Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 62
46 Afþreying 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað Kominn í bransann n Prince Jackson er nýr starfsmaður Entertainment Tonight U nglingssonur Michaels Jackson heitins hefur verið ráðinn til sjón- varpsstöðvarinnar Entertainment Tonight og fet- ar þar með í spor þeirra fjöl- skyldumeðlima sem getið hafa sér gott orð innan skemmtana- bransans. Prince Jackson, 16 ára, birt- ist fyrst á skjánum í síðustu viku. Þá tók hann meðal annars við- töl við leikarana James Franco og Zach Braff og leikstjórann Sam Raimi sem voru að kynna nýju kvikmyndina sína Oz the Great and Powerful. Prince, sem fékk nafnið Michael Joseph Jackson yngri við fæðingu, er elstur þriggja barna poppkóngsins. Hann hefur látið hafa eftir sér að hann hyggist stefna hátt inn- an skemmtanabransans. „Ég ætla að skapa mér til nafn sem framleiðandi, leikstjóri, leik- skáld og leikari,“ sagði hann í nýlegu viðtali. Systir hans, Paris, 14 ára, leikur í kvikmyndinni Lundon‘s Bridge and the Three Keys sem enn er í framleiðslu. Sjónvarpsdagskrá Föstudagur 22. febrúar Stöð 2RÚV SkjárEinn Stöð 2 Sport dv.is/gulapressan Óskalistinn Reykjavíkurmótið hafið Friðrik Ólafsson, fyrsti stór- meistari Íslendinga, var maður 3. umferðar á N1 Reykjavíkurskák- mótinu í Hörpu. Friðrik, sem er 78 ára, mætti David Navara, 27 ára ofurstórmeistara frá Tékklandi og var með mun betri stöðu eft- ir um 30 leiki. Í miklu tímahraki tók Friðrik þann kost að bjóða jafntefli, sem var snarlega þeg- ið. Friðrik hefur farið afar vel af stað á mótinu, en hann var meðal keppenda þegar fyrsta Reykjavíkurskákmótið var haldið árið 1964. Þröstur Þórhallsson hélt kínverska snillingnum Bu Xingzhai í mikilli klemmu, og að- eins mjög nákvæm vörn Kínverj- ans tryggði honum jafntefli. Fimmtán skákmenn eru efstir og jafnir með 3 vinninga eftir þrjár umferðir. Í þeim hópi er Hjörvar Steinn Grétarsson, stigahæsti Íslendingurinn á mótinu, sem lagði bandaríska meistarann Bob Beeke. Tuttugu og tveir skákmenn hafa 2,5 vinning og í þeim hópi eru stórmeistararnir Þröstur Þórhallsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stef- án Kristjánsson. Hannes, sem hefur sigrað fimm sinnum á Reykjavíkur- skákmótinu, fór á kostum í glæsilegri fórnarskák. Fleiri athyglisverð úrslit litu dagsins ljós. Ivan Sokolov, tvöfaldur sigurvegari á Reykjavíkurmótinu, steinlá fyrir bandaríska FIDE-meistar- anum Jayakumar, og var hollenski meistarinn hreint ekki sáttur við tafl- mennsku sína. Heiðursfélagi Skáksambandsins, Gylfi Þórhallsson, gerði jafntefli við þýskan alþjóðameistara og Dagur Ragnarsson, 15 ára, gerði þriðja jafnteflið í röð við mun stigahærri meistara. Þá vann hinn ungi TR- ingur Jakob Alexender Petersen hollenskan skákmeistara, sem var til muna stigahærri. Þá vakti ánægjulega athygli að Böðvar Böðvarsson, næstelsti keppandi mótsins sem jafnframt teflir nú á fyrsta alþjóðlega skámótinu sínu, á 77. aldursári, gerði jafntefli við argentínskan meist- ara sem er 400 stigum hærri en Böðvar. Áfram verður teflt um helgina og hefjast umferðirnar klukkan eitt á laugardag og sunnudag. dv.is/blogg/skaklandid Stefán Bergsson skrifar Skáklandið 15.40 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 16.30 Ástareldur (Sturm der Liebe) Endursýndir þættir vikunnar. 