna Gunndís segist verða æ
meira afmælisbarn með aldrinum.
„Það kom dauður tími en ég er að
reyna vekja þetta í mér aftur. Þegar
ég byrjaði fyrst hjá leikhúsinu varð
ég 17 ára á meðan ég var að leika
en sagði engum frá. Aggi [leikstjór-
inn Agnar Jón Egilsson] varð alveg
brjálaður nokkrum dögum seinna
vegna þess að ég hafði ekki haft
hærra um þetta. Þess vegna ætla ég
að fara að gera meira úr þessu. Svo
verður maður bara þrítugur einu
sinni. Og það er aldrei að vita hvort
maður nái öðrum tug.“
Anna Gunndís segir það að
„komast á fertugsaldur“ ekki hljóma
sérstaklega vel í hennar eyrum.
„Ég er vel til í að verða þrítug enda
hljómar það eins og að vera í blóma
lífsins, sem ég er. Fertugsaldurinn
hljómar hins vegar verr. En samt er
þetta æðislegt.“
Anna Gunndís býr og starfar á
Akureyri þar sem hún er fastráðin
leikari hjá Leikfélagi Akureyrar sem
mun frumsýna leikritið Kaktusinn
fyrsta mars og Anna Gunndís hef-
ur tröllatrú á verkinu. „Þetta er því
síðasta helgin sem við höfum í frels-
inu. Við erum að drukkna í vinnu
en hlökkum mikið til sýningarinnar.
Kaktusinn er allt öðruvísi verk en
Leigumorðinginn en ég held að
þetta eigi eftir að slá í gegn. Verkið
hefur mikilvægan boðskap en er
samt mjög fyndið og skemmtilegt.“
Verð með kórónu
Leikkonan Anna Gunndís er þrítug
Í blóma lífsins
Önnu Gunndísi
finnst það að vera
þrítug hljóma betur
en að vera komin á
fertugsaldur.
Afmælisstelpa Eigin-
maður Önnu Lilju ætlar að
elda eitthvað gott handa
henni í tilefni dagsins.
Þ
að verður smá heimboð,
svona þokkalegt partí, segir
Svanfríður Kristjánsdóttir í
Kópavogi sem heldur upp á
fertugsafmæli sitt á laugardaginn.
Svanfríður segir aðspurð að það
leggist vel í sig að komast á fimm-
tugsaldurinn. „Á maður ekki bara
að þakka fyrir að fá að eldast? Það
held ég,“ segir hún og játar því að
það sé skemmtilegt að halda upp á
þennan dag á laugardegi.
Hún segist enn fremur hafa
gaman af því að halda matarboð.
„Ég hef voðalega gaman af því að
bjóða fólki í mat og setjast niður
með vinum og borða góðan mat og
drekka gott vín. Það er miklu meira
það heldur en að ég sé mikið í af-
mælishaldi. En maður sleppur ekki
við að halda upp á svona stóraf-
mæli. Fjölskyldan mín er úti á landi
svo það verður einnig haldið upp
á þetta um næsti helgi í sveitinni.
Þá verður kvöldverður fyrir fjöl-
skylduna. Það eru því tvær veislur
fram undan.“
Tvær veislur framundan
Svanfríður verður fertug á laugardaginn
Svo spennandi
að maður grennist
n Oddvar tekur þátt í raunveruleikaþætti
Pólfarinn Vilborg
fékk konudagsköku
n Stefán Hrafn Sigfússon er höfundur köku ársins
L
andssamband bakarameist-
ara gaf Vilborgu Örnu Giss-
urardóttur pólfara köku ársins
2013 í tilefni að konudegin-
um sem verður nú á sunnu-
daginn. Athöfn var haldin á Kex
Hostel á fimmtudagskvöldið þar
sem kakan var afhent.
„Við viljum bara fyrst og fremst
launa þeim sem eru góðir við aðra
– er ekki bara gaman að gleðja þá
sem hafa staðið sig vel,“ segir Stef-
án Hrafn Sigfússon, bakari í Mos-
fellsbakaríi og höfundur kökunn-
ar. Vilborg Arna gekk nýlega á
suðurpólinn og safnaði fjöldanum
öllum af áheitum til styrktar kven-
lækningardeild Landspítalans.
Stefán bar sigur úr býtum í
keppni Landssambands bakara um
köku ársins og er þetta annað árið í
röð sem hann hannar og bakar sig-
urkökuna. Þá sigraði hann einnig
árið 2009. Kökunni lýsir Stefán sem
eins konar „rjómadraumi“: „Þetta er
eins konar rjómadraumakaka. Hvít
súkkulaði-kókosmús með hesli-
hnetu-möndlumiðju,“ segir hann.
Kakan var gefin Vilborgu í tilefni af
konudeginum. „Þetta er í rauninni
konudagskaka,“ segir Stefán.
Kakan, sem verður til sölu
í helstu bakaríum landsins, er
marglaga með kókosbotni. Það má
segja að nánast öllu sé tjaldað til –
hvítu, dökku og mjólkursúkkulaði,
kex-núggat karamellurönd, hvítu
og dökku ganache, karamellu kókos
og rjóma. Stefán kvaðst á fimmtu-
daginn vongóður um að Vilborg
kynni að meta kökuna: „Það er von-
andi að hún verði skýjunum.“ n
simon@dv.is
Oddvar Oddvar segir að hann væri líklegri
til að fá hlutverk dópsalans en vinsæla
gaursins.
Glaðningur Landssamband bakara meistara
vildi launa Vilborgu fyrir góðverk sín, en hún
styrkti kvenlækningadeild Landspítalans
myndarlega. Stefán Hrafn Sigfússon og Jói Fel
eru hér, glaðir í bragði, með Vilborgu.
mynd presspHOtOs.biz
Á suðurpólnum Vilborg Anna náði á pólinn þann 17. janúar eftir 60 daga göngu.