Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 49
Viðtal 33Helgarblað 22.–24. febrúar 2013
frá sama tíma og þá standa þeir
í lopaklæðum fyrir utan torfbæ.
Á meðan ættingjar mínir frá Srí
Lanka eru í öllu ríkulegri aðstæð-
um, hefðarklæddir og með þjóna.
Þetta er allt saman mjög skrýtið,“
segir hún og hlær létt. „Ég hef því
miður ekki farið á þessar slóðir en
mig langar rosalega mikið að fara,“
segir hún. „Einhvern tímann geri ég
það.“ Stelpugenið Lovísa og móðir
hennar eru afar nánar. „Við erum
rosalega góðar vinkonur, hún er
sennilega ein krúttlegasta mann-
eskja sem ég þekki núna. Við að
minnsta kosti náum rosalega vel
saman og höfum alltaf gert. Æska
mín með henni var yndisleg, hún
verður alltaf svolítil stelpa. Amma
mín í móðurætt var þannig líka og
ég býst við að ég sé það líka. Það er
eitthvað unglegt stelpugen í ættinni
sem ég vona að ég búi líka að, þó að
ég taki líkamlegum þroskamerkjum
fagnandi,“ segir hún. „Amma er rosa-
lega ung í anda, hún er í betra formi
en ég, og ég vona að ég verði jafn
hraust og hún á efri árum.“
Giftist besta vini sínum
Lovísa hóf tónlistarferil sinn með
vinum sínum í Benny Crespo’s
Gang, þeim Helga Rúnari, Birni Sig-
mundi og Magnúsi Öder. Sveitin er
enn starfandi og þau eru í upptökum
þessa dagana á milli anna.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt
tímabil, og fyrsta skiptið sem ég fór
af alvöru að vinna í frumsaminni
tónlist. Við erum eiginlega ennþá að
þótt að við séum ekki búin að spila
lengi saman. En við erum með áætl-
anir og erum búin að vera að semja
fín lög. Eiginlega þá er það satt best
að segja ótrúlega pirrandi hvað við
erum búin að fresta því lengi að
vinna lögin meira, þau eru svo fín.“
Hún og Magnús, bassaleikari
sveitarinnar, voru gift um tíma. Sam-
bandið gekk ekki upp og þau skildu.
„Þetta er ekkert stórmál. Við vorum
ung og hugrökk. Við giftum okkur
mjög ung og skildum líka mjög ung.
Við ákváðum að halda vináttunni og
sem betur fer, því við vinnum enn
þann dag í dag saman að tónlist.
Samband okkar þróaðist mjög fljótt
í vinasamband, það má eiginlega
segja að ég hafi gifst besta vini mín-
um.“
Nýtt líf Lovísu
Lovísa varð stjarna á skömm-
um tíma. Lag sem hún setti inn á
Myspace undir nafninu Lay Low
vakti svo mikla hrifningu að ekki
varð aftur snúið. Hún átti erfitt á
þessum tíma – árið var 2005. Hún
var nýstigin upp úr erfiðum veik-
indum og nýskilin við besta vin
sinn. Á þessum tíma sagði Lovísa
einnig ástvinum sínum frá samkyn-
hneigð sinni og velti mikið fyrir sér
tilgangi lífsins. Hún leitaði á náðir
tónlistarinnar við að finna tilfinn-
ingum sínum farveg og á næturnar
vakti hún og samdi lög. Lay Low
varð til og út kom metsöluplatan
Please Don´t Hate Me er seldist í
yfir tíu þúsund eintökum.
Hún segist forðast að nota hug-
takið að koma út úr skápnum. Hún
hafði einfaldlega ekki fundið rétt-
an farveg fyrir tilfinningar sínar fyrr
en á þessum tíma. „Þetta var búið
að vera að böggast í mér svolítið
lengi. Ég hafði ekki fundið réttu
leiðina til þess að koma þessu frá
mér. Þetta var svolítið erfitt að því
leytinu til að ég var ennþá í sam-
bandi við Magnús þegar þetta var
allt að koma í ljós. Ég var honum al-
gjörlega trú, ég var ekkert að halda
framhjá til þess að kanna málin
„Ég hafði
átt nokkur
ár sem ég var
rosalega veik.
Þau ár voru eins
og þeytivinda.
Fluttar í sveitina
„Okkur langaði að
losna úr þessum
aðstæðum og vorum
jafnvel að pæla í því að
flytja út,“ segir Lovísa
en hún og kærasta
hennar eru fluttar úr
miðborginni í sveitina.
myNd eyþór árNasoN
Í fangi langömmu Frá vinstri: Halldóra Geirsd
óttir, Lovísa í fangi langömmu sinnar,
Þórunn Elísabet Guðnadóttir, amma Lovísu
, og Sigrún Einarsdóttir, móðir hennar.
Forfeður á srí Lanka Hér eru langamma og afi Lovísu til hægri og langalangamma og og afi hennar í miðju. „Amma mín í föðurætt er þarna yngsta barnið sitjandi uppi á borði næst lengst til vinstri,“ segir Lovísa sem hefur gaman af því að grúska í gömlum myndum.