Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2013, Blaðsíða 18
Lætur hjartað ráða för 18 Fréttir 22.–24. febrúar 2013 Helgarblað n Fósturmóðir segist láta tilfinninguna ráða því hvenær hún tekur að sér börn n Fær stundum nokkurra klukkutíma fyrirvara n Yngsta barnið var 11 mánaða H anna Símonardóttir er fjögurra barna móðir í Mos- fellsbænum og ein af þeim sem barnaverndaryfirvöld hringja stundum í með nokkurra klukkutíma eða daga fyrir- vara og spyrja hvort hún sé tilbúin til þess að taka á móti börnum í skamm- tímafóstur. Þá er það sjaldnast sem rökin ráða för heldur er það tilfinn- ingin sem stýrir því hvort hún tekur að sér barn eða ekki. Eins og hún segir sjálf þá er það hjartað sem ræður för. Ólst upp á opnu heimili Hanna tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu í Mos- fellsbæ, húsi rækilega merktu Liver- pool jafnt innan sem utan. Þarna eru veggmyndir og veggteppi af logo-inu, plaköt af fótboltahetjunum og bún- ingar. Meira að segja kaffibollarnir eru Liverpool-bollar. Hún þekkir það af eigin raun hvað fótboltinn og önnur heilbrigð áhuga- mál geta reynst vel ef á reynir. Hér um árið þurfti hún að fylgja einum ná- komnum sér í gegnum erfiða tíma og þá kom fótboltinn til bjargar. „Þessi reynsla hjálpaði mér ofsalega mikið að skilja þennan heim sem ég steig inn í sem stuðningsforeldri og fóstur- foreldri.“ Það var í janúar 2005, fyrir átta árum, sem Hanna ákvað að takast á hendur það vandasama verk að ger- ast stuðnings- eða fósturforeldri. „Systir mín var að tala um það við mig að hún hefði tekið til sín fötluð börn í liðveislu. Mér fannst það mjög áhuga- vert sem hún var að gera og hún hvatti mig til þess að gera þetta, nema hvað ég vissi ekki hvert ég ætti að fara og fór upp á barnavernd. Þá var ég á röng- um stað en þar var ég gripin með þeim orðum að það væru nú fleiri sem þyrftu á aðstoð að halda og mér fannst þetta ekkert síðra. Ég er líka vön því að heimilið sé opið fyrir fólk, ég var alin upp í sveit þar sem krakkar voru að koma og fara á sumrin. Pabbi rak bifreiðaverkstæði og heima voru gjarna viðskiptavinir og starfsfólk í mat og kaffi þannig að ég ólst upp við að það væri eðlilegt að heimilið væri eins og hálfgerð um- ferðarmiðstöð. Mér finnst það bara gaman. Eins fannst mér það mikil- vægt fyrir krakkana mína að við tækj- umst sameiginlega á við það að hjálpa einhverjum.“ Með einn átta ára Eftir að Hanna hafði skráð fjöl- skylduna sem stuðningsfjölskyldu fékk hún strax beiðni um að taka að sér börn. Til að byrja með voru það fjögur börn, tvenn systkini, sem komu alltaf aðra hverja helgi. „Síðan vor- um við beðin um að taka að okkur börn í skammtímavistun. Sú sem tók út heimilið veitti fótboltaáhuganum einmitt athygli og taldi að þetta um- hverfi hentaði bræðrum sem voru sendir til okkar. Þeir voru hér í þrjá mánuði en fóru svo aftur heim. Um tveggja ára skeið komu þeir alltaf til okkar aðra hverja helgi og það gekk ágætlega þar til sú staða kom upp að við vorum beðin um að taka eldri bróðurinn að okkur í ár. Erfið- leikarnir voru þess eðlis að það var þörf á því, þannig að hann er hjá okk- ur núna.“ Fótboltauppeldi Aftur kom fótboltinn til bjargar. „Ég hleypti honum inn í fótboltann og það er stór partur af því hversu vel honum vegnar í dag. Hann hafði þráð að vera í fótbolta en ekki haft tök á því fyrr. Hann hefur tvívegis komið hing- að í sumardvöl í stað þess að fara í sveit eins og er svo algengt með þessi börn. Ég sendi hann þá beint á fót- boltanámskeið og það var eins og að gefa barninu gull, það var svo gaman. Þannig að þegar hann kom hingað til okkar í júní þá fórum við strax daginn eftir og keyptum á hann fótbolta- skó og næsta dag þar á eftir var hann kominn á þriggja daga mót uppi á Skaga. Eftir það varð ekki aftur snúið. Hugsunin var að styrkja sterku hliðarnar því hann var undir í svo mörgu. Þó að ég sé ekki meðvitað að gera þetta eins, þá er þetta sama grunnhugsunin, að styrkja það góða. Það virkar. Til að halda