Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 20
„Við höfum gert mistök“
20 Viðtal 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
L
ykilorðið í því sem þú spurð-
ir mig um er „meint“. Ég get
ekki tjáð mig um ásakanir og
ég get heldur ekki tjáð mig
um aðgerðir CIA, segir Luis
Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna
á Íslandi, þegar hann er spurður út
í réttmæti staðhæfinga þess efnis að
bandaríska leyniþjónustan CIA hafi
notað íslenska flugvelli í flugi með
fanga í stríðinu gegn hryðjuverk-
um eftir árásirnar á tvíburaturnana
í New York 11. september 2001. Að-
spurður hvort svar hans feli það í
sér að það hafi ekki verið sannað að
fangaflugið um Ísland hafi átt sér
stað segir Luis að hann geti ekki tjáð
sig um það þar sem einungis sé um
„ásakanir“ að ræða.
Blaðamaður: „Er það rétt skilið
hjá mér að þetta sé viðhorf Banda-
ríkjastjórnar á því hvort fangaflugið
um Ísland hafi átt sér stað eða ekki“?
Luis: „Já, það er rétt.“
Við Luis erum staddir í sendi-
herrabústaðnum við bandaríska
sendiráðið á Laufásvegi þar sem
viðtal okkar fer fram. Luis hefur ver-
ið sendiherra Bandaríkjanna á Ís-
landi síðan árið 2010 og hefur vakið
athygli fyrir að vera óvenjulegur og
alþýðlegur í starfi auk þess að þykja
þægilegur í viðkynningu að sögn
þeirra sem hafa átt við hann sam-
skipti – viðtalið við Luis styrkir þá
sýn blaðamanns á hann.
„Auðvitað höfum við ekki alltaf
rétt fyrir okkur“
Þegar Luis er spurður um aðgerðir
bandarísku alríkislögreglunnar FBI
hér á landi í tengslum við rann-
sóknina á uppljóstrunarsíðunni
Wikileaks segir hann að hann geti
ekki tjáð sig um einstaka aðgerð-
ir FBI. Hann segir hins vegar að al-
mennt séð fylgi FBI alltaf lögum og
reglum annarra þjóðríkja. „Ég get
ekki tjáð mig um nein einstök at-
riði tiltekinna rannsókna. Það sem
ég get hins vegar sagt þér er að FBI
fylgir alltaf þeim lögum og reglum
sem gilda í öðrum ríkjum og það
líka við um Ísland. Ég get fullvissað
þig um það.“
Blaðamaður segir við Luis að það
séu fréttir eins og þessar tvær, þar
sem bandarísk yfirvöld virðast vera
að misnota það traust sem ríkir á
milli landanna í rannsóknum sín-
um, sem komi óorði á Bandaríkin í
hugum íslensks almennings, og seg-
ir sendiherrann að hann skilji mjög
vel þær „miklu sjálfstæðistilfinn-
ingar“ sem Íslendingar beri í brjósti
en að hins vegar eigi fólk ekki að
„trúa öllu sem það les“.
„Bandaríkin eru stórt land sem
bera mikla ábyrgð. Hvernig fer það
saman að bera alla þessa ábyrgð á
sama tíma og við þurfum að taka til-
lit til hagsmuna bandamanna okkar
sem við þurfum á að halda. Þetta
getur verið erfitt. Stundum ger-
ist það að fólk gagnrýnir okkur fyr-
ir eitthvað og segir: „Af hverju eruð
þið að gera þetta?“ Svo næst segir
einhver: „Af hverju gerðuð þið ekki
meira í þessu?“ Auðvitað höfum við
ekki alltaf rétt fyrir okkur, það fylgir
því að vera mannlegur. En það sem
leiðir okkur áfram er trúin á ákveðin
gildi sem við deilum með mörgum
löndum heims, til dæmis í Vestur-
Evrópu. Höfum við alltaf rétt fyrir
okkur?: Nei. Við höfum gert mistök
en við lærum af þeim,“ segir Luis.