17.20 Babar (10:26) (Babar and the Adventures of Badou) 17.42 Bombubyrgið (22:26) (Blast Lab) 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Framandi og freistandi 3 (9:9) Í þessari nýju syrpu heldur Yesmine Olsson áfram að kenna okkur framandi og freistandi matreiðslu. Hluti þáttanna var tekinn upp á Seyðisfirði í sumar og á æskustöðvum Yesmine í Svíþjóð þar sem hún eldaði með vinum og ættingjum undir ber- um himni. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. e. 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.00 Gettu betur (Kvennaskólinn - MK) Spurningakeppni fram- haldsskólanema. Að þessu sinni eigast við lið Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans í Kópavogi. Spyrill er Edda Hermannsdóttir. Dómarar og spurningahöfundar eru Atli Freyr Steinþórsson og Þórhildur Ólafsdóttir. Umsjón og stjórn útsendingar: Elín Sveinsdóttir. 21.10 Draumadísin 6,4 (She’s Out of My League) Kirk er ósköp venju- legur ungur maður sem hittir draumadísina en hann á ekki séns í hana, eða hvað? Leikstjóri er Jim Field Smith og meðal leikenda eru Jay Baruchel, Alice Eve og T.J. Miller. Bandarísk bíó- mynd frá 2010. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 22.55 Trúður: Bíómyndin (Klovn: The Movie) Frank verður valdur að því að mágur hans fellur úr stiga og þarf í framhaldi af því að taka systurson sinn með sér í kajakferð. Leikstjóri er Mikkel Nørgaard og meðal leikenda eru Frank Hvam, Casper Christensen, Mia Lyhne og Iben Hjejle. Dönsk gamanmynd frá 2010. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e. 00.30 Einkastríð Erics 7,1 (Looking for Eric) Fótboltaóði bréfberinn Eric er að missa allt niður um sig en þá ræður spekingurinn Eric Cantona honum heilt. Leikstjóri er Ken Loach og meðal leikenda eru Steve Evets, Eric Cantona og Stephanie Bishop. Bresk bíómynd frá 2009. e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:00 Barnatími Stöðvar 2 08:05 Malcolm in the Middle (13:16) 08:30 Ellen (102:170) 09:15 Bold and the Beautiful 09:35 Doctors (89:175) 10:15 Til Death (14:18) 10:45 The Whole Truth (3:13) 11:25 Masterchef USA (17:20) 12:10 Two and a Half Men (11:16) 12:35 Nágrannar 13:00 The Invention Of Lying 14:50 Sorry I’ve Got No Head 15:20 Barnatími Stöðvar 2 16:50 Bold and the Beautiful 17:10 Nágrannar 17:35 Ellen (103:170) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag 19:11 Veður 19:20 Simpson-fjölskyldan (3:22) 19:45 Týnda kynslóðin (23:34) 20:10 Spurningabomban (10:21) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum stórskemmtilega spurningaþætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppend- um hvort, sem allir eiga það sameiginlegt að vera í senn orðheppnir, fyndnir og fjörugir og þurfa að svara laufléttum og skemmtilegum spurningum um allt milli himins og jarðar. 