sjó í öllu hér þá er umbunarkerfið á heimilinu mjög fótboltamiðað. Ef það er ekki far- ið eftir fyrirmælum þá fær hann gula spjaldið og ef hann fær gula spjaldið aftur í sömu aðstæðum þá fær hann rauða spjaldið og þarf að fara aðeins inn í herbergi og hugsa málið. Hann kemur svo fram þegar hann er tilbú- inn til þess að skipta um gír. Sum- ir þessir krakkar sem koma hingað glíma við skapgerðarbresti og marka- leysi, stundum eru þetta eru krakkar sem eru með margar greiningar og eiga mjög erfitt. En sem betur fer eiga þeir líka svo margt gott í sér, það eiga það allir, og það er frábært að geta byggt á því.“ Tólf til þrettán á heimilinu Drengurinn er átta ára og búið er að sækja um að hann fái að vera hjá Hönnu og hennar fjölskyldu í eitt ár til viðbótar. „Það eru í rauninni alltaf mjög óljós tímamörk varðandi þessi mál. Ég hef skilning á því að það er ekki hægt að hafa það öðruvísi. Auð- vitað getur verið erfitt að gera plön fyrir fjölskylduna þegar við vitum ekki hverjir verða með okkur og hverjir verða farnir en það leysist einhvern veginn alltaf.“ Í fyrra var hún með einn í fóstri sem var með kærustuna sína og barnið hennar hér líka í eitt og hálft ár. „Við töldum það koma betur út fyrir hann að leyfa þeim að vera hér líka. Þá voru þrír komnir til viðbótar. Á sama tíma vorum við að taka börn í bráðaskammtímavistun og bræðurna um helgar. Þannig að við vorum hér svona tólf til þrettán um tíma. Pabbi og mamma búa á Spáni á veturna en elsti sonur minn ákvað að fara til þeirra og vinna þar í tvo til þrjá mánuði. Dóttir mín var að ljúka hár- greiðslunámi en vantaði samning og mamma útvegaði henni reynslutíma á Spáni þannig að hún fór þangað í þrjá mánuði. Þá rýmkaðist um hér. Það er ótrúlegt hvað þetta gerist oft svona. Ég var aðeins farin að hugsa það hvernig ég myndi leysa þetta þegar þau kæmu heim en daginn áður en sonurinn var væntanlegur fékk ég símtal og systkinin sem höfðu verið hér í tvo mánuði í skammtímavistun voru sótt. Það er oftast þannig að ef ég treysti því að þetta gangi upp þá ger- ir það það.“ Bestu dagarnir í stússinu Það hjálpar að Hanna sé heima- vinnandi því þá hefur hún betri tök á að aðstoða drenginn. „Það væri erfitt að vinna úti á meðan hann er hjá okk- ur því hann er mjög krefjandi. Eftir að ég hætti að vinna hef ég verið að stússast í þessu sjálfboða- starfi fyrir Aftureldingu og hann kem- ur oft með mér niður á völl eða í íþróttahúsið þar sem hann blómstrar alveg. Ég þekki allt þetta fólk þannig að það þekkja allir til hans og hann er algjör prins. Hann hefur sitt hlut- verk, hjálpar okkur að pumpa í bolta og annað og hefur heilmikið gaman af. Það er frábært fyrir hann að fá að kynnast þessu, það hentar honum mikið betur en að hanga heima í ein- hverjum ramma. Bestu dagarnir eru þegar við erum eitthvað að stússast.“ Maðurinn hennar Hönnu, Einar Þór Magnússon, er hins vegar bifvéla- virki í fullu starfi. „Þannig að þetta er meira mitt starf þó að hann sé auðvit- að með mér á kvöldin og um helgar.“ Lærdómsríkt fyrir börnin Aðspurð hvað hún hafi aðstöðu fyrir marga segir hún að það séu sex her- bergi á heimilinu, svo sé það bara spurning hvað það séu margir settir saman í herbergi. Börn Hönnu hafa þó alltaf haldið sínum herbergjum og almennt gengur sambúðin vel þótt það reyni stundum á þolinmæðina. „Það kemur stundum þreyta í þau. Þó að það sé bara einn lítill gutti á heimil- Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Tilfinningin hjálpar mér mjög mikið, ég reyni að hlusta á hjart- að og hlýða því í stað þess að flækja mig í rök- um eða vera of upptekin af því að setja mörk. Leyndarmálabókin Hanna segir að það sé alltaf hræðilega erfitt að fá börn sem hafa verið beitt ofbeldi. Einu sinni fann hún leyndarmála­ bók frá barni sem var hjá henni í stuðningi og skildi bókina eftir. Skrifin í bókinni leiddu til þess að ofbeldið sem barnið var beitt heima fyrir upp­ götvaðist. Mynd SigTryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.