Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 53
 37Helgarblað 22.–24. febrúar 2013 manns var hollenska konan Maria Swanenburg dæmd fyrir morð á. Swanenburg er einn afkastamesti kven- fjöldamorðingi sögunnar en hún fæddist í Leiden í Hollandi árið 1839. Hún eitraði fyrir fórnarlömbum sínum sem flest voru tengd henni fjölskylduböndum. Fyrsta fórnarlamb hennar var móðir hennar sem hún eitraði fyrir með arseniki árið 1880. Árið 1885 var hún dæmd til lífstíðarvistar á betrunarheimili þar sem hún dvaldi allt til dauðadags árið 1915.30 BERNSK OG BROTHÆTT n Sophie Tieufri gerði ekki greinarmun á bernsku sinni og fullorðinsárum S purningin sem brann á vörum fólks sem þekkti til Jean-Pierre Devallez og Sophie Tieufri var: Var Je- an-Pierre sekur um sifja- spell með níu ára dóttur sinni? Je- an-Pierre var barnsfaðir Sophie og bjó í Lille í Frakklandi, en Sophie bjó ásamt dóttur þeirra í franska þorpinu Wasquehal og var þess fullviss að Jean-Pierre misnotaði dóttur þeirra, en allir sem þekktu Jean-Pierre vísuðu slíkum vanga- veltum til föðurhúsanna – um væri að ræða ímyndun sprottna af hugar órum Sophie. En hugarórar geta orðið ban- vænir og sú varð raunin að kvöldi til, 24. mars, 2005, þegar Jean-Pi- erre var að koma af fundi í Lille og gekk að bifreið sinni. Út úr kvöld- húminu birtist manneskja á mót- orhjóli og virtist ætla að gefa sig á tal við Jean-Pierre. En reyndin var önnur því fyrirvaralaust dró mann- eskjan hníf úr pússi sínu og stakk Jean-Pierre ítrekað með honum. Jean-Pierre hrópaði upp: „Hvað ertu að gera,“ og féll á húdd bifreið- ar sinnar. Fjórtán sinnum var Jean- Pierre stunginn og var löngu liðið lík þegar hnífurinn hófst og féll í síðasta skiptið. Vitni að morðinu sagði að það hefði líkst aftöku. Tveimur klukkustundum síðar kom Sophie heim í Wasquehal og sagði við Önnu, dóttur sína: „Pabbi þinn mun ekki angra þig framar. Ég gerði það sem þurfti.“ Svo mörg voru þau orð. Sorgleg bernska Í janúar 2009 mætti Sophie fyrir dóm. Þar sem hún sat og þrýsti að sér leikfangabangsa minnti þessi 44 ára kona meira á ráðvillt barn en fullorðna manneskju. Sophie var ákærð fyrir morð að yfirlögðu ráði. Geðlæknir komst að þeirri niðurstöðu að Sophie gengi ekki heil til skógar hvað andlegt heil- brigði varðaði: „Hún er ófær um eðlileg fullorðinsleg samskipti við annað fólk.“ Ástæðuna taldi geðlæknirinn liggja í bernsku Sophie, en móðir hennar var gefin fyrir sopann og faðir henn- ar þröngvaði „miður ánægjulegum venjum“ sínum upp á hana – mis- notaði hana kynferðislega að því er talið var. Faðir Sophie fuðraði upp eftir að hafa kveikt sér í sígarettu þar sem hann stóð við hliðina á bens- íntanki – sem sýnir glöggt hve ban- vænar reykingar í raun eru. Fimmt- án ára að aldri reyndi Sophie að fremja sjálfsmorð, en mistókst og varð skömmu síðar þunguð. Hún gekk í hjónaband og eignaðist ann- að barn áður en hún skildi við eig- inmann sinn. Kynntist Jean-Pierre Árið 1995 sinnaðist Sophie við vinnuveitanda sinn og leitaði að- stoðar stéttarfélags síns. Erindi hennar endaði á borði Jean-Pierre sem vann fyrir stéttarfélagið og hann hitti hana íklæddur Hawaii- skyrtu og hvítum íþróttabuxum. Í kjölfarið hófst eldheitt ástarsam- band á milli þeirra og Sophie varð himinlifandi þegar hún ól honum barn. En – að hennar sögn – örlaði ekki á ánægju hjá Jean-Pierre, heldur þvert á móti, og hann gerð- ist ruddalegur og þröngvaði „mið- ur ánægjulegum venjum“ sínum upp á hana. Eftir að þau skildu kvartaði Je- an-Pierre yfir því að sjá ekki dóttur sína nógu oft en Sophie sakaði hann um sifjaspell. Þegar félags- málayfirvöld blönduðust í mál- ið vöknuðu með þeim þær vanga- veltur hvort Sophie væri ekki að rugla saman atburðum úr eigin æsku og hennar eigin sambandi í nútíðinni. Samkvæmt niðurstöðu sér- fræðinga var Sophie bæði bernsk og brothætt en „hún trúir í ein- lægni því sem hún heldur fram.