Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 68
52 Fólk 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað
Hvað er að
gerast?
22.–24. febrúar
Föstudagur22
feb
Laugardagur23
feb
Sunnudagur24
feb
Kyrrð og hugulsemi í
Háteigskirkju
Þeir sem vilja byrja
snemma að svala
menningarþorsta
sínum geta skellt
sér á hádegistónleik-
ana – Á ljúfum nótum
í Háteigskirkju – sem hefjast á slaginu
tólf og standa yfir í hálftíma. Fram kemur
Tríó Sunnu Gunnlaugs en það er skipað
Þorgrími Jónssyni á kontrabassa og Scott
McLemore á trommur auk Sunnu á píanó.
Á dagskrá tríósins er efni af plötunni Long
Pair Bond og nýjar tónsmíðar. Tónleikarnir
eru kjörnir fyrir þá sem vilja slaka aðeins
á í amstri dagsins en gagnrýnandi Jazz
Special í Danmörku hefur sagt tónlistina
þeirra „einkennast af kyrrð og hugulsemi.“
Háteigskirkja 12:00
Splatter á Akureyri
Þeir sem verða á Akureyri ættu að skella sér
á frumsýningu splatter-leikritsins Punch
klukkan 20.00 í Rýminu á Akureyri. Punch
er byggt á miðaldasögninni um hjónakornin
Punch og Judy. Þrátt fyrir að hafa verið upp-
runalega ætluð börnum er sagan blóði drifin
og svo uppfull af ofbeldi að illskan í jafnvel
blóðugustu hasarmyndum samtímans
kemst ekki í hálfkvisti við illsku Punch. Leik-
hópurinn Sticks & Stones ætlar að skoða
þetta skemmtanagildi, njóta þess að leika
ofbeldið og finna ef til vill örlítið nýstárlegar
leiðir til að sviðsetja höggin.
Rýmið á Akureyri 20:00
Hjaltalín í Iðnó
Þeir sem verða í höfuðborginni gætu skellt
sér á tónleika Hjaltalín í Iðnó á sama tíma.
Það er enginn annar er Snorri Helgason
sem mun sjá um upphitun. Miðasala fer
fram í Iðnó, milli kl. 11 og 16, alla daga
fram að tónleikum. Húsið verður opnað kl.
20:00 og Snorri stígur stundvíslega á svið
ásamt hljómsveit sinni kl. 21:00.
Iðnó 20:00
Kraftmikið verðlaunaverk
Fyrirheitna landið – Jerúsalem, kraftmikið
nýtt verðlaunaverk um átök siðmenn-
ingarinnar og hins frumstæða nú á
okkar dögum, verður frumsýnt á stóra sviði
Þjóðleikhússins klukkan 19.30 á laugar-
dagskvöld. Það er Hilmir Snær Guðnason
sem fer með aðalhlutverkið en hann leikur
utangarðsmann og fyllibyttu í þessu verki
eftir eftir Jez Butterworth. Fyrirheitna
landið var frumflutt hjá Royal Court-leik-
húsinu í London árið 2009 og fékk frábærar
undirtektir. Meðal annars hlaut leikritið
Evening Standard- og London Critics
Circle-leiklistar verðlaunin. Sýningin hefur
verið sýnd við miklar vinsældir í London og
New York.
Þjóðleikhúsið 19:30
Ásgeir Trausti á
Skaganum
Akurnesingar geta
gert sér glaðan dag
að kvöldi laugardags
en þá mun enginn annars
en Ásgeir Trausti troða upp í Bíóhöllinni þar
í bæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 en
sérstakur gestur að þessu sinni verður Pétur
Ben sem spilar nokkur af sínum bestu lögum
áður en Ásgeir og hljómsveit stíga á svið.
Ljóst er að þetta verða einstakir tónleikar í
skemmtilegu menningarhúsi Skagamanna.
Bíóhöllin Akranesi 21:00
Leikhús fyrir börnin
Það verður af nægu að taka fyrir börnin í
Þjóðleikhúsinu á sunnudaginn. Bestu vin-
konur barnanna, þær Skoppa og Skrítla,
mæta með fyrstu sýningu sína, Skoppa
og Skrítla í leikhúsinu, en sýningarnar
verða klukkan 11.00 og 13.00. Hið klass-
íska barnaverk, Dýrin í Hálsaskógi, verður
einnig sýnt þennan sama dag klukkan
13.00 og 16.00. Þá verða Karíus og Baktus
á sínum stað í Þjóðleikhúsinu, klukkan
13.30 15:00 og 16.30.
Þjóðleikhúsið 11:00-16:30
J
á, við Steindi köllum ekki allt
ömmu okkar, ég til dæmis kalla
mína Brján“, segir leikkonan
Saga Garðarsdóttir en kossaflens
hennar og Steinda Jr. vakti mikla
athygli á Edduverðlaunahátíðinni um
helgina. Saga vill að öðru leyti ekki tjá
sig um gjörninginn til að draga ekki
athyglina frá verðlaununum sjálfum.
Saga útskrifaðist úr leiklistardeild
Listaháskóla Íslands í fyrra og hefur
komið eins og ferskur andblær inn í
íslenskt samfélag síðan. Sjálf heldur
hún því fram að hún sé alls engin
undantekning því íslenskar konur
séu sérlega fyndnar. „En við höfum
ekki fengið tækifæri til að æfa okk-
ur jafn lengi og strákar sem byrja sex
ára að prumpa hver á annan og vera
með galsa. Við höfum minni æfingu í
því að koma fram með okkar grín. Ís-
lenskar konur eru mjög fyndnar, kald-
hæðnar og skemmtilegar. Og konur
yfirhöfuð. Konur í gríni blómstra oft
eftir þrítugt þegar þær eru komnar
með nægilegt sjálfstraust til að spretta
fram. Strákarnir hafa sterkara bakland
enda búum við í ömurlegu feðraveldi.