Sendiherrann segir að banda-
rísk yfirvöld beri mikla virðingu
fyrir Íslendingum. „Við berum mikla
virðingu fyrir Íslandi og Íslending-
um. Íslendingar deila með okkur
trúnni á mörg af þeim gildum sem
leiða okkur áfram, einstaklingsfrelsi,
mannréttindi og svo framvegis. Sá
skilningur að við myndum reyna að
misbeita mætti okkar gagnvart Ís-
lendingum er ekki réttur. Ísland er
bandamaður Bandaríkjanna.“
Blaðamaður: „Og það var ekki
raunin í tengslum við rannsóknir
FBI á Wikileaks á Íslandi?“
Luis (hlæjandi): „Ég var búinn
að gefa mér þér svar mitt við þessari
spurningu.“
Alþýðlegur sendiherra
Barack Obama Bandaríkjaforseti
skipaði Luis sem sendiherra hér á
landi árið 2010. Fyrirrennari hans,
Carol van Voorst, var sendiherra
Bandaríkjanna hér á landi frá 2006
til 2009 en eftir að hún hvarf á braut
var enginn bandarískur sendiherra
á Íslandi um nokkurra mánaða
skeið.
Eitt af því fyrsta sem Luis gerði
eftir að hann kom til landsins árið
2010 var að opna bloggsíðu þar sem
hann hefur tjáð sig um upplifun
sína af Íslandi, meðal annars hvern-
ig fyrsta pylsan sem hann fékk sér
á Bæjarins bestu smakkaðist: „Ég
verð að segja að þetta var ein besta
pylsa sem ég hef borðað í lífi mínu.
En það besta við upplifunina var
að reynslan af þeirri hefð Reykvík-
inga að fá sér göngutúr þegar kalt
er í veðri og að standa í biðröð eft-
ir „einni með öllu“ og að spjalla við
vini á meðan við nutum þess að
gæða okkur á þessum þjóðarrétti
Reykvíkinga. Það eina sem ég sá eft-
ir var að hafa ekki fengið mér aðra
pylsu – næst,“ sagði Luis á bloggsíðu
sinni.
Luis segir aðspurður að hann hafi
með blogginu viljað deila upplifun-
um sínum af Íslandi með Íslending-
um. „Ég vildi tala við íslensku þjóð-
ina. Ég vildi deila reynslu minni af
landi og þjóð og nota þetta blogg
sem leið til að eiga í beinum sam-
skiptum við þá. […] Markmið okkar
í utanríkisþjónustunni er að fólk hér
á landi sjái okkur sem manneskjur,
en ekki sem stórveldið Bandarík-
in, sem deila þeim gildum sem það
sjálft hefur.“
Þá klæddi Luis sig sem uppvakn-
ing þegar bandarísk sjónvarpsþátta-
röð The Walking Dead var forsýnd í
Bíó Paradís í lok janúar og birtust af
honum myndir í fjölmiðlum – föl-
um, blóðugum og líflausum í gervi
sínu. Luis tekur sig því ekkert allt
of hátíðlega, miðað við þessa kynn-
ingu hans á sér í fjölmiðlum.
Um þetta segir hann aðspurð-
ur: „Ég held að það sé ekki gott að
taka sjálfan sig of hátíðlega, setja sig
á stall, því þá er maður kominn á
stað sem maður vill ekki vera á. Ég
trúi ekki á það að maður eigi að taka
sjálfan sig of alvarlega; maður getur
tekið starf sitt alvarlega en ekki sjálf-
an sig. Sérhver manneskja á skilið að
komið sé fram við hana af virðingu
út frá því hvernig hún er. Ef þú vinn-
ur á skrifstofu og hreingerningar-
konan kemur inn til að taka til þá á
hún skilið virðingu, þú átt að tala við
hana, reyna að skilja hana og reyna
að læra af henni því hún er mann-
eskja rétt eins og þú. Eitt það fallega
við að vera diplómat er að komast í
kynni við svo margt fólk og menn-
ingarheima, víða um heim, og þetta
hjálpar manni að skilja sjálfan sig og
sína eigin menningu.“
Áður en talið berst að uppruna
Luis og þeim manni sem hann hefur
að geyma verður vikið aðeins nánar
að fangafluginu og rannsóknum FBI
á Íslandi sem verið hafa til umræðu
hér á landi.