“ Hafði hótað lífláti Í mars 2005, fyrir morðið á Jean-Pi- erre, þegar búið var að koma Önnu í umsjá félagsmálayfirvalda mæltust þau til þess að hún fengi að sjá föð- ur sinn. Sophie tók uppástungunni vægast sagt illa – var sannfærð um að Jean-Pierre tæki þá upp gaml- ar venjur. Nokkrum dömum síð- ar gerði hún honum fyrirsát í Lille, vopnuð slátrarabreddu, með fyrr- greindum afleiðingum. Verjandi Sophie var ærlegur við réttarhöldin og sagði sem var að hann teldi Jean-Pierre sak- lausan af ávirðingum Sophie, en að Sophie hefði „í einlægni trúað hinu gagnstæða og hefði banað honum í þeirri fullvissu að hún væri að vernda barn sitt. Bað verj- andinn kviðdómara að hafa í huga að Sophie væri í reynd hálfgert barn sjálf. „Já, já! Það sem ég gerði var hryllilegt. Ég samþykki þá refsingu sem þið veitið mér,“ sagði Sophie þegar kveðinn var upp 17 ára fang- elsisdómur yfir henni. Haft var á orði að rómur hennar hefði líkst rómi barns. n Trylltist í umferðinni Upptaka úr öryggismyndavélum við fjölfarna umferðaræð í borginni Columbus í Ohio er eitt af lykil- sönnunargögnum í morðmáli sem höfðað hefur verið gegn 33 ára karl- manni. William D. Armstrong gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi eft- ir að hafa misst stjórn á sér þegar bifreið, sem hinn 68 ára Wilmon Damron ók, lenti í árekstri við bif- reið sem Armstrong var farþegi í. Armstrong brást ókvæða við þegar Damron steig út úr bifreið sinni til að biðjast afsökunar á mis- tökum sínum. Samkvæmt ákæru réðst Armstrong á hann, barði hann í götuna og sparkaði látlaust í hann þar til fórnarlambið missti meðvitund. Hann lét ekki staðar numið heldur hélt áfram að láta höggin dynja á liggjandi mann- inum. Damron slasaðist mjög illa í árásinni og leiddu meiðslin til dauða hans þremur dögum síðar. Armstrong hefur játað á sig árásina og gæti þurft að dúsa á bak við lás og slá það sem eftir er ævi sinnar. Tortímandinn frá Úkraínu Anatoly Onoprienko er einn af- kastamesti fjöldamorðingi í sögu Úkraínu. Onoprienko fæddist í borginni Zhytomyr árið 1959 en á þeim árum tilheyrði borgin Sovétríkjunum. Onoprienko var vanafastur maður og fylgdi ávallt ákveðnu mynstri þegar hann myrti blásaklaus fórnarlömb sín – sem voru 52 talsins. Hann valdi afskekkt hús og byrjaði ávallt á að myrða húsbóndann. Því næst myrti hann húsfreyjuna og loks börn ef einhver voru á staðnum. Og til að skilja ekki eftir sig neina slóð kveikti hann í húsunum. Fyrstu fórnarlömb hans var fjögurra manna fjölskylda í þorpinu Bratkovychi í vesturhluta Úkraínu á öndverðum níunda ára- tugnum. Nokkrum dögum síðar, í þessu sama þorpi, myrti hann fimm manna fjölskyldu og tvö vitni að morðunum. Þegar hann skynjaði að lögregla var að komast á sporið yfir- gaf hann þorpið og hélt drápunum áfram annars staðar. Það var svo árið 1996 að Onopri- enko, sem jafnan var kallaður Tortímandinn, var handtekinn af úkraínsku leyniþjónustunni. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa orðið 52 einstaklingum að bana á sex ára tímabili. Í apríl árið 1999 var Onoprienko dæmdur til dauða en nokkrum mánuðum síðar var dómnum breytt í lífstíðarfangelsi. Onoprienko, sem í dag er 53 ára, er enn bak við lás og slá og verður áfram um ókomna tíð. Á leið í rétt- arsalinn Ef grannt er skoðað má sjá að þarna er Sophie Tieufri á ferð. „Já, já! Það sem ég gerði var hrylli- legt. Ég sam- þykki þá refs- ingu sem þið veitið mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.