20:55 American Idol (11:40) Tólfta þáttaröð þessa vinsælu þátta en allir sigurvegarar fyrri þáttar- aða hafa slegið í gegn á heims- vísu. Talsverðar breytingar hafa orðið á dómnefndinni eftir að þau Jennifer Lopez og Steven Tyler hættu, eftir að hafa setið í dómnefndinni undanfarin tvö ár. Randy Jackson er á sínum stað en honum til halds og traust eru að þessu sinni Mariah Carey, Keith Urban og Nicki Minaj. 22:20 Stone 5,4 Mögnuð spennu- mynd með Robert Di Niro, Ed- ward Norton og Millu Jovovich í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um skilorðseftirlitsmann sem á aðeins nokkrar vikur eftir í að komast á eftirlaun og á nú að- eins eitt mál eftir sem er ólokið og það er mál brennuvargs sem vill komast út úr fangelsi á skilorði. 00:00 Saving God 01:40 Taxi 4 5,3 Hasamynd með ærslafullu grínívafi úr smiðju Luc Besson um seinheppnu löggurn- ar í Marseille. Rannsóknarlög- reglumaðurinn Emilien og leigu- bílstjórinn Daniel þurfa að elta uppi alræmdan glæpamann sem slapp úr klóm lögreglunnar. Eltingarleikurinn leiðir þá á spor hættulegra glæpamanna sem setur rannsókn málsins í mikið uppnám. 03:10 The Invention Of Lying 04:45 Spurningabomban (10:21) Logi Bergmann Eiðsson stjórnar þessum stórskemmtilega spurningaþætti þar sem hann egnir saman tveimur liðum, skipuðum tveimur keppend- um hvort, sem allir eiga það sameiginlegt að vera í senn orðheppnir, fyndnir og fjörugir og þurfa að svara laufléttum og skemmtilegum spurningum um allt milli himins og jarðar. 05:30 Fréttir og Ísland í dag 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Rachael Ray 08:45 Dr. Phil 09:25 Pepsi MAX tónlist 14:25 The Voice (7:15) 16:00 Top Chef (11:15) 16:45 Rachael Ray 17:30 Dr. Phil 18:10 Judging Amy (1:24) 18:55 Everybody Loves Raymond (8:24) Endursýningar frá upphafi á þessum sívinsælu gamanþátttum um Ray Barone og furðulegu fjölskylduna hans. 19:15 Solsidan (4:10) Sænskur gamanþáttur sem slegið hefur í gegn á Norðurlöndunum. Hér segir frá tannlækninum Alex og kærustu hans Önnu og kynnum þeirra af undarlegum fígúrum hverfisins sem þau eru nýflutt í. Alex og Anna lenda í að þurfa að passa upp á páfagaukinn hjá nískupúkanum Ove. Anna á í erfiðleikum með brjóstagjöfina og verður illfyglið ekki til að bæta ástandið. 19:40 Family Guy 8,5 (8:16) Ein þekktasta fjölskylda teikni- myndasögunnar snýr loks aftur á SkjáEinn. Peter Griffin og fjölskylda ásamt hundinum Brian búa á Rhode Island og lenda í ótrúlegum ævintýrum þar sem kolsvartur húmor er aldrei langt undan. 20:05 America’s Funniest Home Videos (10:44) Bráðskemmti- legur fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru fyndin myndbrot sem venjulegar fjölskyldur hafa fest á filmu. 20:30 The Biggest Loser (8:14) Það sem keppendur eiga sameigin- legt í þessari þáttaröð er að á þeim hafa dunið áföll. Þau fá nú tækifæri til að létta á sér. 22:00 HA? (7:12) Spurninga- og skemmtiþátturinn HA? er landsmönnum að góðu kunnur. Jói G. er gestgjafi, Sóli Hólm og Gunnar Sigurðsson á Völlum sjá um svörin og Stefán Pálsson semur hinar sérkennilegu spurningar. Úr verður hin mesta skemmtun. Gestir þáttarins að þessu sinni eru leikkonurnar Halldóra Geiharðs og Ólafía Hrönn. 