Já, ég sagði feðraveldi í viðtali!“
Saga segir stelpuvini sína fyndn-
ustu vinina. „Ég á ógeðslega marga
fyndna strákavini en stelpurnar eru
langskemmtilegastar, fyndnastar og
lúmskustu grínararnir,“ segir hún en
bætir við að henni finnist alltaf jafn
fyndið þegar strákar kalli hana eina
af þeim. „Ég fæ stundum að heyra
að ég sé svo fyndin og þess vegna sé
ég ein af strákunum. Þannig virðist
fyndni eitthvað sem margir strákar
séu búnir að eigna sér sem kyn. Ég er
bara fyndin stelpa. Ég er heldur ekk-
ert á móti strákum. Ég er bara í fyndna
liðinu á móti því fúla.“
Saga segist snemma hafa fattað
að hún gæti fengið fólk til að brosa.
„Lukkulega beit ég það í mig fimm,
sex ára að ég væri strákur. Það gaf mér
frímiða til að prumpa framan í hvern
sem ég vildi og gera óspaklegt grín. Ég
kallaði mig Emil, gekk um með pott-
lok og var með alls kyns látalæti þar
til ég kynntist Ronju ræningjadóttur
og Línu Langsokk og fattaði að stelpur
gætu verið alveg jafn kúl og með jafn
mikil látalæti og strákar. Eftir það hef
ég verið stolta stelpan sem ég er.“
Saga vakti mikla athygli í sjón-
varpsþættinum Spurningabombunni
sem og Hæ Gosa. Hún segist þó lítið
taka eftir að fólk þekki hana úti á götu
og hvað þá að einhverjir ætlist til þess
að hún segi eitthvað fyndið. „Það er þá
aðallega mamma sem ætlast til þess
að ég segi og geri eitthvað fyndið í af-
mælum og fjölskyldusamkomum. Þar
er alltaf ósýnileg krafa um að ég verði
með skemmtiatriði sem er kannski
skiljanlegt þar sem ég skorast aldrei
undan. Ég hef alltaf gaman af því
þegar ég er búin en það getur verið
erfitt til að byrja með. Enda finnst mér
erfiðast að koma fram fyrir framan þá
sem ég þekki best.“
Næst á dagskrá Sögu er frumsýning
á Fyrirheitna landinu á stóra sviðinu
í Þjóðleikhúsinu og svo æfingar á
Englum alheimsins. Aðspurð segist
hún hafa gaman af hvoru tveggja, að
leika á sviði og í sjónvarpi. „Mér finnst
bæði betra. Það var ótrúlega gaman
að vera á setti í Hæ Gosa með fyndnu
fólki sem sagði brandara á meðan það
beið. En að sama skapi er líka gaman
að vera í jafn lifandi miðli og leikhús-
ið er. Það væri langbest ef ég fengi að
prófa allt; smakka allar kökurnar.“n
indiana@dv.is
Simmi vann ekki milljónirnar
n Myndi samt ekki viðurkenna það hefði hann unnið
Þ
ví miður vann ég þetta ekki,“
segir fjölmiðla- og athafna-
maðurinn Sigmar Vilhjálms-
son en sú saga hefur feng-
ið vængi í samfélaginu að Sigmar
sé stóri vinningshafinn sem hlaut
rúmar 126 milljónir í Víkingalottó-
inu á dögunum en um hæsta vinn-
ing í sögu Íslenskrar getspár er að
ræða.
Vitað er að vinningshafinn býr
í Mosfellsbæ en þar býr Simmi
einnig. „Ég held að þetta hafi byrjað
með því að Vignir [Freyr Andersen]
lottókynnir skrifaði á Facebook-
vegginn minn: „Til hamingju gamli.“
Síðan hefur þessi saga gengið. Því
miður er þetta ekki satt og miðað
við allt áreitið sem ég hef orðið fyrir
finnst mér ósanngjarnt að ég hafi
ekki fengið eina einustu krónu.“
Simmi ætlar að nota tækifærið í
útvarpsþætti sínum á laugardaginn
og leiðrétta þennan misskilning
fyrir fullt og allt. „Við ætlum að hr -
ingja til Íslenskrar getspár og fá þar
staðfest af Lottó að ég sé ekki vinn-
ingshafinn. Ef ég bara hefði feng-
ið eina krónu fyrir hvert skipti sem
ég hef verið spurður hvort ég hafi
unnið ætti ég örugglega 120 millj-
ónir í dag. Gallinn er hins vegar sá
að ef ég hefði unnið hefði ég líklega
aldrei viðurkennt það.“
Aðspurður segist hann ekki hafa
neitt sérstakt í huga sem hann myndi
gera ef hann myndi einhvern tím-
ann vinna svo háa upphæð. „Ætli ég
myndi ekki bara byrja á því að borga
allar mínar skuldir. Það er besta fjár-
festingin í dag. Svo myndi ég sjá hvað
ég ætti eftir.“ n
Fyndin Saga gekk um með pottlok og svaraði nafninu Emil þegar
hún var lítil. Það, segir hún, gaf henni frímiða til að prumpa framan í
hvern sem er og vera með alls kyns látalæti.
n „Ég er bara í fyndna liðinu á móti því fúla“
Sigmar Athafna- og
fjölmiðlamaðurinn sver af
sér Víkingalottóvinning.
Beit í sig að hún
væri strákur
Í sleik við Steinda
Kossaflensið vakti athygli á Edduverðlauna-
hátíðinni.
„Íslenskar
konur eru
mjög fyndnar,
kaldhæðnar og
skemmtilegar
„Ég er
bara
fyndin stelpa
Saga Garðarsdóttir