Eitt af 54 löndum
Síðastliðin ár hafa verið gefn-
ar út fjölmargar skýrslur og bæk-
ur um fangaflug CIA í stríðinu
gegn hryðjuverkum sem bandarísk
stjórnvöld hófu í kjölfar árásanna á
tvíburaturnana 11 september 2011.
Árið 2006 kom til dæmis út bók eftir
breska blaðamanninn Stephen Grey
þar sem fjallað var um fangaflugið og
sama ár gaf Amnesty International
út skýrslu um málið þar sem fram
kom að flugvellir hér á landi hefðu
verið notaðir sem viðkomustað-
ir í fluginu. Þá greindi danski Jót-
landspósturinn til dæmis frá því að
flugvél á vegum CIA hefði millilent
í Keflavík og á Grænlandi í tilteknu
fangaflugi með þýskan ríkisborgara
að nafni, Khaled el-Masri, sem hefði
verið sóttur til Afganistans og flogið
með hann af landi brott.
Fyrir skömmu kom svo út skýrsla
á vegum bandarískra mannréttinda-
samtaka, Open Society Justice
Initia tive, þar sem fram kom að CIA
hefði notað flugvelli hér á landi í
fangafluginu. Samkvæmt skýrslunni
var Ísland eitt af 54 „löndum“ sem
aðstoðuðu Bandaríkin með óbein-
um hætti við „mannrán, fangelsun
og pyntingar eftir 11. september og
voru mörg þeirra í Evrópu“, eins og
það var orðað í nýlegri frétt Guar-
dian Weekly um málið. Niðurstaða
skýrslunnar er meðal annars sú að
þessi 54 lönd beri einnig ábyrgð á
þeim mannréttindabrotum sem
Bandaríkjastjórn framdi með fanga-
fluginu.
Heimiluðu flug en
ekki með fanga
Íslensk stjórnvöld voru gagnrýn-
in á þetta fangaflug á árunum fyrir
hrun og meðal annars sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir, þáverandi
utanríkisráðherra, í nóvember árið
2008 að CIA hefði ekki haft heim-
ild til fangaflugsins um Ísland þrátt
fyrir veru Íslands í NATO: „Og geta
nefndarmenn því gengið úr skugga
um það, eins og ég hef þegar gert
sjálf, að NATO veitti ekki heimild-
ir til fangaflugs, leynifangelsa eða
pyndinga eins og látið hefur verið í
veðri vaka í umræðunni.“
Í skýrslu Open Society Justice
Initiative er því haldið fram að ís-
lensk stjórnvöld hafi heimilað
fangaflugið en ekkert bendir til að
það sé rétt ef marka má orð Árna
Sigurðssonar, formanns utanrík-
ismálanefndar, í samtali við Vísi.is
fyrr í mánuðinum: „Í skýrslunni er
því haldið fram að íslensk stjórn-
völd hafi heimilað flugið á sínum
tíma og við vorum að fara yfir það
með ráðuneytinu hvað væri hæft
í þessu. Það er ljóst að þessi flug-
númer og flugvélar voru heimilaðar
af stjórnvöldum en samkvæmt upp-
lýsingum í skýrslu frá 2007 voru ekki
taldar neinar vísbendingar um að í
vélunum hefðu verið fangar.“
Miðað við svör Luis Arreaga
viðurkenna bandarísk stjórnvöld
hvorki að flogið hafi verið um Ís-
land í fangafluginu né að fangaflug-
ið hafi átt sér stað yfirhöfuð. Tek-
ið skal fram að í svari sínu er Luis
væntanlega að fylgja þeirri línu í
svörum um fangaflugið sem yfir-
völd í Washington segja sendiherr-
um sínum að fylgja. Líklega myndu
aðrir starfsmenn utanríkisþjónustu
Bandaríkjanna svara spurning-
um um fangaflugið með svipuðum
hætti: Allt tal um fangaflugið sem
staðreynd er viðurkenning á því að
það hafi átt sér stað; viðurkenning
sem bandaríska utanríkisþjónustan
er ekki reiðubúin til að gefa.
n Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga, þykir einkar alþýðlegur í viðmóti n Hefur lagt sig fram um að kynnast landi og þjóð n Framtíð landsins björt
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Viðtal „Auðvitað
höfum við
ekki alltaf rétt
fyrir okkur