22:50 Top Gear 2012 Special 23:50 Hæ Gosi (4:8) Þriðja þáttaröðin um bræðurna Börk og Víði sem ekkert þrá heitar en lífs- hamingjuna en svo virðist sem leiðin að henni sé þyrnum stráð. Krummi er eyðilagður eftir að hann fær fréttir sem honum þykja slæmar en flestum öðrum góðar. Sérkennilegt matarboð er haldið þar sem hin heillandi Valbrá slær í gegn. 00:30 Excused 00:55 House 8,6 (23:23) Þetta er síðasta þáttaröðin um sérvitra snillinginn House. Sérstakur þáttur þar sem fjallað verður um lækninn House sem fylgt hefur áhorfendum SkjásEins síðastliðinn átta ár. 01:45 Last Resort (13:13) Hörku- spennandi þættir um áhöfn kjarnorkukafbáts sem þarf að hlýða skipun sem í hugum skip- stjórnenda er óhugsandi. Það er allt á suðupunkti í lokaþættin- um þar sem kemur í ljós hvort forsetinn falli eða haldi velli. 02:35 Combat Hospital (9:13) 03:15 CSI (17:23) 03:55 Pepsi MAX tónlist 07:00 Evrópudeildin 14:50 Meistaradeildin í handbolta 16:10 Meistaradeildin í handbolta 16:40 Evrópudeildin 20:00 Meistaradeild Evrópu 20:30 Spænski boltinn - upphitun 21:00 Evrópudeildarmörkin 21:50 Evrópudeildin 23:30 UFC - Gunnar Nelson 07:00 Brunabílarnir 07:20 Áfram Diego, áfram! 07:45 Waybuloo 08:05 Svampur Sveinsson 08:25 Dóra könnuður 08:50 Doddi litli og Eyrnastór 09:00 UKI 09:05 Strumparnir 09:30 Lína langsokkur 09:55 Histeria! 10:15 Ofurhundurinn Krypto 10:35 Ævintýri Tinna 11:00 Stöð 2 Krakkar - barnatími 17:05 Ozzy & Drix 17:30 Leðurblökumaðurinn 17:55 iCarly (19:25) 18:20 Doctors (141:175) 19:05 Ellen (103:170) 19:50 Það var lagið 20:50 Miss Marple 22:25 American Idol (12:40) 23:50 Entourage (6:10) 00:20 Það var lagið 01:20 Miss Marple 02:55 Entourage (6:10) 03:25 Tónlistarmyndbönd 06:00 ESPN America 07:45 World Golf Championship 2013 (2:5) 12:45 Golfing World 13:35 World Golf Championship 2013 (2:5) 18:35 Inside the PGA Tour (8:47) 19:00 World Golf Championship 2013 (3:5) 23:00 Golfing World 23:50 ESPN America SkjárGolf 20:00 Hrafnaþing Heimastjórnin. 21:00 Gestagangur hjá Randveri Randver orðinn óperuleikstjóri á Akureyri 21:30 Eldað með Holta Úlfar eldar Kjúklingasnitzel með Tortilla,Parmesan og Citrus. Jömmmmmí. ÍNN 12:10 Temple Grandin 13:55 Astro boy (Geimstrákurinn) Skemmtileg teiknimynd sem á að gerast í framtíðinni og segir frá manni sem smíðar strák með ótrúlega krafta sem lítur út eins og sonurinn sem hann missti. 15:30 When Harry Met Sally 17:05 Temple Grandin 18:50 Astro boy 20:25 When Harry Met Sally 22:00 The Change-up 23:50 Brideshead Revisited 02:00 The Edge 03:55 The Change-up Stöð 2 Bíó 17:10 QPR - Liverpool 18:50 Arsenal - Southampton 20:30 Heimur úrvalsdeildarinnar 21:00 Enska úrvalsdeildin - upp- hitun 21:30 Ensku mörkin - neðri deildir 22:00 Arsenal - Newcastle 23:40 Enska úrvalsdeildin 00:10 Chelsea - Man. Utd. Stöð 2 Sport 2 Stöð 2 Krakkar Stöð 2 Gull Grínmyndin Metnaður Þessi taka bumbumyndina upp á annað stig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.